Skírnir - 01.04.1997, Síða 254
248
RICHARD GASKINS
SKÍRNIR
Snorra á 13. öld, tímabili sem markaðist af miklum illdeilum vegna
„langtímahagsmuna" valdamikilla goða. „Það virðist því líklegt að þessar
sögur [Heimskringla], hvort sem þær eru sannar eða ekki, varpi ljósi á
hvernig stjórnmálum var háttað [í Noregi fyrr á öldum]“, þó að ekki sé
hægt að skoða þær sem „heimildir í þrengsta skilningi".23
Vel má hugsa sér að stjórnmálaskoðanir Snorra hafi að einhverju
leyti dregið dám af skoðunum hinna norsku forvera hans, hvort sem frá-
sagnir hans eru alveg sannleikanum samkvæmar eða ekki. Grundvallar-
viðmið kunna hins vegar að hafa breyst, eða verið að breytast, meðan
Snorri var að skrifa meistaraverk sitt. Helgi Þorláksson tekur þennan
bratta pól í hæðina í greinargóðri rannsókn sinni á viðskiptum. Ymsar
frásagnir af verslunarviðskiptum og gróðabraski á hetjutímanum kunna
að vera til marks um gjörbreytt verðmætamat sem ef til vill hefur farið
fyrir brjóstið á sagnariturum 13. aldar. Ofugt við Bagge gengur Helgi út
frá því að hagkerfið hafi ekki verið eins á ritunartíma sagnanna og á
sögutíma þeirra. Sú skoðun sannar vitanlega ekkert, en fellur að minnsta
kosti að vissum nútímakenningum um samfélagsþróun.24
Ruth Mazo Karras dregur saman þessa tilhneigingu sagnfræðinganna
til að styðjast við tilgátur og ályktanir þar sem farið er frá vísbendingum
í textanum að yfirlýstu verðmætamati. Umfjöllun hennar um kynferðis-
lega misnotkun í sögunum er til marks um kappsemi félagsvísindamanna
nútímans við að endurskapa fortíðina með sínum hætti:
Við vitum ekki hvernig Island var á miðöldum í raun og veru, höfum
aðeins veröld þá sem sköpuð er í sögunum. Þar eð sögurnar eru okk-
ur að töluverðu leyti menningin, er okkur ekki stætt á því að segja að
eitthvað hafi verið mikilvægt sem ekki þótti mikilvægt til forna. Eg er
hins vegar bæði nógu mikill raunhyggjusinni til að halda því fram að
það hafi verið íslenskt samfélag utan við textann, þar sem hlutir gerð-
ust sem lítið fer fyrir í textunum [...], og jafnframt nógu mikill af-
stæðissinni til að halda því fram að það sé engin tímaskekkja að hug-
takið kynferði hafi verið valdatæki í samfélagi sem ekki lagði þann
skilning í það. Ekki svo að skilja að við þekkjum samfélag þeirra bet-
ur en þeir, heldur sjáum við þætti sem þeim voru ósýnilegir þó að
þeir væru fyrir hendi.25
23 „From Sagas to Society: the case of Heimskringla?, í From Sagas to Society,
bls. 74. Færð eru ítarleg rök fyrir þessu í bók Bagges, Society and Politics in
Snorri Sturluson’s Heimskringla (Berkeley, University of California Press,
1991).
24 Sjá „Social ideals and the concept of profit in thirteenth-century Iceland", í
From Sagas to Society, bls. 243.
25 „Servitude and sexuality in medievel Iceland", í From Sagas to Society, bls.
303-304.