Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Blaðsíða 106
ars „Kirkjumálefni á íslandi sjálfu innan þeirra takmarka, sem sett kunna
að verða fyrir löggjöfina um þau með kirkjuskipunarlögunum, eins og þau
skulu löguð í hinum einstöku greinum fyrir ísland, eptir að alþingi hefur
látið í ljósi álit sitt um þau".40 Hér er átt við þá kirkjuskipan sem „fyrirheit-
isgrein“ júnístjórnarskrárinnar kvað á um. í upphafí 6. áratugar 19. ald-
ar var það því stefna stjórnvalda að hún kæmi til framkvæmda og mundi
einnig gilda á íslandi í aðlagaðri mynd.
Þar sem frumvarpið um „stöðu íslands í fyrirkomulagi ríkisins“ gerði
ráð fyrir að Danska stjórnarskráin gilti hér á landi var hún þýdd og skyldi
staðfest af þjóðfundinum. Hljóðuðu trúmálaákvæði hennar á eftirfarandi
hátt í þýðingunni. Eins og sjá má er hér um að ræða grunninn að hliðstæð-
um ákvæðum í íslensku stjórnarskránni allt til þessa dags:
(I kafli)
3. gr.
Hin evangelisk-lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja Danmerkurríkis, og skal
stjórnin fyrir því veita henni aðstoð sína.
(II kafli)
6. gr.
Konúngur skal vera evangelisk-lúterskrar trúar.
(VII kafli)
80. gr.
Skipulag þjóðkirkjunnar skal ákveða með lagaboði.
40 Sérmál íslendinga voru: 1. Dómaskipun og meðferð mála að því leyti sem ekki snertir hæstarétt. 2. Viðskipti
manna á milli að því leyti, sem þau eigi skulu hafa lagagildi fyrir utan ísland (einkamálaréttur). 3. Afbrot og
hegningar, nema brot séu drýgð gegn ríkisstjórninni eða gegn friði þjóðfélagsins. 4. Kirkjumál sbr. meginmál.
5. Málefni þau, sem snerta menntun og uppfræðingu, að fráskildri hinni lærðu skólamenntun. 6. Sveitamál-
efni, fátækrastjórn, og ráðstafanir þær innanlands, er miða til almenningsheilla, t. a. m. póstgöngur í landinu,
vegir, heilbrigðisstjórn og fyrirkomulag spítalanna, svo og atvinnuvegir í landinu, að því leyti sem það snertir
ekki almennt gagn ríkisins eða hátign ríkisins. 7. Innanlandsstjórn í málefnum þeim, sem nefnd eru hér að
ofan, að því leyti sem sambandið við hina almennu ríkisstjórn er ekki snert. 8. Tekjur og útgjöld, er snerta ein-
göngu Island sjálft, og lögð eru til landssjóðs fyrir Island sér í lagi, eptir því, sem ákveðið er ... Tíð. frá þjóðf.,
s. 427-428. Var þetta svipuð upptalning og í stöðulögunum tveimur áratugum síðar. Um kirkjumálin sagði þar
aðeins: „3. kirkju- og kennslumálefni;...“ Lovs. f. Isl. 1889(21), s. 2. Samkvæmt sambandslögunum frá 1918
taldist aðeins það vera sameiginleg mál Islands og Danmerkur sem laut að hinum sameiginlega konungi (m.a.
að hann skyldi tilheyra evagelísk-lúthersku kirkjunni), sem og þau mál sem kveðið var á um í samningi þeim
sem sambandslögin gerðu ráð fyrir. Öll önnur sérmál voru í höndum Islendinga. Stjtíð. 1918(A), s.75-79.
104