Skírnir - 01.04.1997, Blaðsíða 264
258
RICHARD GASKINS
SKÍRNIR
undum, en ala jafnframt þá von í brjósti að í framtíðinni renni upp fyrir
þeim að þeir ganga við hlið húmanískra samstarfsmanna.
I ljósi þeirra heimilda sem varðveist hafa er engin leið að skrifa hina
sönnu sögu íslenska goðaveldisins.44 En margt er þó óunnið enn, fyrir
utan þá fagurfræðilegu nautn sem hafa má af sögunum. Þannig erum við
rétt byrjuð að kanna hið ríkulega en skreipa menningarlega inntak og að
bera hina húmanísku sýn sagnanna saman við menningarumræðu okkar
tíma.
I sögulegu tilliti eru félagsvísindi enn að slíta barnsskónum. Eins og
bandarískur félagsfræðingur sagði nýlega: „Sú sýn á samfélagið sem varð
að hinni félagsfræðilegu hefð kom í kjölfar þeirrar alltumfaðmandi sýnar
á mannlegan heim sem fólst í trúarbrögðum og síðar í heimspeki.“45 Sú
nútímamenning sem ól af sér félagsvísindin er enn í fullu fjöri; þar sam-
einast löngun til að fást við áleitin siðferðileg efni í samtímanum og trú á
reynsluvísindi. Félagsvísindamenn láta stundum að því liggja að siðferði-
leg efni snúist eingöngu um það að staðreyna, en meira en tveggja alda
reynsla af félagsvísindum ætti að forða okkur frá svo einfeldningslegri
afstöðu. Eins og annar bandarískur félagsfræðingur skrifaði fyrir
skömmu: „Sérhver raunvísindaleg rannsókn sem eitthvað hefur kveðið
að, sérhver kenning sem félagsvísindamenn hafa þróað, hefur ævinlega
sótt þrótt í mannréttindi, kynþáttavandamál eða jafnrétti kynjanna. Þeir
sem trúa því að staðreyndir tali sínu máli hafa hins vegar gert lítið úr
þessari siðferðilegu vídd.“46
Höfundum þeirra þriggja verka sem hér voru til umfjöllunar verður
sannarlega ekki borið á brýn að hafa hunsað siðferðileg efni. Af ýmsum
ástæðum leita þeir upplýsinga með aðferðum félagsvísinda og tjá þannig
nútímalega kröfu um meira innsæi í miðaldasögur en fræðimenn hafa
veitt til þessa. Fyrir þessa höfunda, eins og fyrir marga íhugula lesendur,
er ógjörningur að skilja siðferðilega og menningarlega sýn frá félagsleg-
um innviðum. I lok þessarar „Félagsvísindamanna sögu“ höfum við ekki
enn fundið árangursríkar leiðir til að sameina þessa anga, viljum þó
hvorugan missa. Vilhjálmur Árnason lýsir því brýna verkefni sem býður
44 Til eru vel heppnuð verk þar sem tvinnuð eru saman félagsvísindi og bók-
menntagreining. I verðlaunabók sinni, William Cooper’s Town (New York:
Knopf, 1996), notar sagnfræðingurinn Alan Taylor lögfræðileg og félagsleg
gögn til að gera grein fyrir þróun New York-fylkis á síðasta áratug 18. aldar
og fléttar þessa samfélagsgreiningu saman við frásagnir sonar Williams
Coopers, James Fenimores Coopers, í skáldsögunni The Pioneers.
45 Donald N. Levine, Visions of the Sociological Tradition (Chicago: University
of Chicago Press, 1995), bls. 298.
46 Irving Louis Horowitz, The Decomposition of Sociology (New York: Oxford
University Press, 1993), bls. 227 (tilvitnun úr bók Levines, sama heimild, bls.
317).