Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 260
254
RICHARD GASKINS
SKÍRNIR
Miller neitar að miða lestur sinn við bókmenntalegar túlkanir og
hirðir lítt um að vísa til annarra fræðimanna. Þess í stað hefur hann
skoðanir sínar upp á æðra valdsvið og beitir til þess vogarafli félagsvís-
inda. „I þessu verki er tekið á fornsögunum á allt annan hátt en hingað
til hefur tíðkast," staðhæfir hann. „Hér er ekki fjallað um sögurnar,
heldur um samfélagið sem gat af sér sögurnar." Aðrir gagnrýnendur
kunna að velta sér upp úr bókmenntasögu en hann fæst við
„samfélagssögu".35 Þessi sjálfslýsing fær þó vart staðist. Helmingurinn af
bókinni er bein umfjöllun „um sögurnar", þar sem meðal annars getur
að líta bókmenntasögulegan bakgrunn, sóttan til fremstu manna á sviði
fornsagnarannsókna. I hinum helmingnum - sem er samofinn umfjöllun
- freistar hann þess að flytja þennan sagnalestur eftir stígum félagsvís-
inda í víðara samhengi.
Vandræði Millers hefjast við þessa tilraun til yfirfærslu. Hann
hnykkir á bókmenntagreiningu sinni á hverri síðu með vísunum til fé-
lagslegrar- og sálfræðilegrar þekkingar, eins og hann sé að sannreyna eða
jafnvel réttlæta innsæi sitt á mælikvarða félagslegs veruleika. Þessar vís-
anir eru ókerfisbundnar með öllu og spanna allt frá formalískum sam-
skiptakenningum til alhæfinga um „félagslegar staðreyndir" sem dregnar
eru fram nánast af handahófi til að gera textatúlkanirnar trúverðugri.
Kaflafyrirsagnir Millers gætu gefið til kynna að í verki hans væri af-
hjúpað samfélag á borð við það sem hinir asísku ættbálkar Durren-
bergers byggja; þar sé fengist við „vissa fleti hagkerfisins“, heimilishald,
frændsemi, réttarfar og svo framvegis. En félagsvísindi hans eru alltof
brotakennd til að standa undir slíku yfirliti, jafnframt því sem gagnaforði
hans er afrakstur allbókstaflegs lestrar á atburðum sagnanna.
Sambræðsla Millers á texta og samfélagi getur stundum af sér sér-
stæðar fullyrðingar. Þegar hann reifar jafn veigamikið efni og ættardeilur
beitir hann reynsluathugunum - lætur nokkur textadæmi gegna hlut-
verki sönnunargagna svo að „tilfinning fyrir því hvað ættardeila er fáist
smátt og smátt við lestur umfjöllunarinnar." Utkoman virðist í fyrstu
ekki bæta neinu við þá formgerðargreiningu á ættardeilum sem Anders-
son, Lönnroth og Byock inntu af hendi, en skyndilega reynast greining-
arverkfæri Millers öðlast sitt eigið sálarlíf. „Hið jafnvæga samskiptalíkan
[...] gegndi hlutverki einskonar grundvallarmyndhverfingar sem persón-
ur sagnanna nýttu til að útskýra deilur sínar. Fólk ræddi athafnir innan
ramma þess, jafnvel þegar þrákelkinn veruleikinn lét ekki vel að stjórn.
[...] Líkanið hafði sterk tök á hugarheimi flestra þátttakenda; það hjálp-
aði fólkinu í sögunum að skilja þrætur sínar.“36
35 Bloodtaking and Peacemaking, bls. 8.
36 Sama heimild, bls. 180, 180-85. Miller heldur hita á þessu samskiptalíkani bók-
ina á enda. Til dæmis: „Fólk tók þá heimssýn sem líkanið fól í sér góða og
gilda og stjórnmálaskoðanir þess tóku mið af því“ (bls. 202).