Skírnir - 01.04.1997, Page 266
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Þáttur kvenna í listvakningu
á íslandi á 19. öld
Gömul GRÍSK SÖGN segir frá því að ónefnd kona, dóttir leirkerasmiðs, hafi
fyrst allra teiknað. Hún vildi varðveita minninguna um elskhuga sinn
sem var að leggja af stað í langferð og því setti hún hann upp að vegg og
teiknaði útlínur hans á vegginn. En sögnin um myndlistarkonuna er ekki
táknræn fyrir stöðu kvenna í listasögunni því þeirra beið ekki hlutverk
hins frumlega og skapandi listamanns, heldur öllu fremur fyrirsætunnar
eða listgyðjunnar sem studdi listamanninn til dáða og veitti honum inn-
blástur. Líkt og flestallir fagmenn þurfa myndlistarmenn að sérhæfa sig.
Konur áttu ekki kost á formlegu, opinberu listnámi fyrr en liðið var á
síðari hluta 19. aldar. Þær höfðu sömu þörf fyrir skipulegt listnám og
karlar, þ.e.a.s. ef þær ætluðu sér annað en að mála blómamyndir.
Listsköpun myndlistarmanna ræðst m.a. af félagslegum aðstæðum
svo sem kennslu listaskólanna, ráðandi smekk, efnahag, óskum vinnu-
veitandans og fleiru. Þessar staðreyndir hafa horfið í skugga viðhorfa
sem komu fram þegar á klassíska tímanum, og endurreisnin og róman-
tíkin ljáðu goðsagnablæ og ólu á: um myndlistarmanninn sem hið fædda
og næstum yfirnáttúrulega „gení“ sem alltaf nær sínu takmarki, þrátt
fyrir erfiðar aðstæður.
Það sem varð afdrifaríkast fyrir konur var að hin listræna sköpun
var, samkvæmt jafnstæðuályktun, lögð að jöfnu við getnaðinn. Allar göt-
ur frá dögum grísku heimspekinganna og þar til það komst á hreint á 19.
öld hvernig getnaður á sér stað, var karlmaðurinn sá sem gaf líf eða
kveikti lífsneistann á meðan hlutverk konunnar var einungis að bera og
næra fóstrið. Og karlmaðurinn var einnig hinn skapandi einstaklingur í
vísindum og listum og reyndar á öllum sviðum þjóðfélagsins.
Konan var þiggjandi, þjónandi og eftirapandi og það þótti stríða
gegn eðli hennar að skapa eitthvað sjálfstætt á sviði vísinda og lista. Og
hið ríkjandi ástand studdi svo sannarlega þá trú og ól á fordómum. Frá
fornöld og fram á miðja 17. öld, er fyrstu listaakademíurnar voru stofn-
aðar, fór myndlistarnám fram á vinnustofum listamanna. Þekkingu var
miðlað frá föður til sonar en dætur og eiginkonur fengu þjálfun að ein-
hverju marki, þar sem sérhver vinnukraftur var dýrmætur og unnu þær
sem nafnlausir aðstoðarmenn.
Konum sem vildu nema myndlist var vísað til einkaskóla en slíkt
nám var einungis á færi hinna efnameiri. Listaakademíurnar luku ekki
upp dyrum sínum fyrir konum fyrr en langt var liðið á 19. öldina,
franska listaakademían árið 1896, en hinar norrænu nokkuð fyrr, danska
listaakademían árið 1888 og sú sænska árið 1864.
Skírnir, 171. ár (vor 1997)