Morgunblaðið - 01.07.2015, Qupperneq 2
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Alvarleg staða kemur upp hvað
hjartaaðgerðir varðar á Landspítal-
anum gangi uppsögn þriggja lykil-
starfsmanna eftir. Þetta staðfestir
Páll Matthíasson, forstjóri LSH, en
báðir lífeindafræðingarnir sem starfa
við hjarta- og lungnavél ásamt hjúkr-
unarfræðingi hafa sagt upp störfum.
Þá sögðu tíu lífeindafræðingar á
sýkladeild upp störfum í gær, af 26
stöðugildum. Uppsagnir þeirra taka
gildi eftir þrjá mánuði, standi þeir við
uppsagnirnar.
Páll greinir frá því að erlendir sér-
fræðingar muni leysa nokkra sér-
hæfða starfsmenn af í nokkrar vikur
í sumar, þannig að hægt verði að
framkvæma nauðsynlegustu hjarta-
aðgerðirnar. Þetta sé þó dýrt úrræði
og aðeins gert í
neyð.
„Þegar starfs-
menn segja upp
er aðeins þrennt í
stöðunni. Auðvit-
að vonumst við
eftir því að menn
nái sáttum en ef
það gengur ekki
eftir verðum við
að auglýsa eftir nýju fólki. Gangi það
ekki heldur neyðumst við til að draga
úr þjónustu. Eðli málsins samkvæmt
verðum við að hætta að veita vissa
þjónustu, fáist ekki fólk til þeirra
starfa.“
Hann heldur áfram: „Lífeinda-
fræðingar á spítalanum eru mjög
sérhæft fagfólk, ekki síst þeir sem
voru að segja upp á sýkladeild. Þetta
er ekki fólk sem maður tínir af trján-
um. Það sama gildir um annað fag-
fólk. Um er að ræða sérmenntað
fólk, oft með fágæta fagmenntun.“
Aðspurður hvort til standi að fá er-
lenda sérfræðinga til að leysa af fleiri
starfsmenn en lífeindafræðinga sem
starfi við hjarta- og lungnavél, svarar
Páll: „Í tilviki þessara lykilstarfs-
manna verða fengnir erlendir stað-
genglar í nokkrar vikur en að svo
komnu máli stendur ekki til að gera
það vegna annarra starfa.“
Þá segir hann ekki búið að ákveða
til hvaða lausna verði gripið eftir að
erlendu sérfræðingarnir ljúka störf-
um. „Við erum ekki farin að skipu-
leggja aðgerðir í þaula. Enn er tími
til stefnu fyrir menn að ná sáttum og
tími fyrir spítalann að bregðast við
eftir bestu getu ef í óefni stefnir.“
Staðfestar uppsagnir á Landspít-
alanum vegna kjaradeilna á þessu
misseri eru 285 talsins, þar af 235
hjúkrunarfræðingar. Páll gerir þó
þann fyrirvara að tölurnar gætu ver-
ið hærri þar sem ekki sé víst að allar
tilkynningar um uppsagnir hafi ratað
enn til yfirstjórnar spítalans.
„Fagfólk ekki tínt af trjánum“
Hjartaaðgerðir á LSH í uppnámi, gangi uppsagnir eftir, segir forstjóri spítalans Erlendir stað-
genglar verða fengnir í nokkrar vikur í sumar 285 staðfestar uppsagnir en geta þó verið fleiri
Staðfestar uppsagnir á Landspítala
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Félag lífeindafræðinga
Aðgerðasvið 81 Rannsóknarsvið 21
Flæðisvið 24 Skurðlækningasvið 3
Geðsvið 14 Ljósmæðrafélag Íslands
Kvenna- og barnasvið 22 Kvenna- og barnasvið 2
Lyflækningasvið 49 Félag geislafræðinga
Skurðlækningasvið 45 Rannsóknarsvið 24
Alls 235 Alls 50
Samtals 285
Heimild: LSH
Páll Matthíasson
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hvað er betra en að gera hlé á hjólreiðatúrnum
og koma við í ísbúð? Þessir tveir félagar úr Vest-
urbænum gripu til þess ráðs að minnsta kosti og
ekki annað að sjá en að þeir hafi nóg til að spjalla
um í góða veðrinu. Eftir því sem veðrið er betra,
þeim mun meira er að gera í ísbúðunum.
Morgunblaðið/Þórður
Vinir á spjalli með ís við höndina
Ef marka má skráningu Lækna-
félagsins virðast íslenskir læknar
vera að flytja frá útlöndum aftur
heim til Íslands. „Heimfluttir læknar
frá mars til júní á þessu ári voru 24
en brottfluttir tíu,“ segir Þorbjörn
Jónsson, formaður Læknafélags Ís-
lands. Hann setur þó fyrirvara við
tölurnar þar sem um er að ræða
hausatalningu á þeim sem hafa skráð
sig í eða úr félaginu á þessu tímabili
en langflestir starfandi læknar séu
skráðir í félagið og félagaþátttaka sé
því ákveðinn spegill.
„Tölurnar benda til þess að hinn
nýi kjarasamningur frá janúarmán-
uði síðastliðnum hafi jákvæð áhrif á
vilja lækna til að flytja heim til að
starfa,“ segir Þorbjörn.
Hann segir þó mikilvægt að gefa
þessu tíma enda er stór ákvörðun að
flytja milli landa. „Þetta þarf allt að
smella og getur tekið 1-2 ár að snúa
þessu við. Ég veit samt um menn
sem hafa spekúlerað í þessu því
launakjörin eru nú betri, en við heyr-
um ekki af öllum sem eru að skoða
þetta eða stefna á að flytja heim.“
brynja@mbl.is
Fjölgun í Læknafélaginu
bendir til heimkomu lækna
24 heimfluttir
læknar í mars-júní
en 10 fluttu brott
Morgunblaðið/Golli
Læknar Það tekur tíma að fá brottflutta lækna til að snúa aftur til landsins
en tölur Læknafélagsins gefa góðar vísbendingar.
Hundrað skjálftar mældust á tæp-
um tveimur tímum í jarðskjálfta-
hrinu sem gekk yfir Reykjanes í
gærkvöldi. Stærstu skjálftarnir
sem búið var að yfirfara voru nærri
4 að stærð. Þeir fundust í Reykja-
nesbæ og einnig fékk Veðurstofan
tilkynningar ofan af Akranesi.
Samkvæmt upplýsingum Veður-
stofunnar hófst jarðskjálftahrina
um 4 kílómetra norðvestur af Geir-
fugladrangi á Reykjaneshrygg um
klukkan 21 í gærkvöldi. Heldur dró
úr henni á ellefta tímanum en henni
var þó ekki lokið. Ekki er óalgengt
að slíkar hrinur gangi yfir á þess-
um slóðum samkvæmt upplýsingum
Veðurstofunnar. helgi@mbl.is
Jarðskjálftar fund-
ust upp á Akranes
Fimm skemmtiferðaskip komu til
Reykjavíkur í gær og hafa þau
sjaldan eða aldrei verið jafn mörg
við bryggju í einu, að því er fram
kemur á vef Faxaflóahafna.
Með skipunum voru alls nærri 5
þúsund farþegar og áhafnar-
meðlimir um 2.200 talsins. Tvö
skipanna lágu í Gömlu höfninni, tvö
við Skarfabakka og eitt við Korn-
garð. Stærsta skipið var Celebrity
Eclipse, 122 brúttólestir að stærð.
Tvö skipanna voru hér yfir nótt.
Lystiskip ekki verið
fleiri í einu
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Tuttugu og átta frumvörp urðu að
lögum á Alþingi í gær en þingfundur
stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór
í prentun. Á ellefta tímanum mælti
Eygló Harðardóttir fyrir frumvarpi
um húsnæðisbætur.
Að sögn Helga Bernódussonar,
skrifstofustjóra Alþingis, var ákveð-
ið að gera hlé á þingfundi frá klukk-
an sjö til tíu í gærkvöldi til þess að
gefa efnahags- og viðskiptanefnd
færi á að vinna að tveimur frumvörp-
um um afnám hafta. Eftir að þeim
fundi lauk hélt þingfundur áfram og
einnig verður þingfundur fyrrihluta
dags í dag. Eldhúsdagsumræður eru
svo á Alþingi í kvöld en stefnt er að
þinglokum á föstudag.
Þau lagafrumvörp sem urðu að
lögum í gær eru lög um náttúru-
vernd, um lax- og silungsveiði, um
meðferð elds og varnir gegn gróð-
ureldum, lyfjalög, um fjölda hæsta-
réttardómara, siglingalög, vopnalög,
lög um varnir gegn dýrasjúkdómum,
um meðferð einkamála, um inn-
stæðutryggingar, efnalög og fleiri.
13 frumvörp að lögum í dag
Í dag verða að öllum líkindum
greidd atkvæði um þrettán frum-
vörp, m.a. um þjóðlendur og ákvörð-
un marka eignarlanda, þjóðlendna
og afrétta, einnig lög um viðurlög við
brotum á fjármálamarkaði, úrskurð-
arnefnd velferðarmála, menntamála-
stofnun, innflutning dýra, verndar-
svæði í byggð og lögræðislög að því
er lýtur að réttindum fatlaðs fólks.
28 lög urðu til
á Alþingi í gær
Þingfundir halda áfram í dag