Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 103
landsyfirréttinn. Skyldu veraldlegu ráðherrarnir tveir ásamt sýslumanni
í Gullbringu- og Kjósarsýslu en sýslumanni í Árnessýslu að honum frá
gengnum mynda æðra dómsstig landsins. Þá skyldi fela biskupi, forstöðu-
manni Prestaskólans, officialis eða öðrum kirkjulegum háembættismanni
að gegna embætti „kirkjumálaráðherra11.32
Nefnd Borgfirðinga var inni á svipuðum nótum þar sem hún lagði til að
heimastjórn yrði komið á. Ráðherrarnir skyldu samkvæmt þessum tillög-
um einnig vera þrír: Einn sem gætti laganna, annar sem gætti fjárhagsins
og sá þriðji sem gætti „... allra andlegra málefna, presta, kirkna og skóla
...“ Munurinn var þó sá að Borgfirðingar lögðu til að ráðherrarnir væru
tilnefndir af konungi en ekki kjörnir af Alþingi.33
í tveimur síðastnefndu álitunum var ekki kveðið beint á um stöðu kirkj-
unnar í samfélaginu. Þar var þó lagður grunnur að kirkjulegu stjórnarformi
sem líta verður á sem ríkiskirkju þar sem öll málefni kirkjunnar skyldu
heyra undir æðstu stjórn landsins.
í nefndaráliti úr Norður-Múlasýslu kvað við nokkuð annan tón en rakið
hefur verið hér að framan. Nefndi setti fram tillögu að stjórnarskrá. í fyrstu
grein hennar (1. gr. í kafla A) var sett fram kirkjuskipan í líkingu við þá
dönsku:
Evangelisk Luthersk kristileg Tru er Þjóðtrú Islendínga, og njóti hún umsjár
og verndar af stjórninni.34
í síðari kafla (H eða nr. 8) komu síðar trúfrelsisákvæði í þessa veru:
75. Sérhvörjum manni skal vera frjálst að dýrka Guð eptir sannfæríngu
sinni; og nýtur hann alls mannlegs réttar í þjóðfélaginu, þó hann fylgi ekki
þjóðtrúnni.
32 Undirbúningsblað 1850-1851(5), s. 36-37.
33 Undirbúningsblað 1850-1851(3), s. 22.
34 Skjalasafn Alþingis. Alþingismál. Dagbók 1849, Dagbók þjóðfundarins 1851.
101