Morgunblaðið - 04.07.2015, Side 18
18 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is
Síðan 1986
• Tengist þráðlaust með Bluetooth
• Virkar við iPhone og Android síma
• Notið símann löglega í ferðalaginu
Eigum einnig bílhleðslutæki, festingar
og kapla fyrir snjallsíma og spjaldtölvur
Sendum hvert
á land sem er
Tölvur og fylgihlutir
Genius 120BT
handfrjáls búnaður
4.990 kr.
!
!
"#
#
!!
$
%
%#
$!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%
#!
!!
"##
##
!#$
$ !
$
%!
$##"
$
!$#
"%
###
!#%"
$ #$
%!#
$
!$"#
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● MP Straumur og rekstrarfélagið
Stefnir hafa lokið skuldabréfaútgáfu
með veði í lánasafni sjóðsins Ármúli
Lánasafn, sem er í rekstri hjá Stefni.
Ármúli Lánasafn er útgefandi skuld-
bréfanna en tilgangur sjóðsins er að
kaupa skuldaskjöl frá MP Straumi sem
uppfylla fjárfestingastefnu sjóðsins um
gæði lána. Gefnir voru út tveir flokkar
skuldabréfa til þriggja ára, annars vegar
forgangsskuldabréf að nafnvirði liðlega
1 milljarður króna til fjárfesta og hins
vegar víkjandi skuldabréf að nafnvirði
um 115 milljónir króna til MP Straums.
Tæplega 40% umframeftirspurn var
eftir forgangsskuldabréfunum.
Skuldabréf gefin út á
lánasafn MP Straums
● Gistinætur á hótelum hér á landi
voru alls 2.463.500 á tólf mánaða tíma-
bili frá júní 2014 til maí 2015, sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta er
fjölgun um 14% miðað við tólf mánaða
tímabil þar á undan. Gistinætur á hótel-
um í maí voru 216.500 sem er 20%
fjölgun miðað við maí 2014. Gistinætur
erlendra gesta voru 85% af heildar-
fjölda gistinátta í mánuðinum og fjölg-
aði um 28% frá sama tíma í fyrra. Gisti-
nóttum Íslendinga fækkaði hins vegar
um 12%. Nýting herbergja á höfuð-
borgarsvæðinu var 77% í maí.
Gistinætur tæplega 2,5
milljónir síðasta árið
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Samkvæmt bréfi sem Steinþór Páls-
son, bankastjóri Landsbankans,
sendi Vestmannaeyjabæ og Morgun-
blaðið hefur undir höndum, telur
bankinn sér ekki skylt að bæta stofn-
fjáreigendum Sparisjóðs Vestmanna-
eyja 22 milljóna vanmat á skatteign
sjóðsins sem fluttist yfir til Lands-
bankans við sameiningu stofnananna
fyrr á árinu. Skatteignin byggist á því
að við sameiningu stofnananna gat
Landsbankinn flutt tap af rekstri
sparisjóðsins til frádráttar á skatt-
stofni sínum. Í upphaflegu samkomu-
lagi sem samruninn byggðist á, var
talið að yfirfæranlegt tap næmi 1.304
milljónum króna. Úttekt endurskoð-
unarfyrirtækisins KPMG, sem kallað
var eftir til að meta allar eignir og
skuldbindingar sparisjóðsins, leiddi
hins vegar í ljós að yfirfæranlegt tap
nemur 1.414 milljónum króna og mis-
munurinn á þeirri upphæð og upp-
runalega matinu felur í sér aukna
skatteign sem nemur 22 milljónum
króna.
Fyrrnefnt bréf fól í sér viðbragð við
öðru bréfi sem sveitarfélagið hafði
sent bankanum 22. maí. Í því bréfi
hafði bærinn óskað eftir því að Lands-
bankinn léti framkvæma yfirmat á
mati KPMG og einnig var óskað
svara við því með hvaða hætti Lands-
bankinn hygðist bæta stofnfjáreig-
endum fyrrnefnt vanmat á skatteign
sjóðsins.
Stofnfjáreigendur leita til FME
Meðal þeirra röksemda sem
Landsbankinn færir gegn því að
verða við kröfum stofnfjáreigendanna
er sú að hendur hans séu bundnar af
ákvörðun FME um samruna stofnan-
anna og því sé honum ekki heimilt að
láta fara fram yfirmat á eignum og
skuldum sjóðsins. Í kjölfar þess hefur
Vestmannaeyjabær, ásamt Vinnslu-
stöðinni, sem einnig var meðal stofn-
fjáreigenda, ritað FME bréf þar sem
óskað er eftir því að stofnunin veiti
Landsbankanum sérstaka heimild til
að láta framkvæma yfirmat. Þar seg-
ir: „Með vísan til framangreinds er
óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið
heimili Landsbankanum hf. – eftir at-
vikum með endurupptöku ákvörðun-
ar – að koma til móts við óskir stofn-
fjáreigenda í Sparisjóði
Vestmannaeyja um yfirmat.“
Á kostnað fyrri eigenda
Í bréfi stofnfjáreigendanna til
FME er sérstök athygli vakin á því að
í samkomulaginu sem gert var milli
fráfarandi stjórnar sparisjóðsins og
Landsbankans og leiddi til fyrrnefnds
samruna, var aðeins gert ráð fyrir því
að hægt yrði að bregðast við því ef
skatteign reyndist ofmetin. Í ákvæð-
um 3.2. og 4.5 í samkomulaginu sé því
ljóst að endurmat á yfirfæranlegu
tapi gæti aðeins lækkað stofnfjáreig-
endum til tjóns. Í bréfinu segir auk
þess: „Mun Landsbankinn miðað við
þetta, að öðru óbreyttu, auðgast á
kostnað stofnfjáreigenda um 22 millj-
ónir króna. Er athyglivert að bankinn
vill fylgja mati KPMG um virði eigna
og skulda sparisjóðsins að öðru leyti
en þessu.“
Landsbankinn hafnar
endurgreiðslu á skatteign
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjármál Stofnfjáreigendur telja sig ekki hafa verið hafða með í ráðum þegar sparisjóðurinn var tekinn yfir.
Sparisjóðurinn
» Sparisjóður Vestmannaeyja
var sameinaður Landsbank-
anum 28. mars síðastliðinn.
» Stofnfjáreigendur hans voru
m.a. Bankasýsla ríkisins, Líf-
eyrissjóður Vestmannaeyja,
Vestmannaeyjabær og Vinnslu-
stöðin.
» Þá hafði komið í ljós að
kröfusafn sjóðsins hafði verið
ofmetið um nærri 1.200 millj-
ónir.
Stofnfjáreigendur Sparisjóðs Vestmannaeyja telja sig hlunnfarna um tugi milljóna
Umtalsverð velta var með löng
óverðtryggð ríkisskuldabréf í lok
vikunnar og heldur verð þeirra
áfram að hækka. Þessa auknu veltu
má að líkindum skýra með hækkun á
lánshæfismati ríkissjóðs, að sögn
Valdimars Ármanns, framkvæmda-
stjóra sjóða hjá Gamma.
Viðsnúningur hefur orðið í verði á
óverðtryggðum ríkisskuldabréfum,
en verð þeirra fór jafnt og þétt lækk-
andi framan af ári. Sú þróun snerist
við í byrjun júní og í kjölfar tilkynn-
ingar um áætlun við losun hafta hef-
ur verð þeirra farið mjög hækkandi.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur verið orðrómur á
skuldabréfamarkaði um að aukna
veltu að undanförnu megi ekki síst
rekja til aukinna kaupa erlendra að-
ila en það hefur ekki fengist staðfest.
Valdimar bendir á að mögulegar
ástæður fyrir hækkun bréfanna á
undanförnum dögum séu fleiri en sú
að viðskipti erlendra aðila hafi farið
vaxandi. „Það gæti verið að erlendir
aðilar séu byrjaðir að fjárfesta en
einnig að innlendir fjárfestar hafi
slíkar væntingar. Síðan má einfald-
lega rekja þetta til hækkunar á láns-
hæfismati ríkissjóðs í byrjun vikunn-
ar og væntinga um að eftirspurn
eftir ríkisskuldabréfum haldist
áfram sterk,“ segir Valdimar. Jafn-
framt bendir hann á að í kjölfar til-
kynningar um áætlun um losun hafta
vænti fjárfestar þess að framtíðar-
útgáfa ríkisskuldabréfa verði lítil.
Lítið framboð og aukin eftirspurn
stuðli að því að verð hækki.
sigurdurt@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Skuldabréf Eftirspurn er eftir
óverðtryggðum ríkisskuldabréfum.
Óverðtryggð ríkis-
skuldabréf hækka
Miklar breyt-
ingar eftir hækkun
lánshæfismats