Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Blaðsíða 32
er ekki hægt að gera tæmandi úttekt á innihaldi hennar og áhrifum á mynd
Gibsons í þessu samhengi. Því verða nokkur dæmi að nægja um það mikils
ráðandi hlutverk sem sýnir Emmerich gegna fyrir túlkun Gibsons á píslum
Krists. Fyrst er að nefna senuna í Getsemane og þann samanburð sem Emm-
erich gerir á henni og syndafallssögunni úr þriðja kafla fyrstu Mósebókar,
en Emmerich tekur fram að Adam og Eva hafi einmitt flúið upp á Olíufjallið
þegar Guð rak þau burt úr Paradís.78 Hér gerir Satan atlögu að Kristi, hin-
um síðari Adam, sem engist undan valdi hins illa. Samkvæmt Emmerich vill
Kristur ekki láta lærisveinana, utan þá þrjá sem hann biður að vaka með sér,
sjá sig, „svona illa á sig kominn“, af ótta við að þeir missi traustið á honum.
En þeir þrír útvöldu, sem eiga að vaka en sofna á verðinum, furða sig á sál-
arangist leiðtoga síns.79 Það fer ekki á milli mála að Gibson er undir sterkum
áhrifum frá Emmerich hvað varðar túlkun á því sem fram fór í Getsemane, í
aðdraganda handtökunnar. Sama er að segja um handtökuna sjálfa og með-
ferðina á Kristi á leiðinni til æðstu prestanna.
Þá er útfærsla Gibsons á frásögu guðspjallanna af Malkusi, þjóni æðsta
prestsins sem Pétur sníður eyrað af, fengin að láni hjá Emmerich, en hún
notar Malkus sem dæmi um þann sem skynjar hver Kristur er og snýst eftir
það til fylgdar við hann.80 Nákvæmar lýsingar er að finna hjá Emmerich af
meðferðinni á Kristi, fyrst hvernig hann er bundinn með keðjum og síðan
hrint áfram, meðal annars fram af brúnni, yfir lækinn Kedron. Emmerich
bendir á að það sé kraftaverki líkast að Kristur lifir af fallið, en eins og til að
árétta það, lætur hún för af höndum og fótum Krists prentast í steininn sem
hann lendir á.81 Þó að Gibson fylgi ekki lýsingum Emmerich í smáatriðum,
þá dettur Kristur ítrekað á leiðinni til æðstaprestsins, meðal annars fram af
78 Gibson áréttar þessa tengingu við 1. Mósebók með því að láta höggorminn koma frá Satan (sem í mynd
Gibsons er leikinn af konu), ýmist fram úr nefi eða undan kufli hans (hennar).
79 Emmerich 1983, s. 104-105.
80 Emmerich 1983, s.. 132-134.
81 Emmerich 1983, s. 136.
30