Morgunblaðið - 27.07.2015, Page 12

Morgunblaðið - 27.07.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 2015 Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 9 -18, – www.rafkaup.is Wireflow frá Hönnuður er Arik Levy Ísak Rúnarsson isak@mbl.is „Í þessu roki sem geisaði hér frá október og alveg fram í maí síð- asta vetur fór þessi garður dá- lítið illa og nauð- synlegt að end- urbyggja hluta hans. Við leggj- um í það rétt lið- lega þrjátíu milljónir en við höfum lagt metn- að í það að Skarfagarðurinn sé að- gengilegur fyrir fólk,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóa- hafna. Þrátt fyrir að Sundahöfn sé fyrst og fremst vöruflutningasvæði þá er mikill fjöldi fólks sem leggur leið sína þangað og þá sérstaklega að Skarfagarðinum og Skarfaklett- inum en Gísli segir að um leið og vel sé gengið frá umhverfinu sæki fólk á svæðið. Skarfagarðurinn var lagður fyrir rúmlega áratug og er um 320 metra langur og liggur í átt að Við- ey en garðurinn hefur það hlutverk að verja Sundahöfn fyrir ölduróti. Leiðin út í vitann sem stendur á við enda garðsins var nánast orðin ófær og þrátt fyrir að veðrið hafi ekki áhrif á stærra grjótið geti sjórinn skemmt malbikið og und- irlagið í slíku veðri. Nú vinni menn að því að endurnýja efsta undirlag garðsins ásamt því að malbika á ný. Aukið álag á starfsfólk Gísli segir að slæmt veður eins og gerði síðasta vetur hafi ekki að- eins áhrif á mannvirki heldur setji það aukið álag á starfsfólk. Hann segir það ekki vera auðvelt að sigla um flóann á bátum né að fara um borð í skip í slíku veðri. Engin óhöpp urðu í vetur en Gísli segir starfsfólk hafnarinnar margreynt og öllum hnútum kunn- ugt. Aftakaveður í vetur skemmdu garðinn Morgunblaðið/Styrmir Kári Viðgerðir Verið er að ljúka viðgerð svonefnds Skarfagarðs við Sundahöfn eftir tjón á garðinum vetur.  Vinna stendur yfir við lagfær- ingu á Skarfa- garði í Sundahöfn Gísli Gíslason Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda (FA), ítrekar í fréttatilkynningu sem var send á fjölmiðla í gær að Mjólkursam- salan (MS) hafi leynt Samkeppniseft- irlitið gögnum um samstarf fyrirtæk- isins við Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólku. Í tilkynningunni svarar hann Ara Edwald, forstjóra MS, sem sagði síðastliðinn föstudag að ummæli Ólafs þess efnis að fyrirtækið hefði leynt gögnum, væru vítaverð og röng. Í tilkynningu Ólafs vitnar hann orð- rétt í fréttatilkynningu Samkeppnis- eftirlitsins í desember sl. um sam- keppnismálið, sem hér um ræðir. „Fyrir áfrýjunarnefnd lagði MS í fyrsta sinn fram tiltekið gagn, samn- ing við Kaupfélag Skagfirðinga frá 15. júlí 2008. Undir rannsókn málsins hafði MS aldrei vísað til eða greint Samkeppniseftirlitinu frá þessum samningi, þrátt fyrir að Samkeppn- iseftirlitið hefði ítrekað óskað eftir skýringum og gögnum frá MS vegna umræddrar verðlagningar.“ Þá vísar Ólafur til úrskurðar áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála þar sem segir að engar haldbærar skýringar hafi kom- ið fram um hvers vegna samningur- inn hafi ekki verið lagður fram við meðferð málsins hjá Samkeppniseft- irlitinu. „MS var beðin um gögn en afhenti ekki Samkeppnieftirlitinu gögn sem voru til. Við málflutning fyrir áfrýj- unarnefnd komu ekki fram haldbær- ar skýringar á því að gögnunum hefði verið leynt fyrir stjórnvaldinu. Það er nú til rannsóknar hvers vegna gögn- unum var leynt. Málflutningur for- stjóra MS dæmir sig sjálfur í ljósi þessara staðreynda málsins,“ segir Ólafur að lokum.isb@mbl.is Segir málflutning dæma sig sjálfan  Ólafur Stephensen ítrekar að MS hafi leynt Samkeppniseftirlitið gögnum Morgunblaðið/Eggert Í skoðun Rannsókn stendur yfir á því hvort MS hafi leynt gögnum. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Ragnhildur Þóra Káradóttir taugalífeðlisfræð- ingur hlaut fyrr í mánuðinum 1,3 milljóna doll- ara rannsóknarstyrk, sem jafngildir 174 millj- ónum króna, frá Paul G. Allen Family Foundation. Alls var styrkjum að andvirði 7 milljóna dollara úthlutað og hlutu fimm vís- indamenn styrki til að fjármagna verkefni sín, sem öll sneru að Alzheimers-sjúkdómnum. „Ég fékk þennan styrk til að koma á fót fjöl- greina rannsóknarverkefni til að geta rannsak- að Alzheimers-sjúkdóminn frá gjörsamlega nýju sjónarhorni. Ég leiði hóp af eðlis-, efna-, lífverk-, lífefna- og líffræðingum og læknum til að rannsaka hlutverk hvíts efnis í heilanum,“ segir Ragnhildur. Paul Allen, stofnandi sjóðsins sem veitir styrkinn, ætti að vera Íslendingum kunnugur, en risavaxin snekkja hans liggur nú við Reykjavíkur- höfn. Hann er einn af stofn- endum tölvuhugbúnaðar- fyrirtækisins Microsoft og gefur háar fjárhæðir árlega til góðgerðarmála. Snekkj- an heitir Octopus og er sex- tánda stærsta snekkja í heiminum, 126 metra löng, útbúin þyrlupalli og sund- laug. Ein virtustu verðlaun Bretlands Fyrr á árinu hlaut Ragnhildur ein virtustu verðlaun Bretlands í læknavísindum. Hún var gerð félagi í Lister-stofnuninni og fékk 200.000 punda styrk með því, sem jafngildir um 40 milljónum króna. Aðeins 3-5 fá þessi verðlaun á hverju ári og verða verðlaunahafar að hafa sýnt fram á vísindaárangur í læknavísindum frá eigin rannsóknarstofu eigi síðar en tíu árum frá því að doktorsnámi lauk, en Ragnhildur rekur eigin rannsóknarstofu í taugavísindum í Cambridge-háskóla í Bretlandi. „Þetta eru mjög virt verðlaun í læknavísind- um í Bretlandi, líklega ein af helstu viðurkenn- ingum sem maður getur fengið á þessu stigi á starfsferlinum. En það eru til verðlaun sem eru fyrir þá sem eru lengra komnir í læknavísind- um og vísindum almennt,“ segir Ragnhildur, sem kveðst ekki vita til þess að Íslendingur hafi áður hlotið þessa viðurkenningu. Auk þess að reka eigin rannsóknarstofu gegnir Ragnhildur kennarastöðu að hluta við Óslóarháskóla. Ragnhildur kveðst vinna mjög mikið, en spurð hvað sé framundan hjá henni segist hún ætla að sækja um fleiri styrki og vinna að því að skilja mikilvægi hvíta efnisins í heila mannsins. Dóttir umhverfisráðherrans Ragnhildur er dóttir Sigrúnar Magnúsdótt- ur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Kára Einarssonar verkfræðings, en Sigrún og Kári eru skilin. Fluttar voru fréttir af því í desember á síð- asta ári að Ragnhildur hefði verið valin af FENS-Kavli-sjóðnum í hóp 20 fremstu ungra taugavísindamanna í Evrópu, en hún er ekki nema 39 ára gömul þrátt fyrir glæstan feril. Sjóðurinn var settur á laggirnar af FENS, sambandi taugavísindafélaga í Evrópu, og Kavli-stofnuninni sem norsk-ameríski við- skiptamaðurinn Fred Kavli stofnaði til að auka veg vísinda í heiminum. „Við höfum hist og er- um að setja á laggirnar ýmsa hluti sem verða gerðir opinberir í haust,“ segir hún, en sjóð- urinn vinnur að því að auka veg taugavísinda í Evrópu. Hlaut styrk upp á 174 milljónir króna  Ragnhildur Þóra Káradóttir taugalífeðlisfræðingur rannsakar Alzheimers-sjúkdóminn í Cambridge Ragnhildur Þóra Káradóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.