Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 32

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 32
er ekki hægt að gera tæmandi úttekt á innihaldi hennar og áhrifum á mynd Gibsons í þessu samhengi. Því verða nokkur dæmi að nægja um það mikils ráðandi hlutverk sem sýnir Emmerich gegna fyrir túlkun Gibsons á píslum Krists. Fyrst er að nefna senuna í Getsemane og þann samanburð sem Emm- erich gerir á henni og syndafallssögunni úr þriðja kafla fyrstu Mósebókar, en Emmerich tekur fram að Adam og Eva hafi einmitt flúið upp á Olíufjallið þegar Guð rak þau burt úr Paradís.78 Hér gerir Satan atlögu að Kristi, hin- um síðari Adam, sem engist undan valdi hins illa. Samkvæmt Emmerich vill Kristur ekki láta lærisveinana, utan þá þrjá sem hann biður að vaka með sér, sjá sig, „svona illa á sig kominn“, af ótta við að þeir missi traustið á honum. En þeir þrír útvöldu, sem eiga að vaka en sofna á verðinum, furða sig á sál- arangist leiðtoga síns.79 Það fer ekki á milli mála að Gibson er undir sterkum áhrifum frá Emmerich hvað varðar túlkun á því sem fram fór í Getsemane, í aðdraganda handtökunnar. Sama er að segja um handtökuna sjálfa og með- ferðina á Kristi á leiðinni til æðstu prestanna. Þá er útfærsla Gibsons á frásögu guðspjallanna af Malkusi, þjóni æðsta prestsins sem Pétur sníður eyrað af, fengin að láni hjá Emmerich, en hún notar Malkus sem dæmi um þann sem skynjar hver Kristur er og snýst eftir það til fylgdar við hann.80 Nákvæmar lýsingar er að finna hjá Emmerich af meðferðinni á Kristi, fyrst hvernig hann er bundinn með keðjum og síðan hrint áfram, meðal annars fram af brúnni, yfir lækinn Kedron. Emmerich bendir á að það sé kraftaverki líkast að Kristur lifir af fallið, en eins og til að árétta það, lætur hún för af höndum og fótum Krists prentast í steininn sem hann lendir á.81 Þó að Gibson fylgi ekki lýsingum Emmerich í smáatriðum, þá dettur Kristur ítrekað á leiðinni til æðstaprestsins, meðal annars fram af 78 Gibson áréttar þessa tengingu við 1. Mósebók með því að láta höggorminn koma frá Satan (sem í mynd Gibsons er leikinn af konu), ýmist fram úr nefi eða undan kufli hans (hennar). 79 Emmerich 1983, s. 104-105. 80 Emmerich 1983, s.. 132-134. 81 Emmerich 1983, s. 136. 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.