Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2007, Page 193
Samfélag og siður
Þegar á átjándu öld bendir Kant á að hvers konar rannsókn á trú sem tengist
trúarbrögðum leiði í ljós meintan leyndardóm þeirra og heilagleik innsta eðlis.
Sá leyndardómur og heilagleiki eru jafnframt sagðir einstaklingum aðgengi-
legir en fjöldanum aldrei. Forsenda heilagleikans stendur í siðferðilegri and-
stöðu við skynsemina, segir Kant, en forsenda leyndardómsins felur í sér að
hann megi opinberast með einhverjum hætti. En trú á eitthvað sem í senn er
heilagt og leyndardómsfullt getur aðeins verið af tvennum toga að áliti Kant.
Annað hvort sé um að ræða trú sem gefin sé af Guði eða trú sem byggi á þekk-
ingu. Hann gefur sér að síðari kosturinn sé réttur. Þekking á það sameiginlegt
með trúarbrögðunum að vera leyndardómur, að skilningi Kant, en a priori,
verður ekki kveðið upp úr hvort leyndardómurinn er sá sami á bak við trúar-
brögðin og skynsemina. Leyndardómsins verður hver og einn að leita innan
skynsemi sinnar segir Kant. Tilfinningar höfða á hinn bóginn hvorki til þekk-
ingar né leyndardóms að áliti hans.30 En það er einmitt á þessu síðast talda
sviði sem Hume tekur upp þráðinn og Páll S. Ardal hefir í mörgum ritum fært
rök fyrir því að siðfræði Hume byggi á sálarfræði hans og siðferðikenning hans
(,,siðgæði“) byggi á „kenningunni um tilfinningalífið“.31
Hér liggur þá fyrir tvenns konar skilningur á eðli og uppruna siðfræði sem
er annar en sá sem trúarbrögðin sem slík byggja á til að mynda á grundvelli
hugmyndar um guðlega opinberun. Skal nú fyrst hugað að afleiðingum hug-
mynda Kant um forsendur trúarbragðanna og siðfræðinnar (hér á eftir) og
síðan að áhrifum Hume (í lokahluta).
Vestræn menning hefir aldrei verið söm effir daga Kant, eins og Jonathan
Z. Smith, þreytist ekki að benda á. Frá dögun Upplýsingarinnar birtist mann-
eskjan í gervi smiðsins sem reisir heima, segir Smith, og menningin er útskýrð
á grundvelli táknræns ferlis sem samanstandur af slíkum reistum heimum.
Trúarbrögðin frá þessu tímabili á Vesturlöndum verða jafnframt andlag mann-
fræðilegrar túlkunar en ekki guðfræðilegrar að hans mati.32 Mannfólkið ýmist
30 Immanuel Kant, Die Religion innerhalb der Grenzen der blossen Vernufi (Rudolf Malter útg.; Universal Bibliothek
1231; Stúttgart: Reclam, 1981), 182-183.
31 Siðferði, 23-24. Páll vitnar í umfjöllun sína um mikilvægasta heimspekiverk Hume, Ritgerð um manneðlið (A
Treatise of Human Naturé) en íyrstu tveir hlutar verksins komu út árið 1739 (um þekkingarfræði og um sál-
arfræði) og síðasti hlutinn árið 1740 (um siðfræði), ibid., 14; 23.
32 Jonathan Z. Smith, „Map Is not Territory,” í sami, Map Is not Territory: Studies in the History ofReligions (Studies
in Judaism in Late Antiquity 23: Leiden: Brill, 1978), 290.