Morgunblaðið - 27.07.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015
Albert Kemp
kleberg@simnet.is
Franskir dagar voru haldnir í tuttugasta sinn á Fá-
skrúðsfirði um helgina. Franskir dagar eru haldnir til
minningar um veru franskra sjómanna við Ísland
fyrr á öldum, en fulltrúar frá vinabænum Gravelines
mæta á hverju ári og heiðra minningu sjómannanna,
þar sem þeir leggja blómsveig að minnisvarða um
látna sem hvíla í franska kirkjugarðinum á staðnum.
Fulltrúar frá Fjarðabyggð eru einnig þátttakendur í
athöfninni, en séra Jóna Kristín Þorvaldadóttir, sókn-
arprestur, minntist þeirra sem hvíla í kirkjugarðinum
og bæjarstjóri Fjarðabyggðar ásamt fulltrúa úr bæj-
arstjórn Gravelines fluttu ávörp. Franska skútan
Belle Poule lá við höfn á Fáskrúðsfirði og stóð áhöfn
hennar heiðursvörð í kirkjugarðinum, en gestum
gafst kostur á að skoða skútuna á sunnudag.
Úr garðinum var svo skrúðganga að hátíðar-
svæðinu við Tanga þar sem fram fóru ýmis skemmti-
atriði. Hljómleikar, bíósýningar og myndlistarsýn-
ingar voru víðsvegar um bæinn, en Sirkus Íslands
var einnig á staðnum og var vel sóttur af gestum há-
tíðarinnar.
Franskir dagar voru formlega settir á föstudag,
en Árni Johnsen stjórnaði þá brekkusöng á Búða-
grund. Gestir hófu rækilega upp raust sína og sungu
hátt og skýrt með Árna við varðeldinn. Setningunni
lauk síðan með flugeldasýningu á miðnætti. Dag-
skráin var þétt, en meðal annarra sem komu fram
voru Leikhópurinn Lotta, Bjartmar og Bergrisarnir,
Lalli töframaður, Jónas Sigurðsson og BMX bros.
Harmonikkuunnendur hlýddu á hljóma nikk-
unnar og dansleikir voru haldnir í Skrúði föstudags-
og laugardagskvöld. Minningarhlaup um Berg Hall-
grímssom var hlaupið auk maraþons, Fáskrúðsfjarð-
arhlaupsins. Einnig var haldin hjólreiðakeppnin Tour
de Fáskrúðsfjörður. Á sunnudag kom fólk saman í
frönsku kapellunni og samverustund var haldin í
kirkjunni. Veðrið á Fárskrúðsfirði var gott um
helgina þrátt fyrir að hitastigið væri ekki hátt. Fólk
hafði orð á því að aðgangseyrir fyrir sumar uppá-
komur hefði verið hár og væri margt farið að minna
á græðgi. Þó nutu bæjarbúar og aðrir hátíðarinnar
vel, sem endranær.
Látinna franskra sjómanna
minnst á Fáskrúðsfirði
Franskir sjóliðar stóðu heiðursvörð í kirkjugarðinum
Morgunblaðið/Albert Kemp
Fáskrúðsfjörður Jón Ólafur Þorsteinsson lék á harm-
onikku við athöfnina og franskir sjóliðar stóðu vörð.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Samtals 133 farþegaþotur lentu eða
hófu sig til flugs frá Keflavíkurvelli á
laugardaginn var, eða að meðaltali
fimm og hálf þota á klukkustund.
Það er ein þota á 11 mínútna fresti,
að því er lesa má úr tölum um komur
og brottfarir á vef flugvallarins.
Mikið annríki var í móttökusal
Keflavíkurflugvallar um fjögurleytið
síðdegis á laugardag og streymdu
farþegar út um komuhliðið.
Mynduðust þá langar biðraðir við
afgreiðslustöðvar bílaleiga, eins og
sjá má á einni myndinni hér til hliðar.
Samtals 28 leigubílar biðu þá á
hlaðinu vestur af flugstöðinni. Norð-
ur af flugstöðinni voru á þriðja tug
hópferðabifreiða, þar með talið
margar af stærstu gerð. Sagðist einn
bílstjórinn ætla að fara með hóp í níu
daga hringferð um landið. Breiður af
bílaleigubílum voru þar á planinu og
var ein fjölskyldan að koma sér fyrir
í stórum húsbíl.
Slík er umferðin orðin á Kefla-
víkurflugvelli yfir háannatímann að á
vefsíðu vallarins hefur verið birt til-
kynning þar sem brýnt er fyrir far-
þegum að mæta tímanlega vegna
mikillar umferðar.
Metið fellur með reglulegu bili
Segir þar að nú gangi í garð hver
metvikan á fætur annarri og að ann-
ríkið sé mest snemma morguns, frá
kl. sex til hálfátta, undir hádegið, frá
kl. níu til ellefu, síðdegis, frá klukkan
þrjú til hálffimm, og undir miðnætt-
ið, frá klukkan hálfellefu til tólf á há-
degi. Þá séu fimmtudagar, föstudag-
ar og laugardagar annasömustu
dagar vikunnar. Er því mælst til
þess að farþegar mæti tveimur og
hálfum til þremur tímum fyrir brott-
för.
Unnið er að stækkun komusalar-
ins norðanmegin í flugstöðinni og
hefur til dæmis verslun 10-11 verið
flutt á nýjan stað.
133 farþegaþotur á einum degi
Ellefu mínútur liðu að meðaltali milli þess að þota lenti eða tók á loft á Keflavíkurflugvelli á laugardag
Vegna mikils álags eru farþegar beðnir um að innrita sig í flug með nokkurra klukkustunda fyrirvara
Ljósmyndir/Baldur Arnarson
Lyklarnir sóttir Langar biðraðir mynduðust hjá afgreiðslustöðum bílaleiga á Keflavíkurflugvelli.
Gott að mæta snemma
» Maður sem Morgunblaðið
ræddi við sagði dóttur sína
ekki hafa þurft að bíða lengi
eftir innritun á laugardaginn.
» Þau feðgin komu rétt fyrir
klukkan fimm aðfaranótt
laugardags eða tveimur tímum
og þremur stundarfjórðungum
fyrir brottför.
» Sé miðað við að 150 farþeg-
ar hafi að meðaltali verið í far-
þegaþotunum 133 sem lentu
eða tóku á loft frá Keflavíkur-
flugvelli á laugardaginn var,
fóru samtals tæplega 20 þús-
und farþegar um flugvöllinn
þann daginn.
» Til samanburðar voru íbúar
á Akureyri 18.191 talsins hinn
1. janúar síðastliðinn.
Atvinnuskapandi Hátt í 30 leigubílstjórar biðu eftir farþegum fyrir utan flugstöðina á laugardaginn var. Á ferð Þetta fólk var nýlent.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Nokkrar bæjarhátíðir fóru fram um
helgina, en þær fóru allar vel fram og
voru vel sóttar af bæjarbúum og að-
komufólki.
Tónleikarnir Bræðslan fóru fram
á Borgarfirði eystra, en að sögn
Magna Ásgeirssonar, eins skipu-
leggjenda hátíðarinnar, var hún frið-
sæl og tókst vel til. „Í þau ellefu
skipti sem tónleikarnir hafa verið
haldnir hefur ekki komið upp eitt
einasta lögreglumál,“ segir hann.
Meðal listamanna sem komu fram á
hátíðinni voru Valdimar, Prins Póló
og Bubbi Morthens. Áætlað er að
færri hafi tekið þátt í hátíðinni í
þetta skiptið en áður, en í ár voru þar
um 2.500 manns.
Mærudagurinn var haldinn hátíð-
legur á Húsavík á laugardag. Hátíðin
var stytt í einn dag í ár eftir kvart-
anir heimamanna vegna umfangs há-
tíðarinnar síðustu ár. Að sögn skipu-
leggjenda heppnaðist nýja
fyrirkomulagið vel og um 3.000
manns tóku þátt í hátíðarhöldunum.
Í Grundarfirði var hátíðin Á góðri
stund haldin um helgina. Skipuleggj-
endur áætla að um 3.000 manns hafi
heimsótt bæinn þegar mest lét, en
það er töluverð fjölgun frá fyrra ári.
Bræðslan Bubbi Morthens kom fram á tónleikunum ásamt hljómsveitinni
Dimmu. Meðal annarra flytjenda voru Valdimar, Prins póló og Ensími.
Hátíðir fóru vel
fram um helgina
Stóráfallalaus og skemmtileg helgi í
Grundarfirði, á Borgarfirði eystra og Húsavík