Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Page 42

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Page 42
ininntakið í þessum kafla er sagan í heild, með öðrum orðum áhrif þessa boðskapar fyrir söguna í heild, hina alþjóðlegu sögu. Þar er “framtíðin” að hans mati lykilhugtakið. Saga mannsins mótast af því sem hann sér framundan, ekki eins og hjá Bloch, af því sem ýtir honum áfram til fram- tíðar eða hvetur hann áfram heldur það sem hann hefur fyrir augum sér í framtíðinni. Hann gerir greinarmun á futurum sem er lykilhugtak Blochs og adventus sem er lykilhugtak í hans guðfræði hvað þetta varðar.28 Það sem vafalaust hefur haft hvað mest áhrif í guðfræði Moltmanns er framtíðarsýnin og söguskilningurinn. Ahugi hans á liðinni sögu felst í að horfa á það sem ekki hefur áunnist og er óunnið í anda þessa boðskapar. í því efni kallast fortíðin á við samtímann og hvort tveggja er skilið undir sjónarhorni vonarinnar, hins ókomna. Lærisveinasamfélag líðandi stundar hlýtur að horfa í sömu átt og biblíulegir textar. í þessu samhengi notar Moltmann hugtakið Exodusgemeinde og um það fjallar fimmti og síðasti þáttur Guðfræði vonarinnar. Hann segist nota það í sömu merkingu og Lúther notar hugtakið Christenheit eða kristni, kristindómur, (þ.e.a.s. ekki aðeins samfélag sem safnast saman til tilbeiðslu og heldur ekki kirkjan sem stofnun). I öðru lagi hefur hann í huga nú- tímasamfélag þar sem hann skynjar hina fornu tengingu milli ecclesia og societas rofna.29 í Guðfræði vonarinnar eru áhugaverðar hugleiðingar um það samfélag sem við hefur tekið eftir að hin fornu tengsl rofnuðu og um hlutverk “hins umreikandi lýðs Guðs”, “exódussafnaðarins”. Exódussöfn- uðurinn horfir á fyrirheiti Guðs, hann getur ekki samlagast samfélaginu til fulls, hann er gagntekinn af eftirvæntingu. Sambandið milli promissio og missio eða milli fyrirheita Guðs og hlut- verks hins kristna samfélags er lokaumfjöllun verksins og áreiðanlega sá þáttur þess sem hefur hrifið margan lesandann mest. Markmið kirkjunnar er ekki að leggja undir sig heiminn eða að hafa áhrif á heiminn í þá veru að kristna hann heldur að boða honum von og eftirvæntingu. í krafti von- arinnar starfar kristinn maður og hefur fyrir augum sér fyrirheiti Guðs, 28 Geiko Muller-Fahrenholz, The Kingdom and the Power. The Theology of Jiirgen Moltmann. London 2000, s. 58. 29 Jiirgen Moltmann, Theologie der Hoffnung. Untersuchungen zur Begriindung und zu den Kon- sequenzen einer christlichen Eschatologie. 14. útg. Göttingen 1997, s. 280 o.áfr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.