Skírnir - 01.04.1997, Page 256
250
RICHARD GASKINS
SKÍRNIR
ljá gildismati okkar algilda skírskotun og mistúlka þannig gjörólíka
menningu annars tímabils.
Hjá Kamenskij verður líka margt hlálegt, þó að vissulega sé það með
ráðum gert. Sú róttæka ályktun að sögurnar dragi upp mynd af lífsstíl
sem sé okkur algerlega framandi hefur gildi núna - fyrir okkur. Við
þörfnumst þess að skoða sjálf okkur úr meiri fjarlægð, til að storka for-
sendum okkar og kreddum. Þrátt fyrir allt sitt kollvörpunartal klappa fé-
lagsvísindin oft sínum mönnum á öxlina fremur en að skora þá á hólm.
Þátttakendurnir á málþinginu hans Gísla ættu að halda áfram að tala til
sagnanna, en mega ekki gleyma að leggja við hlustir öðru hverju.
Etnógrafískir fastar: Samanburðarfrœði Durrenbergers
Paul Durrenberger er reyndur mannfræðingur gæddur óvenjulegum
þekkingarþorsta. Hann heillaðist ekki af Islendingasögunum fyrr en til-
tölulega seint á ferli sínum, þegar hann fór að lesa sögurnar og sá tengsl
milli samfélagsins sem þar var lýst og raunverulegra staða sem hann
hafði rannsakað sjálfur. Það sem tengir þessa ólíku heima öðru fremur,
að mati Durrenbergers, er að þar er ekkert ríkisvald. Hann heldur því
með réttu fram að skýra megi sitt af hverju á Islandi sagnanna með því
að beita samanburði við önnur samfélög án ríkisvalds, og á þá sérstaklega
við samfélög sem hafa verið rannsökuð ítarlega.29 Gagnstætt öðrum
skrifum Durrenbergers um Island á undanförnum áratug er hér lögð sér-
stök áhersla á að tilgreina helstu öfl í íslensku samfélagi - sér í lagi þau
niðurrifsöfl sem leiddu til endaloka goðaveldisins árið 1264.
Dást má að Durrenberger fyrir að ráðast til atlögu við alveg nýtt
fræðasvið. Þrátt fyrir að vera nýgræðingur hefur hann meira sjálfstraust
en virtari fræðimenn á þessu sviði þegar hann leggur fram kenningar sem
hann telur varpa einstöku ljósi á íslenskt miðaldasamfélag. Hann telur
sig renna glænýjum stoðum undir fræðin þar sem hann fer á svig við hin-
ar andlausu rökræður þeirra sem ekki tilheyra félagsvísindum og leið-
réttir jafnvel blindu þýðenda og textafræðinga á samhengi sagnanna. Þó
að mér virðist sjálfstraust Durrenbergers ekki vera á rökum reist, þá mun
sérhver sagnaunnandi vilja gefa frumforsendum hans góðan gaum: Með
því að nýta okkur etnógrafísk gögn um önnur samfélög með sambæri-
legar stofnanir kunnum við að öðlast meiri skilning á samfélaginu sem
gat af sér sögurnar. Víðsýnn lesandi fær vart dulið forvitni sína um þver-
menningarlegan samanburð af því tagi. Enginn ætti heldur að útiloka
þann möguleika að setja megi íslenskt landnemasamfélag í almennari
flokk og varpa ljósi á leyndardóma þess með því að skoða sambærilega
þróun í öðrum samfélögum.
29 Sjá Dynamics of Medieval Iceland, bls. ix, 24; sjá einnig „Humor and heroic
values", í From Sagas to Society, bls. 122.