Morgunblaðið - 04.07.2015, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
MichaelFallon,varn-
armálaráðherra
Breta, lagði fram
á breska þinginu í
vikunni þá uppástungu sína
að breski flugherinn myndi
hefja loftárásir innan landa-
mæra Sýrlands á skotmörk
tengd hryðjuverkasamtök-
unum Ríki íslams, en hingað
til hefur flugherinn eingöngu
tekið þátt í loftárásum á sam-
tökin innan landamæra Íraks.
Raunar þarf ríkisstjórn
Breta ekki samþykki þingsins
fyrir slíkum aðgerðum, en í
ljósi hinnar háðuglegu at-
kvæðagreiðslu á haustdögum
2013, þar sem þingið felldi til-
lögu þáverandi stjórnar um
að taka þátt í fyrirhuguðum
loftárásum Bandaríkjamanna
á Sýrlandsstjórn í kjölfar
þess að hinir síðarnefndu
beittu efnavopnum, er eðli-
legt að eftir samþykki þings-
ins sé leitað. Úrslit þeirrar at-
kvæðagreiðslu höfðu ýmis
áhrif, meðal annars þau að
Obama Bandaríkjaforseti
heyktist sjálfur á því að refsa
fyrir notkun efnavopnanna,
þrátt fyrir fyrri hótanir sínar.
En staðan nú er allt önnur,
bæði innan þings og utan.
Forysta Verkamannaflokks-
ins hefur lýst sig tilbúna til
þess að skoða tillögur Íhalds-
flokksins, auk þess sem það
skiptir nokkru máli að Ríki
íslams er, þrátt fyrir yfirlýs-
ingar hryðjuverkasamtak-
anna, ekki viður-
kennt sem
fullvalda ríki. Það
eru því ekki uppi
sömu áhyggjur af
alþjóðalögum og
voru þegar Bashar al Assad
Sýrlandsforseti var skot-
markið.
Það sem skiptir þó kannski
mestu máli er andrúmsloftið
innan Bretlands í kjölfar
hinnar skæðu hryðjuverka-
árásar á Túnis, en fjöldi Breta
féll þar fyrir hendi vígamanna
sem sóttu innblástur sinn og
jafnvel meiri stuðning til
hinna ömurlegu hryðjuverka-
samtaka. Í máli Fallons kom
fram að öryggisþjónustur
Breta teldu mögulegt að árás-
irnar hefðu verið skipulagðar
í höfuðstöðvum Ríkis íslams í
Raqqa í Sýrlandi, og meira en
líklegt að verið væri að skipu-
leggja aðrar árásir á breska
hagsmuni þaðan.
Öll vötn falla því nú til
Dýrafjarðar, og er líklegra en
ekki að Bretar muni áður en
langt er um liðið bætast í hóp
Bandaríkjanna og Kanada
sem þegar hafa hafið loft-
árásir innan landamæra Sýr-
lands. Við það ætti þrýsting-
urinn sem verið er að setja á
Ríki íslams að aukast nokkuð.
Það er hins vegar enn álita-
efni hvort að loftárásir, sama
hversu margar þjóðir standa
að þeim, geti dugað einar og
sér til þess að rífa upp með
rótum þá óværu sem þarna
hefur tekið sér bólfestu.
Bretar íhuga
loftárásir innan
Sýrlands}
Pressan aukin
Sautján áradrengur lést
úr ebólu í Líberíu
um liðna helgi, en
nærri því tveir mánuðir eru
liðnir síðan því var lýst yfir
að landið væri laust við sjúk-
dóminn, og nærri því fjórir
síðan smit var síðast skráð.
Tveir félagar drengsins hafa
einnig smitast og fylgjast
heilbrigðisyfirvöld nú grannt
með um hundrað manns sem
taldir eru hafa haft samneyti
við drenginn, en óttast er að
annar faraldur gæti nú
blossað upp í kjölfarið.
Fréttirnar hafa valdið
miklum ótta í Líberíu, enda
var landið illa leikið í fyrra
af faraldrinum, og margar
fjölskyldur eiga enn um sárt
að binda vegna hans. Jafn-
framt er þetta bakslag áfall
fyrir nágrannaríkin Síerra
Leone og Gíneu, sem höfðu
ekki náð sama árangri og
Líbería í baráttu
sinni við ebóluna,
þar sem þau
höfðu vonast til
þess að aðferðir þær sem
beitt hafði verið þar myndu
einnig virka heima fyrir, en
nú þykir það miklum vafa
undirorpið.
Þegar við bætist að farald-
urinn hefur nú þegar lagt
efnahag þeirra rúst með því
að draga úr framleiðni,
ferðamennsku og utanríkis-
viðskiptum er ljóst að end-
urtekning á hinum ólýsan-
legu hörmungum síðasta árs
eru það síðasta sem Vestur-
Afríka má nú við. Það skiptir
því miklu að alþjóðasam-
félagið sé vakandi og leggi
sitt af mörkum til þess að
hægt verði að sigrast á þess-
um vágesti, og jafnframt til
þess að ríkin þrjú geti end-
urreist aftur samfélög sín í
kjölfar þessara áfalla.
Óttast er að nýr far-
aldur sé í vændum}Ebólan snýr aftur
H
öfuðborgarsvæðið 2040 er
áhugaverð og heildstæð fram-
tíðarsýn sveitarfélaganna á höf-
uðborgarsvæðinu um hvernig
höfuðborgarsvæðið eigi að
þróast næstu 25 árin. Áætlunin er óbindandi
stefnumörkun sveitarfélaganna sjö um að stilla
saman strengi í skipulagsmálum. Spár benda
til að á þeim 25 árum sem horft er til muni íbú-
um í sveitarfélögunum sjö fjölga um 70.000.
Það er álíka fjöldi og býr í dag í Kópavogi,
Garðabæ og Hafnarfirði til samans. Fjölgunin
verður því mjög mikil, og myndi kalla á gríð-
arlega uppbyggingu umferðarmannvirkja og
kalla á 130 þúsund ný bílastæði ef fjölgun bíla
myndi haldast í hendur við fólksfjölgunina.
Mikil áhersla er þess vegna lögð á Borgarlínuna, há-
gæða almenningssamgöngukerfi sem verður ætlað að
tengja kjarna sveitarfélaganna. Sveitarfélögin vilja eðli-
lega ekki verða risavaxin bílastæði og er vel að sjá þau
taka höndum saman um að taka höfuðborgarsvæðið í átt
frá fjölgun úthverfa yfir í að styrkja bæði núverandi út-
hverfi og hverfi miðsvæðis. Hugmyndirnar sem settar
eru fram eru í grunninn góðar, en skortir átakanlega
tvennt.
Borgarlínan á að styðjast annaðhvort við léttlestir, sem
minna óneitanlega mikið á sporvagna, eða hraðvagna,
strætisvagna sem „hugsa“ að sumu leyti eins og lestir –
með fáum biðstöðvum og komast leiðar sinnar í umferð-
inni óháð því hversu þung önnur umferð er. Í ljósi þess
hversu langan tíma það tæki að koma upp léttlestakerfi á
höfuðborgarsvæðinu – eins skemmtilegt og spennandi og
það kynni að vera – þá er tími lestanna liðinn.
Margar af bestu borgum heims, Vín, New
York, London og París, styðjast að miklu leyti
við lestasamgöngur. Þar er hins vegar margra
áratuga hefð fyrir notkun lesta og byggð mun
þéttari. Þéttingaráætlanir borgaryfirvalda í
Reykjavík ganga vonandi eftir, sem mun skila
betri byggð, en lestarsamgöngur eru eftir sem
áður ekki raunhæfar, sérstaklega þegar hrað-
vagnar gætu skilað nánast sama árangri,
nema með mun minni tilkostnaði.
Hinn veikleikinn í áætluninni er hversu
mikið er horft til framtíðar með augum nútíð-
ar. Í þessu samhengi er rétt að ítreka að áætl-
unin tekur til 25 ára. Fyrir 25 árum var árið
1990. Davíð Oddsson var enn borgarstjóri og
internetið var ennþá bara bóla. Maður hefði þurft vænan
bakpoka til að bera allar þær græjur sem nú rúmast í vas-
anum í formi snjallsíma. Eftir 25 ár er ekki ólíklegt að
sjálfkeyrandi bílar muni hafa því sem næst gert ökumenn
óþarfa ásamt bílastæðum, baráttunni gegn ölvunarakstri
og hraðakstri í íbúðahverfum.
Í áætluninni er sett fram það markmið að í lok þess
tíma sem hún nær til verði hlutdeild almennings-
samgangna í ferðum á höfuðborgarsvæðinu 12% og hlut-
ur gangandi 30%. Þessi 30% eru ágætis markmið. Ef
sjálfkeyrandi bílar verða á hinn bóginn búnir að ryðja sér
til rúms væri rétt að færa þessi 12% í 70%, því enginn
myndi vilja eiga og reka bíl sem stendur kyrr 95% líftíma
síns þegar hann getur fengið lánað nokkurs konar öku-
mannslausan leigubíl hvar og hvenær sem er.
gunnardofri@mbl.is
Gunnar Dofri
Pistill
Skammsýn framtíðarsýn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Hlutfall fólks sem skortirefnisleg gæði á Íslandilækkaði úr 6,6% í 5,5%milli áranna 2013 og
2014. Árið 2013 var þetta hlutfall á
Íslandi það fimmta lægsta í Evrópu,
á undan löndum eins og Danmörku,
Þýskalandi og Hollandi, en aðeins
Lúxemborg, Noregur, Svíþjóð og
Sviss stóðu sig betur en Ísland hvað
varðar hlutfall þeirra sem skortir
efnisleg gæði. Þetta kemur fram í
Hagtíðindum, fréttariti Hagstof-
unnar.
Kolbeinn Stefánsson, sérfræð-
ingur í lífskjararannsóknum hjá
Hagstofunni, segir að um sé að
ræða langtímaþróun og að þetta sé
kannski merki um að lífsgæði fari
batnandi.
Hann segir mælinguna ekki
mjög næma fyrir snöggum breyt-
ingum. Sem dæmi um það má nefna
að ef fólk missir tekjur eitt árið
dettur það niður fyrir lágtekjumörk
en það býr ekki við neinn skort. Ef
til vill hefur það lánstraust eða vara-
sjóði sem það getur gengið á. Ef
fólk er hins vegar lengi með lágar
tekjur eykst skorturinn og það get-
ur tekið tíma fyrir fólk að rétta sig
af hækki tekjurnar, t.d. vegna þess
að það þurfi að greiða niður skuldir.
Öryrkjar þola mikinn skort
Í Hagtíðindum kemur enn-
fremur fram að þegar skortur er
greindur eftir atvinnustöðu skeri ör-
yrkjar sig úr, en árið 2014 skorti
23% þeirra efnisleg gæði. Þá sé
áhyggjuefni að árið 2012 skorti
17,8% öryrkja efnisleg gæði og þró-
unin sé því ekki í rétta átt.
Skortur á efnislegum gæðum
er tíðari meðal einstæðra foreldra
og barna þeirra en hjá öðrum fjöl-
skyldugerðum. Árið 2014 skorti
20,3% þessa hóps efnisleg gæði. Til
samanburðar má nefna að hlutfallið
var 4,6% á meðal þeirra sem bjuggu
á heimilum tveggja fullorðinna og
tveggja barna. Þá var hlutfallið
nokkuð hátt á meðal fólks undir 65
ára aldri sem býr eitt á heimili, eða
15,1% segir í Hagtíðindum.
Fólk eldra en 65 ára upplifir
minnstan skort efnislegra gæða, eða
aðeins 2,5%. „Eldra fólk kemur oft í
heild sinni vel út í lífskjaramæl-
ingum, að hluta til vegna þess að á
ákveðnum æviskeiðum er róðurinn
þyngri í þessum efnum. Þegar fólk
er að eignast börn og koma sér upp
heimili eru útgjaldaþarfir heim-
ilanna mjög miklar, jafnvel þó tekj-
urnar séu sæmilegar. Fólk sem er
komið yfir 65 ára aldurinn hefur oft
komið sér upp húsnæði og öðrum
eignum. Þannig býr hátt í helm-
ingur efsta aldursbilsins í skuld-
lausu húsnæði. Oft minnkar út-
gjaldaþörfin líka, fólk endurnýjar ef
til vill föt ekki eins oft og hefur
keypt sér húsgögn sem endast vel.
Margt svona kemur saman og gerir
það að verkum að jafnvel þótt lífeyr-
isþegar hafi ekki háar tekjur búa
þeir ekki endilega við skort,“ segir
Kolbeinn.
Lítill munur á kynjunum
Lítill munur er á milli
kynjanna, en hann fer þó minnk-
andi. Árið 2014 lifðu 5,7% kvenna
við skort en 5,3% karla, samanborið
við 5,9% karla og 7,2% kvenna árið
2010. Kolbeinn segir að munurinn
milli kynjanna, sem að hans sögn er
varla tölfræðilega marktækur, skýr-
ist mögulega af stöðu einstæðra
mæðra, sem koma mjög illa út al-
mennt séð, en einn af hverjum fimm
einstæðum foreldrum skortir efn-
isleg gæði.
Þá er athyglisvert að sjáan-
legur munur er á efnislegum skorti
gæða eftir búsetu. Þannig falla 8,6%
íbúa stærri bæja í þann flokk, en að-
eins 5% íbúa á höfuðborgarsvæðinu
og 3,9% fólks í dreifbýli.
Dregur úr skorti á
efnislegum gæðum
Skortur á efnislegum gæðum
eftir atvinnustöðu
Heimild: Hagstofa
35
30
25
20
15
10
5
0
2004 2014
Í fullu starfi
Atvinnulausir Eftirlaunaþegar
Öryrkjar og langveikirNámsfólk%
Þeir sem teljast búa við skort
á efnislegum gæðum skil-
greinast af því að búa á heimili
sem þrennt af eftirfarandi á
við um. Þeir sem búa á heim-
ilum sem fernt af eftirfarandi
á við um eru taldir búa við
verulegan skort:
1: Hefur lent í vanskilum
húsnæðislána eða annarra lána
vegna fjárskorts á síðast-
liðnum 12 mánuðum
2: Hefur ekki efni á að fara
árlega í vikulangt frí með fjöl-
skyldunni
3: Hefur ekki efni á kjöti,
fiski eða sambærilegri græn-
metismáltíð að minnsta kosti
annan hvern dag
4: Getur ekki mætt óvænt-
um útgjöldum (sem voru að
upphæð 160 þúsund árið 2011)
5: Hefur hvorki efni á
heimasíma né farsíma
6: Hefur ekki efni á sjón-
varpstæki
7: Hefur ekki efni á þvotta-
vél
8: Hefur ekki efni á bíl
9: Hefur ekki efni á að halda
húsnæðinu nægjanlega heitu
Hvað er
skortur efnis-
legra gæða?
FORSENDURNAR