Morgunblaðið - 27.07.2015, Page 10
Opið: 8
:00-18
:00
mánud
. til fim
mtud.
8:00-1
7:00
föstud
aga
Er bílrúðan
brotin eða
skemmd?
Við erum sérfræðingar í
bílrúðuskiptum og viðgerðum
á minni rúðutjónum.
Erum í samvinnu við öll
tryggingafélög landsins.
Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is
Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Guðrún Signý Gestsdóttirræðst ekki á garðinn þarsem hann er lægstur.Hún ákvað, aðeins 26 ára
að aldri og nýútskrifuð sem snyrti-
fræðingur, að stofna sína eigin
snyrtistofu í hjarta Grafarvogs, sem
ber heitið Afródíta eftir grísku feg-
urðargyðjunni. Velgengnin hefur
ekki látið á sér standa og Guðrún
Signý er nær alltaf fullbókuð.
Hún segir snyrtimeðferðir oft
og tíðum afar persónulega þjónustu
og því skipti öllu máli að við-
skiptavinurinn sé afslappaður, líði
vel og finni að hann hafi óskipta at-
hygli snyrtifræðingsins.
Guðrún Signý hóf nám í nagla-
fræði í Snyrtiakademíunni árið
2007. Námið átti að standa yfir í eitt
ár en Guðrún Signý lauk því á að-
eins átta mánuðum þar sem hún
þótti afburðanemandi. „Ég fékk að
taka prófið strax og náði því. Eftir
það fór ég að gera neglur fyrir
keppendur í fitness en þær neglur
eru almennt lengri og meira áber-
andi en gengur og gerist. Ég gerði
vissulega líka venjulegar eða hefð-
bundnari neglur en margir fitness-
keppendur leituðu til mín fyrir
keppni.“
Í um tvö ár starfaði Guðrún
Signý sem naglafræðingur. „Svo
ákvað ég að ég vildi gera meira og
fór í snyrtifræðina í Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti. Ég vildi læra ým-
islegt annað sem tengdist líkaman-
um og bjóða upp á fjölbreyttari
þjónustu, en ég hef mikinn áhuga á
húðhirðu. Ég vildi líka leggja mitt af
mörkum til að bæta sjálfsímynd
Vill bæta sjálfsmynd
viðskiptavinarins
Athafnakonan Guðrún Signý Gestsdóttir opnaði snyrtistofu um leið og hún út-
skrifaðist sem snyrtifræðingur, aðeins 26 ára að aldri. Hún á sér engu að síður
dyggan kúnnahóp og er nær alltaf fullbókuð. Að hennar sögn skiptir nærgætni höf-
uðmáli, sem og að viðskiptavinurinn sé afslappaður enda um mjög persónulega
þjónustu að ræða sem fólk vilji ekki þiggja frá hverjum sem er.
Morgunblaðið/Eggert
Rúmgott Hægt er að setjast niður með kaffibolla fyrir snyrtimeðferðina.
Morgunblaðið/Eggert
Úrval Boðið er upp á vaxmeðferðir, nudd og margt fleira á Afródítu.
Refinery29 er nýleg viðbót í lífsstíls-
vefsíðuflóru alnetsins en yfirlýst
markmið aðstandenda hennar er að
vera „Besta nýja vefsamfélagið fyrir
klárar, skapandi og fágaðar konur
hvar sem er í heiminum.“
Hvort aðstandendum vefsíðunnar
tekst það skal látið liggja milli hluta
en vefsíðan lumar á ýmsum áhuga-
verðum greinum um tísku, ferðalög,
heilsu, kynlíf, vinnumarkaðinn og
stjórnmál.
Maður gæti þó þurft að grúska og
„skrolla“ örlítið niður til að finna efni
sem hæfir klárum og skapandi kon-
um, eins og vefsíðan á að vera hönn-
uð fyrir, því að á síðunni eru full-
margar greinar um hvernig
venjulegar konur geta hermt eftir
Katy Perry, fengið fallegra hár,
grennst um nokkur kíló, málað sig til
að virðast yngri eða hvaða snyrtivör-
ur þær verði að kaupa.
Vefsíðan www.refinery29.com
Vefsamfélag Þurfa klárar og skapandi konur að vera óaðfinnanlegar líka?
Fyrir skapandi og klárar konur?
Veitingastaðurinn Prikið stendur fyr-
ir teikni&drykkjukvöldi eða „Drink
and draw“ í kvöld, mánudagskvöld.
Þar býðst þátttakendum að teikna
myndir og fá í staðinn að kaupa veig-
ar á lágu verði. Aðeins þarf að koma
með penna en blöð verða á staðnum.
Um er að ræða fimmta teikni-
&drykkjukvöld Priksins en þema
kvöldsins er internetið. Samkoman
hefst klukkan níu í kvöld og stendur
yfir til klukkan eitt.
Prikið hefur staðið fyrir ríkulegri
dagskrá nær alla daga í júlímánuði en
hægt er að sjá alla viðburði undir við-
burðinum „Júlí á Prikinu“ á fésbók.
Teiknað á Prikinu
Teikni- og
drykkjukvöld
Morgunblaðið/Ómar
Prikið Teiknarar eru velkomnir.
Allir eru meðvitaðir um slæm áhrif
langtímasvefnleysis en nýleg rann-
sókn sýnir að jafnvel ein svefnlaus
nótt getur verið dýrkeypt. Rann-
sóknin sem birt verður í Journal of
Clinical sýndi að svefnleysi geti trufl-
að dægursveiflur líkamans. Þátttak-
endur í rannsókninni voru fimmtán
karlar en þeir fengu fullan svefn í
eina nótt og engan svefn í aðra nótt.
Eftir að hafa vakað alla nóttina fór
magn stresshormóna í blóði þeirra
upp í hæstu hæðir, sem bendir til
þess að ein svefnlaus nótt geti haft
veruleg áhrif. Fjölmargar rannsóknir
hafa sýnt fram á að við erum afar lé-
leg í að læra og að muna hluti eftir að
hafa vakað alla nóttina. Að sama
skapi er skammtímaminnið lélegt og
viðbragðstíminn lengist. Rannsókn
sem birt var í The Journal of Neuro-
science leiddi í ljós að geta okkar til
að greina á milli flókinna svipbrigða
verður að nær engu þegar við fáum
ekki REM-svefn, eða bliksvefn, um
nóttina. Þetta getur leitt til þess að
við komum óafvitandi illa fram við
vini okkar.
Svefnleysi
Ein svefnlaus nótt dýrkeypt
Morgunblaðið/Ernir Eyjólfsson
Þreyta Svefnlaus nótt kallar á hræðilega þreytu daginn eftir.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.