Morgunblaðið - 04.07.2015, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
V
ið skulum þreyja, þorr-
ann og hana góu og
fram á miðjan einmán-
uð; þá ber hún Grána.“
Þessi rammíslenski
kveðskapur er barnagæla sem nán-
ast hvert mannsbarn á Íslandi kann
niðurlagið á: Bí, bí og blaka, álft-
irnar kvaka, ég læt sem ég sofi, en
samt mun ég vaka.
Textinn er meðal þrjátíu vísna-
og þulutexta í bókinni Vísnagull –
Vísur og þulur fyrir börn í fangi. Á
geisladiski sem fylgir með mynd-
skreyttri bókinni syngur dr. Helga
Rut Guðmundsdóttir tónlistarfræð-
ingur lagið, sem er eftir Jórunni
Viðar.
Raunar syngur Helga flest lög-
in á disknum og fer jafnframt með
þulurnar, en nýtur líka aðstoðar sjö
ára systurdóttur sinnar, dóttur Pét-
urs Ben tónskálds, en hann stendur
með mágkonu sinni að útgáfunni.
„Markmið okkar er að tryggja
yngstu kynslóðinni vandað aðgengi
að þjóðararfinum, allt frá íslensku
baðstofunni og fram á okkar daga,“
útskýrir Helga Rut. Sjálf hafði hún
ekki heyrt áðurnefnt vísubrot um
þorrann og góuna þegar hún var lít-
il. Og var þó mikið sungið á hennar
æskuheimili.
„Sérstaklega fyrir börnin. Ég
man eftir að hafa sungið fyrir yngri
systur mínar þegar ég passaði þær.
Síðar söng ég auðvitað allt sem ég
kunni fyrir dætur mínar. En ég
hefði viljað hafa svona bók eins og
Vísnagull innan seilingar þegar þær
voru litlar. Það er svo mikilvægt að
stuðla að því að sungið sé með börn-
Þjóðararfurinn
í barnagælum
Ljúft er að raula Kalt er litlu lummunum, Klappa saman lófunum, Krummi
krunkar úti, Vindum, vindum, vefjum band og fleiri gamlar vísur með barn í
fangi. Doktor í tónlistarfræðum, tónskáld og myndlistarkona leituðu fanga í þjóð-
legum arfi skráðra og munnlegra heimilda og gefa út bókina og geisladiskinn
Vísnagull – Vísur og þulur fyrir börn í fangi.
Litríkur ævintýraheimur Bókin er prýdd tuttugu og sex splunkunýjum og
litríkum málverkum eftir myndlistarkonuna Maríu Sif Daníelsdóttur.
Þríþrautarnefnd ÍSÍ heldur utan um
vefsíðuna www.triathlon.is. Þar er
hægt að nálgast ýmsar upplýsingar
um íþróttina og dagskrá yfir allar
keppnir. Þríþrautardeild Sundfélags
Hafnarfjarðar stendur fyrir næsta
móti, sem er Íslandsmót í hálfum
járnmanni. Mótið er haldið sunnu-
daginn 5. júlí næstkomandi. Hálfur
járnmaður er þríþraut sem þar sem
keppendur synda 1.900 m, hjóla 90
km og hlaupa 21,1 km.
Keppnin á sér stóran sess í áætl-
unum þeirra sem eru að búa sig
undir heilan járnkarl.
Nú í ár verður að auki boðið upp
á sprettþraut; 400 m sund, 16 km
hjólreiðar og 2,5 km hlaup. Sprett-
þrautin fer fram á sama tíma og
keppni í hálfum járnmanni og því er
búist við miklu fjöri á keppnisdag.
Lokað hefur verið fyrir skráningu en
aðstandendur þátttakenda og annað
áhugafólk um þríþraut er eindregið
hvatt til að koma á staðinn og
hvetja sitt fólk og aðra keppendur
til dáða.
Vefsíðan www.triathlon.is
Morgunblaðið/Golli
Fataskipti Þríþrautarfólk fer úr sundgallanum og yfir í hjólagallann.
Hálfur járnmaður í Hafnarfirði
Um liðna helgi lagði tólf
manna hópur upp í hlaupa-
ferð um hringveginn til að
safna peningum í átaks-
verkefni undir heitinu Út-
með’a, sem er vitundar-
vakning gagnvart
sjálfsvígum ungra ís-
lenskra karla. Auk hlaupa-
hópsins standa Geðhjálp
og Hjálparsími Rauða
krossins að verkefninu.
Hlaupahópurinn kemur í
mark á morgun, sunnudag,
og stefnir á að vera mætt-
ur við Húsgagnahöllina kl.
11. Fólk er hvatt til að hlaupa með síðasta spölinn og enda hlaupið í grillmat í
Efstaleitinu kl. 12, en einnig er því velkomið að mæta beint í Efstaleitið.
Endilega …
… hlaupið með Útmeð’a
Í mark á morgun Nokkrir hlauparanna í átakinu.
Félagsmenn Forn-
bílaklúbbs Íslands sýna
gestum Árbæjarsafns
bíla sína kl. 13-17 á morg-
un á hinni árvissu og vin-
sælu fornbílasýningu
klúbbsins. Klúbbfélagar
eru hafsjór fróðleiks um
bílana, sem eiga sér
margir hverjir merkilega
sögu, og þeim þykir ekki
leiðinlegt að skrafa og
skeggræða um þessa
glæsilegu gripi.
Fornbílasýningin fellur
vel að hugmyndum gest-
gjafanna um að gefa
gestum safnsins kost á að upplifa ferðalag aftur í tímann. Fornbílarnir eru
reyndar ekki eins fornir og búningarnir sem starfsfólkið klæðist, sem eru eins
og tíðkaðist á 19. öld.
Fornbílaklúbbur Íslands var stofnaður árið 1997. Eitt af markmiðum félags-
ins er að auka áhuga almennings á gömlum bílum og glæða skilning á varð-
veislu þeirra og minjagildi. Klúbburinn leitast enn fremur við að stuðla að per-
sónulegum kynnum milli eigenda fornbíla og hvetur félagsmenn til samvinnu
og að miðla hver öðrum af reynslu sinni og kunnáttu í meðferð og varðveislu
gamalla bíla.
Húsfreyjan í Árbæ býður sérstöku fornbílaáhugafólki sem og öðrum gestum
safnsins upp á nýbakaðar lummur og á baðstofuloftinu situr kona við tóskap.
Mjaltir í Árbæjarsafni eru kl. 16.
Fornbíladagurinn í Árbæjarsafni
Bílar sem eiga merkilega sögu
R5531 af stöðinni Glæsilegur leigubíll frá Hreyfli.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245
Veitum fría ráðgjöf
fyrir tjónþola
Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is
skadi.is
Þ. Skorri Steingrímsson,
Héraðsdóms-lögmaður
Steingrímur Þormóðsson,
Hæstaréttar-lögmaður
Sérfræðingar í
líkamstjónarétti