Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Síða 37

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Síða 37
inu snýst ríki Guðs um von í þessum heimi og felur því í sér það viðhorf að barátta fyrir mennsku og mannúð á þessari jörð sé einhvers virði. I þessu efni tengist hin “mannlega” von og von trúarinnar þótt guðleysi og kristinni trú sé oft stillt upp sem tveimur andstæðum. Hin almenna þrá mannsins til betra lífs og til hins staðlausa fyrirmyndarsamfélags (útópíu), þar sem hann er leystur undan áþján örbirgðar og kúgunar, er áþreifanleg útfærsla á þeirri von sem býr innra með manninum. Trú upprisunnar gerir ekki lítið úr slíkri von, þvert á móti. En von upprisunnar er dýpri, hún snýst ekki um ákveðna hluti, að vonin rætist með þessum eða öðrum hætti í betra samfélagi eða betra lífi, heldur er hún eins og logandi eldur sem viðheldur þrá mannsins til mennsku og mannúðar í hvaða formi sem það verður að veruleika hverju sinni. “Kristindómurinn er ekki endurlausnartrú heldur allsherjarbylting á jarðneskum aðstæðum.”19 5. Aðferðarfræði Astæðan fyrir þeirri athygli sem Guðfræði vonarinnar vakti fyrir rúmum fjórum áratugum þegar hún kom út, var margþætt eins og þegar hefur verið fjallað um: samfélagslegar aðstæður voru hagstæðar umræðunni um efnið og einnig var framsetningin nýstárleg. En verkið fól í sér allróttækt uppgjör við þá aðferðafræði sem lengi hafði verið viðhöfð í trúfræði í vestrænum háskólum. Moltmann spurði sjálfan sig hvernig það mætti vera að guðleysingjar eins og Ernst Bloch gætu fjallað um vonina, en samfélag þeirra sem trúðu á Messías hefði misst sjónar af hinu upprunalega vonarhugtaki. I túlkun vestrænna guðfræðinga síðari áratuga hefði það miss't sinn upprunalega, umbyltandi og endurnýjandi kraft. Moltmann leit svo á að hinn gríski bún- ingur sem kristin guðfræði hefði íklæðst löngu fyrr hefði gert það að verk- um að vonarhugtakið missti sinn pólitíska kraft en varð hugtak um von mannsins handan grafar og dauða.20 ' ^ Jiirgen Moltmann, Die Gotteserfahrungen, Kaisertraktare 47, Miinchen 1979, hér skv. Horst Poehlmann, Die Gottesdenker, Reinbek bei Hamburg 1984, s. 130-131. 20 Geiko Muller-Fahrenholz, The Kingdom and the Power. The Theology of Jiirgen Moltmann. London 2000, s. 59-60, s. 43. 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.