Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Blaðsíða 108

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Blaðsíða 108
sóknarinnar. Hér hagaði öðru vísi til þar sem aðeins var um Lærða skólann og Prestaskólann að ræða og varla var viðeigandi að sá síðarnefndi þægi fé af utanþjóðkirkjufólki. Athyglisverðara er þó að í íslensku þýðingunni virð- ist gengið skemur en í danska textanum í að undanþiggja þá sem stæðu utan trúfélaga gjöldum til þjóðkirkjunnar. Samkvæmt danska textanum skyldi enginn skyldur til að greiða einstaklingsbundin gjöld („personlige Bidrag") til trúfélags sem hann tilheyrði ekki.43 Samkvæmt íslensku þýðingunni skyldu þeir sem stæðu utan trúfélaga aftur á móti greiða til þjóðkirkjunn- ar þau gjöld sem greidd voru af eign. Hér er um mikilvægan mun að ræða þar sem utansafnaðamenn voru áfram að hluta til gjaldskyldir þjóðkirkjunni þótt ýmsum gjöldum til kirkjubyggingar og prests væri létt af þeim. Svo virð- ist sem gjöld sem lögð voru á eign (það er tíund eða skattur að nútímaskiln- ingi) hafi ekki verið skoðuð sem beinar, persónulegar greiðslur þótt um af- markaða tekjustofna eyrnamerkta presti eða kirkju væri að ræða og upphæð sú sem hverjum og einum bæri að ljúka réðist af persónulegri eign hans. Kann hugsunin að hafa verið sú að tryggja jafnrétti hvað skattaálögur snerti. Vandséðara er hvers vegna þessi gjöld voru ekki einnig látin renna til skól- ans. Ef til vill má líta á þetta atriði sem hliðstæðu þess að nú á dögum telst það ekki stjórnarskrárbrot að hluta af skattfé almennings sé varið til þarfa þjóðkirkjunnar (þ. e. framlag ríkisins til a. m. k. tveggja sjóða þjóðkirkjunn- ar) þótt vitað sé að hluti þess kemur frá utanþjóðkirkjufólki. Óneitanlega virðist þó sem það fyrirkomulag sem hér var mælt fyrir hafi falið í sér beinni gjaldskyldu til kirkjunnar en 82. gr. júnístjórnarskrárinnar gerði ráð fyrir og því áhorfsmál hvort stefnumiði hennar yrði náð með þessum hætti, það er að gera utanþjóðkirkjumenn gjaldfrjálsa gagnvart henni. Loks má benda á að í 83. gr. eru „politiske Rettigheder“ í dönsku stjórn- arskránni þýtt með „þjóðleg réttindi“. Þar er að líkindum ekki um merk- 43 Danmarks riges grundlov 1866. http://thomasthorsen.dk/pol/1886-constitution.php 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.