Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Síða 125

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2007, Síða 125
mennskutákn og þannig má nota skort á þessu öllu gegn andstæðingi sem kemur að utan og boðar nýjan sið. Þegar Friðrekur kemur til Islands skömmu fyrir kristnitöku (um 980) ögrar hann ríkjandi skipulagi og ein leið til varnar er að kvengera hann. En auðvitað er ekki víst að kviðlingurinn eða sagan í kringum hann séu sett saman svo snemma. Kviðlingurinn um Þorvald og biskup kemur fyrst fyrir á skinni í Kristni sögu sem gæti hafa verið samin um miðbik 13. ald- ar (sbr. Sigurgeir Steingrímsson, Formáli, cliv-clv), næstum þremur öld- um síðar en hann á að hafa verið ortur. Itarlegri gerð af sögunni er í Þor- valds þætti víðförla sem ætla má að sé frá 14. öld (sbr. Ólaf Halldórsson, Formáli, clxvii) og þar er kviðlingurinn á sínum stað. Friðrekur biskup var aftur á móti einnig nefndur í íslendingabók Ara fróða (samin nálægt 1125) og í Hungurvöku (samin upp úr 1200) en í hvorugu ritinu er minnst á kviðlinginn — og er Ari þó ekki með öllu frábitinn meinlegum kviðling- um eins og þessum: „Vilk eigi goð geyja / grey þykki mér Freyja,“ (íslend- ingabók, bls. 15). Þetta rýrir heimildagildi kviðlingsins allnokkuð því að í báðum þessum ritum er sagt frá Friðreki biskup og í íslendingabók hefði kviðlingurinn vel getað átt heima. Á hinn bóginn er ekki hægt að útiloka að hann sé ævaforn fyrir því. Vel mætti hugsa sér að kviðlingur af þessu tagi hafi lif- að þrjár aldir í munnlegri geymd (sbr. Piebenga 1984: 92-93). Ekki er óhugsandi að Ara og höfundi Hungurvöku hafi einfaldlega ekki þótt við- eigandi að hafa eftir slíkt níð um einn af kristniboðum Islands þó að sá fyrrnefndi hafi ekki kippt sér upp við níð um Freyju. Hvað sem því líður er sagan um kviðlinginn ágæt heimild um hugar- far 13. og 14. aldar. Sagan um Friðrek biskup sýnir að biskupar gátu átt á hættu að vera kallaðir „ragir“ og kvengerðir. Þess vegna er engan veginn úti- lokað að orð Hungurvöku um karlmennsku Gissurar ísleifssonar séu öðr- um þræði svar við einmitt þessum kviðlingi eða öllu heldur því hugarfari sem gegnsýrir hann. Heiðnir menn kölluðu Friðrek biskup konu til að gera lítið úr honum og þjónum Krists yfirleitt. Svar Hungurvöku er að ítreka að Gissur ísleifsson hafi verið fullkomið karlmenni, þó að hann hafi tek- ið að sér starf biskups. 123
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.