Morgunblaðið - 27.07.2015, Side 8

Morgunblaðið - 27.07.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Vefþjóðviljinn sagði litla sögu álaugardag sem er umhugsunar virði: „Nú dynja auglýsingar á landsmönnum: Bótaskrárnar eru komnar út. Kaupið bótaskrárnar!    Tryggingastofnun sendir frá sérlista yfir hæstu bótaþega í hverju kjördæmi og fréttamenn lesa þá upp. Engin laga- heimild er fyrir því að senda þetta út en það er gert samt, og enginn fettir fingur út í það, af ótta við að vera talinn vinur bótaþega.    Fjölmiðlar vinna svo upp úrbótaskránum. Þeir birta lista yfir hæstu atvinnuleysisbótaþega, hæstu örorkubótaþega, hæstu vaxtabótaþega, hæstu barnabóta- þega og svo framvegis.    Þeir fáu sem mótmæla þessu ogbenda á að hér sé fjallað opin- berlega um viðkvæm persónuleg málefni fá þau svör að í fyrsta lagi eigi þetta að vera opinberar upplýs- ingar, þar sem bótagreiðslurnar komi úr sameiginlegum sjóðum. Fólk sem borgi skatta eigi rétt á að vita í hvað skattarnir fara. Í öðru lagi er sagt að birting bótaskránna sé mikilvæg í baráttunni gegn bóta- svikum. Menn þori ekki að þykjast vera atvinnulausir en vinna samt svart, ef þeir vita að bótaskráin verður birt.    Ef þessi rök duga ekki er þvíbætt við að fjárhagslegar upp- lýsingar séu ekkert viðkvæmar upplýsingar, nema menn hafi eitt- hvað að fela. Og þess vegna halda bótaskrárn- ar áfram að koma út.“    Væri ekki eitthvað bogið við birt-ingu bótaskránna? En skatt- skránna? Lítil saga um bótaskrár STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 12 heiðskírt Akureyri 10 skýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað Stokkhólmur 17 alskýjað Helsinki 18 skýjað Lúxemborg 17 skúrir Brussel 13 skúrir Dublin 12 skúrir Glasgow 13 skúrir London 15 skýjað París 12 alskýjað Amsterdam 15 skúrir Hamborg 18 léttskýjað Berlín 18 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 26 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 37 heiðskírt Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 31 léttskýjað Winnipeg 27 léttskýjað Montreal 22 alskýjað New York 30 léttskýjað Chicago 27 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:19 22:51 ÍSAFJÖRÐUR 3:58 23:22 SIGLUFJÖRÐUR 3:40 23:06 DJÚPIVOGUR 3:42 22:27 Ökumaður bifreiðar sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í fyrri- nótt fyrr en hann nam staðar við Geirsnef og óð þar út í sjó og hugðist synda brott undan lögreglunni. Sneri hann þó til baka eftir áskoranir lög- reglu. Var piltur- inn, sem var á tvítugsaldri, færður á lögreglustöðina til blóð- sýnatöku og svaf þar úr sér vímuna. Sömu nótt handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu karlmann á þrí- tugsaldri vegna líkamsárásar. Var karlmaður á fimmtugsaldri fluttur á slysadeild meðvitundarlaus eftir árásina. Vitni tjáðu lögreglu á vett- vangi að fórnarlamb árásarinnar hefði ítrekað áreitt gerandann, en engin vitni voru þó að átökunum sjálfum. Sá slasaði mun hafa komist til meðvitundar. Hjá lögreglunni á Akureyri er kynferðisbrot til rannsóknar. „Ég get staðfest að svona mál er til rann- sóknar,“ sagði Ragnar Kristjánsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akur- eyri. Vildi hann ekki tjá sig að öðru leyti né um það hvenær umrætt mál hefði komið upp. Reyndi að flýja Lögreglan Miklar annir voru um helgina Þyrla Landhelgisgæslunnar var köll- uð út þegar klukkuna vantaði tíu mín- útur í þrjú aðfaranótt sunnudags til að sækja veikan einstakling í Húsafell. Var læknir með í för, eins og venja er í útköllum sem þessum, en þyrlan lenti í Reykjavík stuttu síðar eða klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur og var viðkomandi fluttur á Borgar- spítalann. Samkvæmt upplýsingum frá spítal- anum hefur einstaklingurinn nú hald- ið til síns heima og reyndist ekki al- varlega veikur. Í fyrrinótt var einnig tilkynnt um neyðarblys. Var tilkynnandi einnig staddur í Húsafelli og taldi sig hafa séð neyðarblys á lofti í átt að Arnar- vatnsheiði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu reyndist eingöngu um flugeld að ræða og ekkert neyðar- ástand. Gæslan Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann í Húsafell í fyrri- nótt og flutti á spítala þar sem hann náði bata og er horfinn til síns heima. Neyðarblys reynd- ist vera flugeldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.