Skírnir - 01.04.1997, Page 255
SKÍRNIR
FÉLAGSVÍSINDAMANNA SAGA
249
í öðrum greinum bókarinnar er farið út í félagsfræðilegri og hag-
fræðilegri útlistanir á etnógrafískum veruleik og eru þær ekki eins sann-
færandi, þó að þær séu ekki síður ögrandi. Ross Samson gagnrýnir
formalískar túlkanir á erjum sagnanna og leikur ekki á tvennu að honum
þykir engin greining fullnægjandi önnur en sú marxíska. Þar eð hann veit
upp á hár í gegnum hvaða linsu hann vill horfa á fortíðina mun endur-
sköpun hans á Islandi fornsagnanna einungis turna þeim lesendum sem
þegar hafa tileinkað sér þetta sjónarhorn. Oðrum mun þykja nálgun
hans kreddukennd - miklu vandræðalegri en umburðarlyndi sagnfræð-
inganna gagnvart tilgátum og afstæðni. Þegar veruleiki gagnrýnandans
verður svo ágengur reynir gífurlega á heimildagildi sagnanna. Slíkar
heimildir kunna að nýtast til að sýna fram á eitt og annað, en þær geta
aldrei löggilt þann ramma sem gagnrýnandinn gefur sér.26
Þegar gagnrýni er beint að eldri rannsóknum á fornsögunum taka
nokkrir höfundanna í safni þessu sér fullmikið kennivald. Jesse Byock
leggur til sígilt dæmi um „erfðagildruna“ (genetic fallacy) þegar hann
dregur hlutlægni fræðimanna af skóla Sigurðar Nordals í efa. Að mati
Byocks stöfuðu mistök þeirra af ófullnægðri þrá eftir sjálfstæði íslensku
þjóðarinnar; bókfestukenningin var í grundvallaratriðum forsenda nú-
tíma þjóðernisstefnu. „Þar eð sögurnar voru sköpunarverk íslenskra
skálda á 13. öld tilheyrðu þær nú íslendingum einum. Sú afstaða skýrir
hve algeng tvíhyggjan staðreynd-skáldskapur er í skrifum fylgismanna
bókfestukenningarinnar.“27 Það er hlálegt að dálæti Byocks á samfélags-
sögu á kostnað „hámenningar" Nordals-skólans skuli að sama skapi eiga
rætur að rekja til félagsvísinda nútímans, eins og Byock yrði fyrstur til
að viðurkenna. Félagsvísindamenn geta ekki vænst þess að vinna mál sitt
með því einu að benda á brotalamir í rannsóknum fyrri kynslóðar á Is-
landi goðaveldisins.
Hin skarplega greining M. I. Steblin-Kamenskijs í bókinni Heimur
Islendingasagna (1971), sem geymir ögrandi andsvar við aðskotadýrun-
um úr félagsvísindum, er vart nefnd í ritgerðum þessum.28 Hvað ef gild-
ismat íslands sagnatímans væri ósamrýmanlegt okkar gildismati? spyr
Steblin-Kamenskij. Kannski felst veikleiki okkar 20. aldar manna í því að
26 Stundum sækir túlkun ekki mátt sinn í rammakenninguna, né heldur í sögurn-
ar, heldur beinlínis í sjálfstraust gagnrýnandans. Framlag Williams Ians Millers
til bókarinnar From Sagas to Society felst í frásögn sem er rækilega vörðuð
fyrstu-persónu fornöfnum (hinu konunglega ,,við“). Hugmyndir hans um sál-
fræðilegt raunsæi í sögunum vísa stöku sinnum til nútímakenninga, en þegar
allt kemur til alls hvílir kennivald hans á „mjög persónulegum hugrenninga-
tengslum“ („Emotions in the sagas“, bls. 90).
27 „History and the sagas“, bls. 58.
28 Ensk þýðing kom út hjá háskólaforlaginu í Óðinsvéum árið 1973 en íslensk
þýðing hjá Iðunni árið 1981.