Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 1
Ungir fá kki laun Í Börn hafa gott SUNNUDAGUR ÍSLENDINGAR HANNASJÁLFBÆR EININGAHÚS SUMARBRÚÐKAUPIN VEISLAÍ FLATEY ARKITEKTÚR 22 TÍSKA 36 MATARBOÐ 28 LJÓÐ SÉU EINSAÐGENGILEGOG KAFFIBOLLI 5. JÚLÍ 2015 RN EGILSSON HEFURSEM TÖKUMAÐUR OGÓRI ÞEKKTRA BANDARÍSKRA SJÓNVARPSÞÁTTA OG AUGLÝSINGA Í 25 ÁR. HANN RÆÐIR UM FERIL SINN Í HOLLYWOOD, ÁSTRÍÐUNA FYRIR ÞVÍ AÐ SEGJA SÖGUR OG LÖNGUNINA TIL AÐ VINNA Á ÍSLANDI 40 LEIKSTJ * MEÐ AUGUM ARNARINS e 6ÁFANGASTAÐIRFYRIRFJÖLSKYLDUNA L A U G A R D A G U R 4. J Ú L Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  155. tölublað  103. árgangur  ORKUBOLTINN IGGY POP FÓR MIKINN Á SVIÐI GEFA ÚT BARNA- GÆLUR BÓK OG DISKUR 10LISTAPISTILL AF ATP 47 Morgunblaðið/Júlíus Hólmsheiði Byggingin er langt komin, en ekki mun vera hægt að stækka hana.  Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir því að hægt yrði að stækka fangelsið á Hólmsheiði, þegar ráð- ist var í byggingu þess. Gert er ráð fyrir 36 nýjum plássum á Hólms- heiði en þess í stað verður Kvenna- fangelsinu í Kópavogi og Hegning- arhúsinu við Skólavörðustíg lokað en þau rúma samtals 20 fanga. „Það var ekki pólitískur áhugi fyrir því að stækka fangelsið eða gera ráð fyrir stækkunarmöguleik- anum,“ segir Páll og bætir því við að Fangelsismálastofnun hafi gert grein fyrir möguleika á stækkun fangelsisins í undirbúningi fram- kvæmdanna. Eftirspurn eftir fang- elsisplássi hefur aukist á und- anförnum árum vegna þyngri refsinga og fleiri dóma. »17 Ekki gert ráð fyrir stækkun Hólms- heiðarfangelsis Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is Kínverska stórfyrirtækið Zhejiang Geely Holding Group (Geely Group), ætlar að fjárfesta í Carbon Recycling International (CRI) fyrir 45,5 milljónir dollara eða um 6 milljarða króna næstu þrjú árin. Í viðtali Morg- unblaðsins við stjórnarformann og stofnanda fyr- irtækisins, Li Shufu, kemur fram að fjárfestingin sé liður í sam- félagsábyrgð fyrirtækisins sem miði að því að draga úr útblæstri bíla og minnka mengun. Hann metur það svo að sú tækni sem CRI hafi yfir að ráða sé góð framtíðarlausn til að ná því markmiði. „Við stöndum frammi fyrir því að annars vegar erum við með takmörk- un á orkugjöfum og hins vegar verð- um við að hafa hreinna loft. Lofts- lagsbreytingarnar eru mikil áskorun og því þarf að huga vel að því að í framtíðinni verði ökutæki knúin með endurnýjanlegri orku. Þess vegna er fjárfestingin í CRI mikilvæg fyrir okkur, þar sem fyrirtækið er komið með lausn sem við viljum halda áfram að prófa.“ Framleiðir leigubílana í London Fyrirtækið er einn stærsti bíla- framleiðandi Kína og selur bíla víða um heim undir vörumerkinu Geely, auk þess sem fyrirtækið á Volvo bíla- framleiðandann og svörtu leigubíl- ana sem notaðir eru í London. Li segir CRI hafa náð miklum ár- angri í þeirri tækni sem þróuð hefur verið og hann vilji styðja fyrirtækið í að koma lausninni víðar. Hann segir heiminn þurfa aðra valkosti en þá hefðbundnu til að knýja ökutæki og telur að metanól sé góður orkugjafi fyrir bifreiðar, þar sem það sé ein- staklega hreint auk þess sem auðvelt sé að flytja það og geyma. Hann telur mikil tækifæri vera fyrir CRI til að vaxa og koma sér fyr- ir á fleiri stöðum í heiminum. Lausnir fyrirtækisins eigi erindi víða, í Kína og annars staðar. Kínverskt fyrir- tæki heillað af tæknilausn CRI  Framleiðandi Volvo fjárfestir í Car- bon Recycling fyrir 6 milljarða króna MMetanól góð framtíðarlausn »19 Li Shufu Morgunblaðið/RAX Eftirsóttur Egill Örn Egilsson er með mörg járn í eldinum. Egill Örn Egilsson, sem starfað hef- ur sem tökumaður og leikstjóri þekktra bandarískra sjónvarpsþátta og auglýsinga í aldarfjórðung, mun innan skamms starfa á Íslandi í fyrsta sinn á ferlinum. Um er að ræða tvö verkefni. „Ann- að verður alfarið unnið hér heima og ég geri fastlega ráð fyrir að það muni vekja athygli þjóðarinnar. Hitt kem ég með frá Bandaríkjunum. Það er of snemmt að greina efnislega frá þessum verkefnum en það kemur að því,“ segir Egill Örn sem kallar sig Eagle Egilsson vestra. Hann er líklega þekktastur fyrir aðkomu sína að CSI-seríunum, þar sem hann hefur starfað sem töku- maður, leikstjóri og framleiðandi. Nýjasta verkefnið er CSI: Cyber, en sú sería var frumsýnd fyrr á þessu ári. Patricia Arquette fer með aðal- hlutverkið. Af öðrum nýlegum verk- efnum Egils Arnar má nefna Hawaii Five-O, Nikita og TURN. Egill Örn er eini Íslendingurinn sem á aðild að hinu virta félagi kvik- myndatökumanna í Bandaríkjunum, ASC. Nánar er rætt við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Vinnur í fyrsta sinn á Íslandi  Egill Örn Egilsson hefur unnið lengi í bandarísku sjónvarpi Mávarnir við Reykjavíkurtjörn eru frekir til matarins og einn þeirra greip beinlínis á lofti brauðmola sem þessi unga dama hafði kastað út í tjörnina. Skiljanlega brá henni dálítið og horfði undrandi á þetta háttalag. Dæmi eru um að börn hafi orðið frá að hverfa vegna ásækni fuglanna. Bitinn gripinn á lofti Ljósmynd/Guðmundur Stefánsson Barist um brauðið við Tjörnina  „Ég vil fá til mín meindýra- eyði til þess að leggja á ráðin um hvað hægt sé að gera,“ segir Þórsteinn Ragn- arsson, forstjóri Kirkjugarðanna, en ófremdar- ástand ríkir í duftgarðinum í Sóllandi austan við Öskjuhlíð. Hef- ur stór hópur gæsa haldið þar til að undanförnu með tilheyrandi sóða- skap. Þá eru gæsirnar einnig sagð- ar afar herskáar. »2 Herskáar gæsir halda til í duftgarði Á verði Ein gæs- anna í garðinum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmað- ur Vinstri grænna, er ræðukóngur Alþingis annað árið í röð. Á 144. löggjafarþingi Alþingis, sem lauk í gær, talaði Steingrímur í samtals 2.419 mínútur, eða rúmlega einn og hálfan sólarhring. Hann flutti 293 ræður á þinginu og gerði 496 at- hugasemdir. Bjarni Bene- diktsson, for- maður Sjálfstæð- isflokksins, er eini stjórnarliðinn sem var á meðal þeirra tíu alþing- ismanna sem lengst töluðu á þinginu sem leið. Skemmst talaði Elín Hirst, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. At- hugasemdum úr ræðustól fjölgaði mikið miðað við fyrri þing, eða um 49,4 prósent frá þinginu á undan, og voru alls gerðar 9.727 athuga- semdir á þingfundum. Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, gerði flestar athugasemdir eða 543 talsins. Alþingi samþykkti fyrir þingslit í gær hafta- frum- vörpin svoköll- uðu. »6 og 12 Steingrímur ræðukóngur annað árið í röð CRI var stofnað árið 2006 með það að markmiði að framleiða um- hverfisvænt eldsneyti. Fyrirtækið rekur verksmiðju í Svartsengi á Reykjanesi sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem koltvísýringsútblæstri frá jarð- varmavirkjun er breytt í endurnýj- anlegt metanól sem blandað er bensíni til notkunar sem eldsneyti í bifreiðum. Verksmiðjan var stækkuð í apríl síðastliðnum og hefur framleiðslugetu fyrir 4.000 tonn af endurnýjanlegu metanóli á ári. CRI selur eldsneytið á inn- lendum og erlendum markaði. Framleiðir metanól í Svartsengi UMHVERFISVÆNT ELDSNEYTI FRÁ CRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.