Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Page 72

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Page 72
Kirkjan gerir sér vitanlega grein fyrir því að prestar hennar eru ekki aðeins í þjónustu trúarlegs aðila, heldur einnig opinberir starfsmenn sem hljóta að lúta lögum ríkisins og fyrirmælum. Hins vegar óskar kirkjan alls ekki eftir því og telur það mjög vafasamt að mælt verði fyrir því í lögum að heim- ild sé veitt til kirkjulegrar vígslu samkynhneigðra. Hitt er vitanlega sjálf- gefið að prestar og aðrir kirkjulegir aðilar munu biðja fyrir þeim sem leita eftir slíku og er þá aðeins spurt um þörf en ekki grennslast fyrir um stöðu viðkomandi.19 Nefnd forsætisráðherra sem skipuð var (8. september 2003) til að kanna réttarstöðu samkynhneigðs fólks á Islandi og skilaði niðurstöðum í ágúst 2004 leitaði á ný eftir upplýsingum frá biskupi íslands varðandi afstöðu þjóðkirkjunnar til kirkjulegrar vígslu samkynhneigðra og spurði hvort breytingar væru þar fyrirsjáanlegar. „í svarbréfi biskups íslands til nefnd- arinnar frá 12. janúar 2004 kemur fram að íslenska þjóðkirkjan sé ekki til- búin að vígja samkynhneigð pör sem hjón og ekki sé hægt að svara því hvort og hvenær það yrði gert.“20 Nefnd forsætisráðherra hvatti þjóðkirkj- una til þess að vinna að því að ná samstöðu um að samkynhneigðir geti fengið kirkjulega vígslu eins og gagnkynhneigð pör og taldi slíka afstöðu- breytingu forsendu þess að unnt verði að fella niður það skilyrði laganna um staðfesta samvist að hún geti aðeins stofnast með borgaralegri vígslu.21 Undir þessa hvatningu nefndar forsætisráðherra vil ég taka og tel að hún feli í sér sýn um réttlátara samfélag. Réttlátt samfélag er í stöðugu sköp- unarferli. Baráttan fyrir því hættir ekki á meðan enn fyrirfmnast hópar sem mismunað er af ómálefnalegum ástæðum. Gæsla mannréttinda á að vera á hendi samfélagsins alls að meðtöldum stofnunum eins og þjóðkirkj- unni.22 Ég hef áður skrifað um réttmæti þess að kirkjan opni hjónaband- >c> Skýrsla um réttarstöðu samkynhneigðra. http://www.forsaetisraduneyti.is/jrettir/nr/l483. Nefnd sem forsædsráðherra skipaði til að kanna réttarstöðu samkynhneigðs fólks (Ágúst - 2004). s. 78. þar er vísað til Alþt. 1995-1996, A-deild, bls. 2641. í þessu svari kemur greinilega fram að þjóðkirkjan umber sambönd homma og lesbía en það er langt því frá að hún viðurkenni þau sem fullgild, innihaldsrík og eðlileg. 20 Skýrsla um réttarstöðu samkynhneigðra. s. 80. 21 Skýrsla um réttarstöðu samkynhneigðra. s. 12 og 81. 22 Hér vil ég vísa til inngangsorða Mannréttindayfirlýsingarinnar þar sem segir að einstaklingar og stofnanir samfélagsins (organs of society) skuli hafa hana að leiðarljósi í öllu sínu starfi. „Organs of society" hefur því miður verið ranglega þýtt sem yfirvöld eingöngu en slík þýðing nær hvorki anda né yfirlýstum tilgangi Mannréttindayfirlýsingarinnar. Þjóðkirkjan er að sönnu samfélagsleg stofnun með þeirri þjóðfélagslegu og siðferðilegu ábyrgð og skyldum sem slíkt felur í sér. 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.