Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Blaðsíða 25
are healed.“ (53.5) í íslensku útgáfunni frá 1981 hljómar þetta svona: „...
en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða,
... og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.“50 Með þessari tilvitnun gef-
ur Gibson skýr skilaboð um það sem á eftir kemur, en hann notar myndina
sem Jesaja dregur upp af hinum líðandi þjóni sem eins konar túlkunarlykil
fyrir sögu Krists. í mynd Gibsons er Kristur þjóninn sem þolir háðung og
misþyrmingar, og líkt og lamb sem leitt er til slátrunar, lýkur hann ekki
upp munni sínum (53.7). Áherslan er með öðrum orðum á píslargönguna
sjálfa, á takmarkalaust ofbeldið, barsmíðarnar og blóðið, frekar en kross-
festinguna og upprisuna.
Sé þessi túlkun borin saman við frásögur guðspjallanna, þá er áberandi
hversu lítið guðspjöllin segja um illa meðferð á Kristi, bæði á meðan hann
dvaldist í vörslu æðstu prestanna og eftir að hann kom til Pílatusar. I Jó-
hannesarguðspjalli er í tveimur versum talað um að hann hafi verið sleginn í
andlitið (18.22; 19.3), aukþess að vera húðstrýktur (Jh 19.1) ogkrýndurmeð
þyrnikórónu (Jh 19.2). I samstofnaguðspjöllunum kemur fram að hann hafi
verið sleginn með hnefum (Mk 14.65 og 15.19; Mt 26.67; Lk 22.63), barinn
með stöfum eða reyrsprota (Mk 15.19; Mt 26.67 og 27.30) og húðstrýktur
(Mk 15.15; Mt 27.26;), auk þess sem hrækt var á hann (Mk 14.65 og 15.19;
Mt 26.67 og 27.30) og sett á hann þyrnikóróna (Mk 15.17; Mt 27.29). Hjá
Gibson er aftur á móti farið svo illa með Krist í vörslu æðstu prestanna að
annað augað verður ónothæft og því spyr Pílatus Kaífas, þegar Kristur kem-
ur til yfirheyrslu hjá honum, hvort það sé venja hjá Gyðingum að hálfdrepa
fanga áður en þeir séu dæmdir. Slagsmálin sem Gibson lætur brjótast út í
Getsemane, á milli lærisveinanna og hermannanna sem komu til að hand-
taka hann, eru heldur ekki í samræmi við vitnisburð guðspjallanna, ef frá
er talið þegar Pétur sneið eyra af þjóni æðsta prestsins. Öll guðspjöllin segja
50 Gibson sleppir hér úr orðunum: „... Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður áhonum ...“
23