Morgunblaðið - 27.07.2015, Síða 32

Morgunblaðið - 27.07.2015, Síða 32
MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 208. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Cecil fannst afhöfðaður og fleginn 2. Hvatt til kaupa en ekki viðgerðar 3. Ekki sama svartur rass og hvítur 4. Ástralar ættu sjálfir að drepa hval »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Strákarnir í Olga Vocal Ensemble hafa verið á tónleikaferð um Ísland síðan 21. júlí sl. og er hún núna rétt hálfnuð. Í gær héldu þeir tónleika í Tjarnarborg á Ólafsfirði og í kvöld verða þeir með tónleika klukkan 18:00 í Iðnó. Strákarnir hafa sungið saman síð- an 2013 en þeir kynntust í Tónlistar- skólanum í Utrecht er þeir voru allir í söngnámi hjá Jóni Þorsteinssyni. Þeir hafa sungið víða um Evrópu, t.d. í Hollandi, og farið í tónleikaferð um Frakkland. Kvöldverðartónleikar í Iðnó með Olga Vocal  Anna Jónsdóttir sópran er órög við að syngja á óhefðbundnum stöðum. Hún hefur haldið tónleika í hellum, gömlum lýsistanki og tekið upp plötu í Akranesvita. Hún er nú á tónleikaferð um landið en meðal staða sem Anna hefur sungið á og mun syngja á má nefna Klettshelli í Vestmannaeyjum sem er einungis hægt að komast að frá sjó, Kirkjuna í Dimmuborgum, verksmiðj- una á Hjalteyri, Stefánshelli í Borgar- firði, Grímsey, Vatnshelli á Snæfells- nesi o.fl. stórbrotna staði. Á morgun, þriðjudag, verður hún með tónleika í Garðskagavita klukkan 20:00 og flytur sígild ís- lensk þjóðlög sem allir ættu að þekkja, t.d. Krummi svaf í klettagjá. Þá hvetur hún tónleika- gesti til að taka undir og skapa þannig skemmti- lega samverustund. Tónleikar í Garð- skagavita á morgun Á þriðjudag Hæg breytileg átt eða hafgola og skúrir, einkum sunnantil síðdegis. Skýjað með köflum norðanlands og úrkomulít- ið. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast vestanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Bjartviðri norðvestan- og vestanlands, en annars skýjað. Úr- komulítið, en líkur á síðdegisskúrum suðvestantil. Hiti 6 til 15 stig. VEÐUR „Ég hlakka til að komast í gang og vonast eftir því að fá að spreyta mig eitthvað að ráði það sem eftir lifir tímabilsins. Rosenborg spil- ar bara með einn framherja og hann er markahæsti maður tímabilsins,“ sagði Matthías Vilhjálmsson með- al annars í samtali við Morgunblaðið eftir að hafa skrifað undir samning við norska stórliðið Rosenborg í gær. »1 Í samkeppni við Söderlund Signý Arnórsdóttir úr Keili og Þórður Rafn Gissurarson úr GR sigruðu á Ís- landsmótinu í höggleik sem lauk á Garðavelli á Akranesi í gær að lokn- um 72 holum við frá- bærar aðstæður. Bæði urðu þau Íslands- meistarar í fyrsta skipti í höggleiknum þrátt fyrir að hafa verið í hópi bestu kylfinga landsins á undan- förnum ár- um. »2 Fyrstu sigrar Signýjar og Þórðar Rafns ÍA vann afar mikilvægan sigur á Leikni í fallbaráttuslag liðanna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gær- kvöldi. Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu sinn fyrsta heimasigur í sumar þegar Eyjamenn kíktu í heimsókn í fyrsta leiknum undir stjórn Ásmund- ar Arnarssonar en auk þess höfðu Fjölnismenn betur gegn Fylki í miðju- slag deildarinnar. » 6,7,8 Fyrsti heimasigur Ís- landsmeistaranna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta eru undraverðar heimildir um lífskjör fólks og þær sýna ná- kvæma mynd af samfélagsháttum,“ segir Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, en hann hefur nú gefið út bók sem ber heitið Sterbúsins fémunir framtöld- ust þessir. Í henni birtast nærri því hundrað af þúsundum varðveittra dánarbúsuppskrifta. Verkið tekur til 96 einstaklinga á aldrinum 21 til 81 árs og bjuggu þeir í öllum sýslum landsins á tíma- bilinu 1722 til 1820. Kemst þetta nærri því að vera 2% tiltækra gagna, en val á dánarbúum tók að sögn Más mið af miðbiki sam- félagsins. „Ég reyndi í byrjun að velja fremur fátækara fólk til þess að sýna lífskjör alþýðunnar og vildi þá um leið hafa fólk frá hverri sýslu. Síðan fannst mér vera þörf á ákveðnum samanburði og setti því einnig inn nokkra vel stæða ein- staklinga,“ segir Már og vísar þar meðal annars til efnaðs bónda, prestsdóttur á stórbýli og rekt- orsfrúar í Reykjavík. Gamall hattur með gati Eignir nýlátins fólks voru lögum samkvæmt skráðar vegna arfskipta og má rekja elstu íslensku skipta- bókina aftur til ársins 1717. Var það Cornelius Wulf, landfógeti og sýslumaður í Gullbringusýslu, sem útbjó hana, en síðar voru það hreppstjórar og í vissum tilfellum sýslumenn sem sáu um skráninguna. Var á þessum tíma skráð allt frá bústofni og verk- færum til fatnaðar og bóka og í vissum tilfellum matvæli. Þannig gefst les- andanum færi á að skyggnast með einstökum hætti inn í líf fólks. Nefna má sem dæmi að í dánarbúi karlmanns sem bjó að Syðri- Fljótum í Meðallandi og lést árið 1765 mátti finna gallaða kistu, gamla sessu, þrjú orf og sex hrífur, sálmabók og gamlan hatt með gati. Konungi og erfingjum í hag „Það átti að skrá allt, en það eru þó dæmi um vanhöld. Í þeim til- fellum var það gagnrýnt og í kjöl- farið gengið á fólk, því kerfið gerði ráð fyrir því að þetta væri unnið af nákvæmni vegna hagsmuna erf- ingja. Eftir árið 1790, þegar kom- inn var erfðaskattur, var það einnig konungi og um leið ríkissjóði í hag að þetta væri rétt skráð,“ segir Már. Gölluð kista, orf og sálmabók  Hulunni svipt af fornum dánarbú- um Íslendinga Morgunblaðið/Golli Sterbú Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur nú gefið út bók sem ber heitið „Sterbúsins fé- munir framtöldust þessir.“ Í henni birtast nærri því hundrað af þúsundum varðveittra dánarbúsuppskrifta. Már Jónsson sagnfræðingur segir markmið bókar sinnar einkum vera að vekja athygli á þessum gögnum um eftirlátnar eigur fólks, sem meðal annars varða horfna lífshætti og menningu fólks. Í fyrra gaf hann út annað verk sem nefnist Hvítur jök- ull – snauðir menn. „Er þar fjallað um dánarbú fólks sem bjó á litlu svæði í upp- sveitum Borgarfjarðar fyrir miðja 19. öld,“ segir Már. Þar birtast skrár yfir eignir alls 11 karla og 16 kvenna að við- bættu því sem vitað er um lífs- hlaup þeirra. Spurður hvort hægt sé að skoða gögn sem þessi alls staðar á landinu kveður Már já við. „Það er alveg sama hvar gripið er nið- ur – það er hægt að skoða hvern einasta hrepp út frá þessum gögnum.“ Sem sérlega áhugavert svæði nefnir hann Grímsey, sókn- ir undir Jökli og áhrifasvæði Skaftárelda eftir 1783. Til eru mörg áhugaverð svæði HVÍTUR JÖKULL – SNAUÐIR MENN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.