Morgunblaðið - 04.07.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
„Þetta er mun eðlilegri staðsetning
fyrir styttuna. Hún er loks komin úr
skugganum við Miklubraut og á
stað þar sem fleiri munu vonandi
njóta,“ segir Júlíus Vífill Ingvars-
son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, sem lagði til í borgarráði
árið 2014 að styttu Ásmundar
Sveinssonar af Einari Benedikts-
syni yrði fundinn nýr staður í borg-
inni. Styttan var flutt að Höfða í
vikunni en stóð áður á Klambratúni,
þar sem fáir tóku eftir henni þar
sem hún stóð falin bak við hávaxin
tré.
Einar reisti Höfða árið 1909 og
bjó þar með fjölskyldu sinni frá
1914 til 1917. Er Höfði þó aðeins
eitt fjölmargra húsa í Reykjavík
sem skáldið tengist á einhvern hátt.
Þann 31. október í fyrra voru 150
ár frá fæðingu Einars Benedikts-
sonar. Sama dag var hálf öld frá því
að styttan var afhjúpuð. Styttan
snýr í áttina að Borgartúni þannig
að þegar ekið er niður Félagstún
blasir hún við. Ekki var hægt að
finna styttunni stað nær húsinu
vegna fornleifa.
Kostnaðaráætlun við viðgerð,
flutning og frágang við styttuna á
nýjum stað var 15 milljónir króna.
Reykjavíkurborg leggur til helming
kostnaðar á móti fjármagni sem
áhugahópur um styttuna safnaði.
Ekki hefur verið ákveðið hvað
eigi að koma í stað Einars á
Klambratúni en hverfisráði Mið-
borgar og Hlíða hefur verið falið að
koma með tillögu í samráði við íbúa
að framtíðarlausn. benedikt@mbl.is
Kominn úr skugganum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Heima Einar Ben reisti Höfða árið 1909 og bjó í þrjú ár í húsinu. Hann mun
standa við hlið hússins um ókomna tíð. Kostnaður var áætlaður 15 milljónir.
Einar Ben kom-
inn heim að Höfða
Borið hefur á lélegri sjónvarps- og
nettengingu í Kolbeinsstaðahreppi í
Borgarbyggð. Íbúi í hreppnum sagði
við Morgunblaðið að sending ljós-
mynda með tölvupósti tæki stundum
klukkustundir og að sjónvarpsmynd-
ir brengluðust mikið.
Netsamband háð markaðnum
Fjarskiptafyrirtækið Míla ehf. út-
vegar nettengingu á svæðinu, en
samkvæmt alþjónustukvöð Póst- og
fjarskiptastofnunar, sem sett var ár-
ið 2014, ber fyrirtækinu að sjá dreif-
býlum svæðum landsins fyrir lág-
marksnettengingu. „Okkur er gert
að veita ákveðið lágmarkssamband.
Oft er ekki hægt að bjóða háhraða-
samband í dreifbýlinu,“ segir Sigur-
rós Jónsdóttir, samskipta- og
markaðsstjóri Mílu. „Míla er einka-
fyrirtæki sem starfar á markaðsleg-
um forsendum. Sveitarfélög hafa
víða ákveðið að leggja ljósleiðara
sjálf og þá höfum við veitt grunn-
þjónustu í tengslum við hann. Míla
er boðin og búin að taka þátt í slíku
samstarfi,“ segir Sigurrós.
Lögboðin sjónvarpsútsending
Fyrr á árinu slökkti Ríkisútvarpið
á síðustu hliðrænum sjónvarpssend-
um sínum en í staðinn var tekið upp
nýtt stafrænt útsendingakerfi í sam-
starfi við Vodafone.
Fyrirtækið býður upp á tvær leið-
ir fyrir notendur ríkisútvarpsins.
Annars vegar er gagnvirkt sjónvarp
gegnum internettengingu, en slík
tenging er möguleg í helstu þétt-
býliskjörnum landsins. Hins vegar
er boðið upp á loftnetstengingu, sem
sögð er á heimasíðu fyrirtækisins ná
til 99,9% landsmanna.
Ríkisútvarpið er bundið af lögum
til að senda dagskrá sína út um land
allt, en einstaklingar og lögaðilar
sem bera skattskyldu greiða
rekstrarkostnað þess með útvarps-
gjaldi, sem kunnugt er. jbe@mbl.is
Bág tenging
Nettenging háð markaðsskilyrðum
Nýtt stafrænt útsendingarkerfi
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Kolbeinsstaðahreppur
Kolbeinsstaðahreppur
„Þetta gengur hægt og sígandi. Við
erum nú búin að afgreiða skjöl frá
24. apríl,“ segir Bergþóra Sigmunds-
dóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og
leyfasviðs hjá Sýslumanninum á
höfuðborgarsvæðinu, en starfsmenn
þar á bæ vinna nú hörðum höndum
að því að afgreiða þau skjöl sem
söfnuðust upp á meðan verkfall
Bandalags háskólamanna stóð yfir.
Er vinna við afgreiðslu húsaleigu-
samninga lengra á veg komin, eða til
11. júní, að sögn Bergþóru. „Þetta
eru aðeins auðveldari skjöl og erum
við með laganema í þeirri vinnu,“
segir hún, en stefnt er að því að ljúka
afgreiðslu þeirra mála fyrir 16. júlí.
Átta vikna biðtími?
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala, segir afar
brýnt að flýta afgreiðslu þeirra mála
sem nú liggja á borði sýslumanns
enda bætast dag hvern við sífellt
fleiri erindi. „Okkur er sagt að af-
greiðsla skjala geti tekið allt að sex
til átta vikur eins og staðan er núna,“
segir Ingibjörg og heldur áfram:
„Það er í raun uppi algert ófremdar-
ástand í þessum málum sem hefur
ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir
fjölda fólks.“
Aðspurð segir Ingibjörg talsvert
mikla hreyfingu vera á fasteigna-
markaði hér á landi. „Það er bæði
mikið framboð og eftirspurn á mark-
aði. Og er ég bjartsýn á að það eigi
eftir að aukast enn frekar á næstu
mánuðum.“
Hjalti Andrason, fræðslustjóri
Matvælastofnunar, segir uppsöfnun
verkefna vegna verkfallsaðgerða
hafa verið mesta á inn- og útflutn-
ingsskrifstofu. „Þar biðu um 300
sendingar afgreiðslu og það er nú
búið að afgreiða þær allar.“
Enn glímt við
áhrif verkfalla
Löng bið er eftir afgreiðslu skjala
Tæplega 40% Íslendinga á aldrin-
um 20-29 ára búa heima hjá for-
eldrum sínum samkvæmt tölum frá
Hagstofu. Það kann að hljóma eins
og mikið en í fjölmörgum löndum
Evrópu búa 60-80% þessa aldurs-
hóps enn heima, svo sem á Ítalíu,
Spáni og Póllandi. Til samanburðar
búa þó aðeins um 10% Dana enn
heima á aldrinum 20-29 ára.
„Þetta hefur verið að aukast
nokkuð hægt en örugglega. Þetta
virðist samt vera langtímaþróun
frekar en afleiðing kreppunnar.
Mér sýnist þetta vera stöðugur
stígandi,“ segir Kolbeinn Stefáns-
son, sérfræðingur í lífskjararann-
sóknum hjá Hagstofunni, um stöð-
una á Íslandi. Hann varpar fram
þeirri tilgátu að þróunin tengist
aukinni aðsókn í háskólanám. Skýr-
ist það af því að það er erfiðara fyr-
ir nemendur að flytja að heiman en
fólk í fullri vinnu.
Þá komum við að hækkandi
leigu- og húsnæðisverði. „Í lang-
tímaþróun getur það verið annað
sem drífur áfram þróun eftir hrun
en fyrir hrun. Ef maður setur sig í
spor ungs fólks mætti halda að ekki
væri lengur eins fýsilegt að flytja
að heiman, meðal annars vegna
þess að leiguverð er of hátt,“ segir
Kolbeinn.
Hvað varðar önnur lönd segir
Kolbeinn menningarmun vera hluta
af skýringunni. Þar sé sums staðar
hefð fyrir því að fólk búi lengur
heima; meiri stórfjölskyldustemn-
ing. Í öðrum löndum gæti verið
öðruvísi húsnæðisstefna eða betri
aðgangur að námsmannahúsnæði.
„Svona þættir geta skipt máli,“ seg-
ir Kolbeinn. isb@mbl.is
Tæplega 40% fólks á þrí-
tugsaldri búa enn heima
Morgunblaðið/Ómar
Þróun Kolbeinn hjá Hagstofu segir
að um langtímaþróun sé að ræða.
Danir flytja að
heiman mun fyrr
Um 200 sjálfboðaliðar munu í sumar starfa í fimm hóp-
um að Fjallabaki, norðan Vatnajökuls og á Sprengisandi,
og sinna hálendisvakt fyrir hönd Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. Hóparnir tóku til starfa í gær og verður
hver hópur í um vikutíma á hálendinu til að sinna tilfall-
andi verkefnum. Að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá
Landsbjörg sinnti hálendisvaktin um 2.000 verkefnum
síðasta sumar. Verkefnið stendur yfir í átta vikur, til loka
ágústmánaðar. Hann segir að varla líði dagur án þess að
sinna þurfi útkalli.
„Í fyrra náði einn hópurinn aldrei að setjast niður til
að fá sér að borða án þess að vera truflaður. Auðvitað var
þetta undartekning, alveg eins og að það er undantekn-
ing þegar ekkert er að gera,“ segir Jónas. vidar@mbl.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Einn hópur fékk enga hvíld í sólarhring
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Heilsu Qigong
5helstu ástæður þess að iðka qigong
Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt
æfingakerfi í heilsurækt þarsem saman fer qi, semmerkir
“lífskraftur”, og gong, semmerkir “nákvæmar æfingar”.
Skráning
5538282
í síma
Tilboð í júlí
2 fyrir 1
mánaðarkort
1. Aukin vellíðan og lífsþróttur
Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi,
jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról.
2. Dregur úr þrálátum sársauka
Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur
þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt.
3. Betra blóðstreymi
Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið
súrefnisflæði í líkamanum.
4. Dregur úr spennu
Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi.
Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi
og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð.
5. Byggir upp sjálfsvirðingu
Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega.