Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Side 38

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Side 38
Af þeirri ástæðu varð vonarhugtakið að máttlausu hugtaki sem leitaði út á jaðar hinnar guðfræðilegu umræðu. Moltmann tekur sér fyrir hendur að koma því á þann stað sem hann taldi upprunalegan og réttan: inn í hringiðu hinnar trúarlegu og guðfræðilegu hugsunar, frá því að beinast ein- göngu að von sem maðurinn hefur handan grafar og dauða til vonar sem býr í þeirri trú sem hann lifir í og er þess megnug að breyta sýn hans til líðandi stundar og til framtíðar samfélagsins. Hvers vegna hefur fræðin um hina hinstu daga (eskatológían) orðið svo lítilfjörleg í kristinni guðfræði? Ástæðan er sú gríska hugsun sem hefur mótað vestræna heimspeki og guðfræði allt til þessa dags: logos, hin guðlega speki, birtist sem eilíft “nú” og birtist á líðandi stund, hér og nú. Guð- dómurinn er ekki framundan heldur ávallt nálægur. Þessa hugsun finnur Moltmann hjá Kant, einnig hjá Barth og Bultmann og tekst á við þessa áhrifamenn í heimspeki og guðfræði í verkinu. Moltmann lítur svo á að með þessu fái sagan þann svip og þá merkingu að allir tímar séu jafnir fyrir Guði og ekkert sérstakt bíði framundan umfram það sem er hér og nú. Til þess að losna undan áhrifum grískrar hugsunar um opinberun í þess- um skilningi sér Moltmann þann kost einan að einbeita sér að biblíulegum vitnisburði um efnið og í því samhengi sérstaklega að boðskapnum um Krist. Hann leggur í því sambandi áherslu á að kristin guðfræði tali um opinberun með hliðsjón af páskafrásögnum guðspjallanna (um birtingu Jesú) og að þar sé hinn upprisni jafnframt hinn krossfesti. Þetta merkir hjá Moltmann að Jesús birtist eins og hann var og eins og hann verður. Á grundvelli krossfestingarinnar, sem sýnir trúfesti Guðs við manninn, verður til meginhugtakið “trúfesti Guðs” í hugsun Moltmanns. Og á grundvelli upprisunnar þar sem Guð stendur með hinum þjáða og leysir hann frá valdi dauðans, verður til hugtakið “fyrirheit” í guðfræði Moltmanns. Sé opinberunin skilin sem fyrirheit um atburð sem er meðtekinn á grund- velli vonarinnar, en ekki aðeins sem birting hins guðlega “nú”, þá verður sagan full af óvæntum möguleikum sem eiga eftir að rætast. Tengslin milli sögu og fyrirheita verða því afar náin og þungvæg í hugs- un Moltmanns. Um það efni fjallar þriðji kaflinn í Guðfræði vonarinnar. Á þessum punkti skilja leiðir Blochs og Moltmanns þar sem Bloch leit á guðleysið sem grundvöll vonarinnar en Moltmann lítur á trúfesti Guðs eins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.