Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Blaðsíða 84
lýður hefði verið góðar og vandaðar manneskjur. En um stríðsmenn Faraós
var talað álíka og Englendinga í Búastríðinu. Þá voru hvorki Fornegyptar né
Englendingar vinaþjóðir Suðursveitunga.
En furðulegast fannst mér í þessari sögu ömmu minnar, að stríðsmenn
Faraós hefðu breytzt í seli, sem nú fylltu öll veraldarhöfin. Þá lá við að
skruggurnar þögnuðu. En sá bölvaður viðbjóður, að fólk skuli leggja sér til
munns afturgengin líkin af þessum morðhundum. Ég hét því með sjálfum
mér að éta aldrei sel framar. En ég át hann nú samt næst þegar hann veidd-
ist. Ég hef líklega ekki verið nógu trúaður á selasögu ömmu minnar.21
Frásögn sem þessi er dæmi um það líf sem textar Mósebóka hafa lifað með ís-
lenskri þjóð gegnum aldirnar og þau miklu áhrif sem einstakir textar hafa haft
í ljóðlist, ævisögum, skáldsögum, þjóðsögum, í gegnum predikanir o.s.frv.
Móse og vinnuhagræðingin
I 18. kafla 2. Mósebókar er að finna merka heimild um tímasparnað og
vinnuhagræðingu. Líklega er hún elstu heimildina sem þekkt er um slíkt.
Þar segir Jetró, tengdafaðir Móse, við tengdason sinn: „Eigi er það gott,
sem þú gjörir“ (v. 18) og gagnrýnir Jetró Móse fyrir að standa einn í því að
mæla lýðnum lögskil. Einhverjir leiðtogar, kirkjuleiðtogar og prestar með-
taldir, gætu vafalaust tekið þessa gagnrýni til sín. Jetró komst sem sé að því
að Móse hafði fallið í þá gildru sem „karísmatískir“ foringjar falla oft í, þ.e.
að vilja hafa öll spil á eigin hendi, treysta ekki samverkamönnum sínum til
að létta undir með sér. Hér er í raun verið að boða valddreifingu.
í bókinni Stundaglasið eftir Edwin C. Bliss,22 sem fjallar um tímaskipu-
lagningu, er sá kafli sem hér er til umfjöllunar sagður vera fyrsta ritaða
heimildin um að verkaskipting hafi farist fýrir. Þar segir ennfremur:
Allt of margir stjórnendur eru eins og Móses, taka allar ákvarðanir sjálfir og
njóta þannig þeirrar sælu að vera allsráðandi. Auk þess sem þetta fer mjög illa
með þinn eigin tíma kæfir það framfarir og sköpunarhæfni undirmanna.23
21 Þórbergur Þórðarson, „Steinarnir tala“ er íyrsti hluti bókarinnar í Suðursveit. 1975, s. 26-27.
22 Edwin C. Bliss, Stundaglasið. Bók um tímaskipulagningu. 1976.
23 Bliss, ív. rit bls. 35-36.
82