Morgunblaðið - 27.07.2015, Page 11
Morgunblaðið/Eggert
Stendur vaktina Guðrún Signý rekur snyrtistofuna Afródítu en hún segir Grafarvogsbúa hafa tekið sér afar vel.
fólks. Mér finnst ótrúlega gaman að
sjá hvað viðskiptavinurinn er glaður
eftir upplífgandi snyrtimeðferð og
hvað honum líður betur, bæði lík-
amlega og andlega. Stundum þarf
svo lítið til að gleðja fólk verulega. “
Hálfnuð með meistaranámið
Snyrtifræðinámið gekk afar vel
og Guðrún Signý fékk strax samn-
ing hjá Paradís, sem er ein rótgró-
nasta snyrtistofa Reykjavíkur. Um
leið og samningurinn þar rann út
hóf hún leit að hentugu húsnæði fyr-
ir snyrtistofu sem hún fann svo í
Hverafoldinni í Grafarvogi, eða
Torginu, eins og verslunarmiðstöðin
er stundum kölluð.
Núna er hún hálfnuð með eins
árs meistaranám í greininni sem
hún tekur samhliða vinnu en hún út-
skrifast um jólin. „Þetta er fjarnám
þar sem áhersla er lögð á bókhald
og rekstur fyrirtækja, svo sem allt
sem tengist greiðslu launa og virðis-
aukaskatti,“ útskýrir Guðrún Signý.
Karlar vilja líka fallega fætur
Aðspurð hvort það hafi verið
áhættusamt að opna stofu strax eft-
ir útskrift, svarar unga athafnakon-
an: „Já, vissulega var það áhættu-
samt en ég vissi að ég ætti dyggan
kúnnahóp fyrir frá því að ég vann
sem naglafræðingur. Frá því að ég
opnaði hafa móttökurnar verið frá-
bærar, framar vonum satt að segja.
Reksturinn gengur virkilega vel.“
Hún segir konur á öllum aldri
koma í Afródítu en einnig karla.
„Mennirnir kaupa sér oftast fót-
snyrtingu, sérstaklega í sumar. Þeir
þurfa líka að vera með fallega fætur,
eins og við konurnar. Konurnar
sækja aftur á móti frekar í vax, litun
og plokkun.“ Stór hluti viðskiptavin-
anna er að hennar sögn íbúar í
hverfinu en aðrir viðskiptavinir
koma alls staðar að.
Vont að vera stressuð í vaxi
,,Snyrtimeðferðir eru oft mjög
persónuleg þjónusta þannig að fólk
vill síður skipta um snyrtifræðing að
óþörfu. Nærgætni skiptir öllu máli í
þessu. Fólk vill ekki fara í vax, hvað
þá brasilískt vax, til hvers sem er.
Viðskiptavinurinn verður að vera af-
slappaður og líða vel í kringum
manneskjuna sem veitir honum
jafnpersónulega þjónustu og þessa.
Það er mjög slæmt að vera stressuð
eða stressaður í vaxi enda verður
meðferðin mun sársaukafyllri en
ella,“ útskýrir hún.
Hún leggur ríka áherslu á, að
viðskiptavinurinn finni að hann hafi
óskipta athygli hennar á meðan
þjónustan er veitt. „Ég er alltaf ein
með viðskiptavininum og ég læt
aldrei annan viðskiptavin bíða
frammi á meðan ég sinni viðkom-
andi. Oft verður mikið áreiti á
snyrtistofum þar sem margir snyrti-
fræðingar starfa. Einn stór kostur
við að starfa ein eins og ég geri, er
að ég get verið fullkomlega ein með
viðskiptavininum án þess að hann
verði fyrir áreiti.“
„Nude-litir“ í tísku í sumar
Að sögn Guðrúnar Signýjar eru
svokallaðir „nude-litir“ eða „naktir
litir“ mikið í tísku í sumar, sér í lagi
ferskjulitir. Margir óski líka eftir
kremum og litum án parabena. ,,All-
ar snyrtivörur sem ég nota eru án
parabena og öll krem eru viður-
kennd af læknum,“ bætir hún við en
snyrtivörurnar sem hún notar eru
frá Nee Cosmetics í Mílanó og
kremin eru frá Sothys.
„Allir varalitir sem ég nota eru
svokallaðir bb-varalitir sem þýðir að
þeir næra varirnar í stað þess að
þurrka þær eins og hefðbundnir
varalitir og allur farði er súrefnis-
farði sem þýðir að húðin nær að
anda í gegnum farðann, hún fær á
sig fallegan ljóma og farðinn dregur
einnig úr línum í kringum augun.
Förðunarvörurnar og kremin henta
líka vel til að verja húðina fyrir dag-
legu áreiti en þær innihalda allar
sólarvörn. Þannig hafa allar snyrti-
vörurnar annan tilgang en bara að
gera okkur falleg,“ segir Guðrún
Signý að lokum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015
Sölustaðir: Útilíf • Intersport • Hagkaup • Lyfja • Sportís • Afreksvörur • Crossfit Reykjavík
GÁP Hjólabúðin • Kría Hjól • TRI • Jói Útherji • Örninn golfverslun • Sjúkraþjálfun Íslands
Sonus viðburðir (Sonus Events) í
samstarfi við Coke og Viking
standa fyrir hátíð um versl-
unarmannahelgina sem þeir skipu-
leggjendur segja þá stærstu á
„fasta Suðurlandinu“.
Dagskráin verður fjölbreytt
þannig að flestir ættu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hún hefst föstudagskvöldið 31.
júlí með pub-quiz í félagsheimilinu
á Flúðum en í kjölfarið leikur
hljómsveitin Á móti Sól fyrir dansi
á sama stað.
Laugardagurinn fer af stað kl. 14
með furðubátakeppni, en Laddi
kemur fram í félagsheimilinu um
kvöldið og Stuðlabandið stendur
fyrir dansleik.
Á sunnudeginum kemur Leikhóp-
urinn Lotta fram um daginn en um
kvöldið stýrir Grétar Örvarsson
fjöldasöng í Torfdalnum. Hátíðinni
lýkur svo klukkan 23 á sunnudags-
kvöldið með dansleik Sniglabands-
ins í félagsheimilinu. Frekari upp-
lýsingar á SnapChat:
fludirumverslo
Verslunarmannahelgin
Morgunblaðið/Eggert
Dansað Sniglabandið endar hátíðina.
Stuð á Flúðum