Morgunblaðið - 04.07.2015, Side 16

Morgunblaðið - 04.07.2015, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015 Fjölmenni mætti í boð sem sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi og Robert Cushman Barber sendiherra héldu í Hafnarhúsinu í Reykjavík á fimmtu- daginn í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna sem er í dag, laugar- daginn 4. júlí. Fjölmargir úr hópi áhrifafólks í þjóðfélaginu voru á staðnum svo og ýmsir aðrir sem hafa tengsl við Banda- ríkin. Löng hefð er fyrir þjóðhátíðar- boði þessu, sem var það fyrsta sem Barber sendiherra stendur fyrir, en hann kom til starfa hér á landi í byrjun janúar síðastliðins. Í veislunni söng Gissur Páll Gissur- arson óperusöngvari þjóðsöngva Ís- lands og Bandaríkjanna. Alda Dís Arn- ardóttir söng fyrir gesti og boðið var upp á bandarískan mat af ýmsu tagi. sbs@mbl.is Þjóðhátíðardegi Bandríkj- anna fagnað á Íslandi Samræður Robert Cushman Barber sendiherra og Þorsteinn Sæmunds- son, þingmaður Framsóknarflokksins, fóru vítt yfir sviðið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stuð Jakob Frímann Magnússon í bláum skugga myndar af Barack Obama . Alþjóðlegt Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ræddu um alþjóðamálin. STANGVEIÐI Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Veiði í Eystri Rangá fer ágætlega af stað og eru yfir 40 laxar komnir á land. Enn er töluvert vatn í ánni en vorleysingar voru seint á ferðinni og mikill snjór er í fjöllum. Áin er þó ekki lituð. Það sem veiðst hefur fram að þessu er mest allt vel hald- inn stórlax. Eystri Rangá hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem góð laxveiðiá en meðalveiði síð- ustu fimm ára er 4540 laxar. Árið 2014 voru 46% af fyrstu 2000 löx- unum sem veiddust stórlax. „Það sem tekið hefur verið upp hefur veiðst á flugu. Það er vegna þess að áin hefur verið svo vatns- mikil að það þarf að nota þunga sökktauma, þá er ekki jafn gott að notast við ormana,“ segir Davíð Hansson hjá Lax-Á. Mest hefur veiðst í Þverá í Borg- arfirði það sem af er sumri en 295 laxar hafa komið þar á land. Á sama tíma í fyrra í ánni var 231 lax kom- inn á land. Ekki bara á Íslandi Lax-Á er með fjölmargar ár á sínum snærum, ekki bara á Íslandi heldur einnig í Skotlandi, Rússlandi og Argentínu en flestir viðskipta- vinir fyrirtækisins eru erlendir. „Rúmlega 95% okkar gesta hér í Eystri Rangá eru erlendir ferða- menn. Við erum nýbúnir að bæta við okkur húsi og það er bjart fram- undan. Það gengur vel að selja í ána í Rússlandi. Þó við séum með gríð- arlega stóran erlendan kúnnahóp eru Íslendingar sem koma með okkur þangað að veiða. Þar eru miklir stórlaxar. Svo tekur skotveiðin við þegar stangveiðitímabilið er búið og þar er hlutfallið okkar nánast 100% er- lendir ferðamenn sem vilja skjóta gæs og önd.“ Efra svæði Blöndu gefur lax Í Blöndu hafa öll efri svæðin gef- ið fisk. Heyrðist af einum degi á svæði 2 fyrir nokkrum dögum sem gaf sjö laxa. Þá lönduðu veiðimenn á svæði 4 í Blöndu fjórum löxum fyrir stuttu síðan, þar af var einn lúsugur smálax. Mikil veiði hefur verið á neðsta svæðinu undanfarið og hafa verið að veiðast allt að 30 laxar á dag. Meirihlutinn af því sem veiðist er stórlax. Af Langadalsá og Hvannadalsá er lítið að frétta og hefur ekkert heyrst af aflabrögðum hingað til en þar er mikið vatn og árnar búnar að vera í flóði frá því að veiði hófst. Stórlaxinn í Aðaldal Ekki er hægt annað en að minn- ast á stórlaxinn sem veiddist í Laxá í Aðaldal í fyrradag. Það var Vigfús Jónsson á Laxamýri sem veiddi 107 sentimetra hæng á Spegilflúð á svæði 3. Laxinn veiddist á flugu sem kallast Abbadís. Morgunblaðið/Einar Falur Togast á Lárus Lárusson togaðist á við nýrunninn lax í efra Djúpabotni í Selá í fyrradag. Veiðin hefur farið ágæt- lega af stað í Selá og hafa yfir 30 laxar verið færðir til bókar en veitt er á fjórar stangir í upphafi veiðitímabilsins. Mikið vatn í Rangá  Vorleysingar hafa áhrif  Mikið um stórlax  Mest veitt á flugu  Erlendir gestir fjölmennir  Selá fer vel af stað Aflahæstu árnar Þverá + Kjarará Blanda Norðurá Ytri-Rangá Haffjarðará Miðfjarðará Flókadalsá, Borgarf. Laxá í Aðaldal Elliðaárnar Eystri-Rangá Veiðivatn Veiði Stangafjöldi Staðan 1. júlí 2015 14 14 12 12 6 6 3 18 4 17 Heimild: www.angling.is*Tölur frá 24. júní 295 263 155 107 102 82 60 52 48 42 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Sýklalyfjaónæmi er gríðarlegt vandamál sem ógnar nútímalæknis- fræði. Sérstaklega er ógnvekjandi hversu hröð útbreiðsla hefur orðið um allan heim á þeim bakteríum sem eru ónæmastar,“ segir Kristján Orri Helgason, sérfræðingur í sýklafræði og smitsjúkdómum á Landspítalanum, í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þær sem ekki drepast lifa Undir þetta tekur Ólafur Guð- laugsson, smitsjúkdómalæknir og yfirlæknir sýkingavarna á Landspít- alanum, og segir bakteríurnar vera að aðlagast því umhverfi sem þeim hafi verið búið. „Þær verða ónæmar, því að þær sem ekki drepast vegna notkunar sýklalyfja lifa áfram og styrkjast.“ Meginorsök sýklalyfjaónæmis er einnig óhófleg sýklalyfjanotkun. „Langstærsti hluti sýklalyfjanotk- unar á Vesturlöndum er vegna sýklalyfja í landbúnaði. Þá er notkun sýklalyfja í heilbrigðiskerfinu einnig stundum ónauðsynleg eða í óhófi,“ segir Ólafur. Tekist hefur að koma í veg fyrir útbreiðslu ónæmra baktería á Land- spítalanum þegar slík tilfelli hafa komið upp en þau stafa oft frá sjúk- lingum sem legið hafa á spítölum er- lendis. „Húsnæði Landspítalans ger- ir okkur ekki auðvelt fyrir enda illa til þess fallið að skilja sjúklinga að. Þó hefur náðst langvarandi árangur í að hindra útbreiðslu baktería og við leggjum mikið á okkur til þess.“ Búa ekki til ný lyf Þá skorti tilfinnanlega nýja sýklalyfjaflokka með virkni gegn Gram-neikvæðum bakteríum, sem eru meðal alvarlegustu og algeng- ustu orsaka blóðsýkinga og spít- alasýkinga um allan heim. Ólafur segir nútímalæknisfræði byggja á því að öflug sýklalyf séu til staðar. „Allir líffæraflutningar, ígræðslur og flóknar skurðaðgerðir byggja á því að góð sýklalyf séu til að taka á sýkingum sem geta komið í kjölfar- ið.“ Lyfjafyrirtæki hafi þó ekki sjáanlegan hag af því að leggja upp í þá vegferð og kostnað sem fylgir þróun nýs sýklalyfs. „Þróunin er því óþægileg og við færumst aftur í tím- ann þegar sýkingar voru ólæknan- legar.“ Engin ný sýkla- lyf gegn ónæm- um bakteríum  Ónæmi ógnar nútíma læknisfræði Morgunblaðið/Ásdís Þvottur Handþvottur heftir út- breiðslu sýkla, brýnt er að þvo sér. Á sýkingavarnadeild Landspítala er unnið öflugt starf til að hindra út- breiðslu ónæmra baktería. Aðrir þættir vinna hins vegar gegn þessu, eins og skortur á skipulagðri starfsemi innan spítalans varðandi sýklalyfja- notkun. Erlendis er víðast hvar skipulögð sýklalyfja- gæsla til að hafa hemil á sýklalyfjanotkun í heil- brigðiskerfinu. Starfsemin hefur þó átt erfitt uppdráttar hér á landi, segir í grein Kristjáns Orra, til þurfi skýrt um- boð frá stjórn spítalans til að setja saman þverfag- legt teymi til að taka á þessum vanda. „Nú eru síðustu forvöð að koma þessu í lag, því annars verður það of seint,“ gerir Kristján að loka- orðum í grein sinni. Sýklalyfjagæsla nauðsynleg ÞVERFAGLEGT TEYMI TIL AÐ HINDRA ÚTBREIÐSLU Ofnotkun sýklalyfja er meginorsök ónæmisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.