Morgunblaðið - 01.07.2015, Side 4

Morgunblaðið - 01.07.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Það er allt brjálað að gera. Nú er sá tími árs þegar allt er sem betur fer á fullu,“ segir Sævar Skapta- son, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Hann segir að gisting sé víða uppbókuð, t.d. á Mý- vatnssvæðinu, Suðurlandi og við Gullfoss og Geysi. „Þó að ekki sé fullbókað á svæðum utan við þessa allra vinsælustu staði er þar vel bókað,“ bætir hann við. Ferðaþjónusta bænda býður upp á 5.500 uppá- búin gistirými sem skiptast niður á 184 bæi um allt land. Sævar segir að dagar komi í sumar þegar ferðamenn geti ekki fundið laust herbergi á Suður- landi. „Það hefur verið mikil breyting á síðustu ár- um. Eftirspurnin er gífurleg og það koma dagar þegar slegist er um herbergin,“ segir hann, en gisti- rýmum á skrá hjá ferðaþjónustunni hefur fjölgað um 130 til 150 á milli ára á undanförnum árum. Öll gistirými verða uppbókuð á Höfn Óðinn Eymundsson, hótelstjóri Hótel Hafnar, tekur í sama streng og Sævar. Bókunarstaðan á Hótel Höfn er mjög góð fyrir sumarið. „Sumarið fer rosalega vel af stað. Það er mikil aukning í júní,“ segir Óðinn, en aukningin í júní nemur 30 prósentum á milli ára. Segir hann það því fyrirséð að hótelið verði uppbókað út sumarið. Þrátt fyrir stóraukið framboð af gistirými á Höfn að undanförnu telur Óðinn að allt gistipláss í sveitarfélaginu verði uppbókað fram yfir háanna- tímann. „Það er mikil fjölgun í sýslunni. Mikið er um heimagistingu, ýmsir hafa verið að stækka við sig og eins hafa verið nýbyggingar,“ segir Óðinn. Á Hótel Höfn eru 68 herbergi og geta allt að 137 gest- ir gist á hótelinu miðað við fulla nýtingu. Óðinn seg- ir að fullyrða megi að yfir 90 prósent þeirra sem dvelji á Hótel Höfn séu erlendir ferðamenn. Slegist um herbergin þegar mest er  Hótelhaldari á Höfn í Hornafirði segir aukninguna í júní nema 30 prósentum frá sama mánuði í fyrra  Bókunarstaðan mjög góð í bændagistingu á Suðurlandi, Mývatnssvæðinu og við Gullfoss og Geysi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gistirými Á vinsælustu ferðamannastöðunum er eftirspurn eftir gistirými meiri en framboðið. Gert er ráð fyrir að íbúðir og smærri verslunar- og þjónustueiningar rísi á öðrum tveggja reita á lóð Ríkis- útvarpsins við Efstaleiti. Niður- stöður dómnefndar í hugmynda- samkeppni um notkun lóðarinnar voru kynntar í gær og varð tillaga Arkþings hlutskörpust. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðinni sé skipt í tvo meginreiti. Reykjavíkurborg og Ríkis- útvarpið undirrituðu samkomulag þess efnis að efnt yrði til hugmynda- samkeppninnar um uppbyggingu á 59 þúsund fermetra svæði við Út- varpshúsið í mars síðastliðnum. Á sama tíma var undirritaður samningur um að borgin leigði 2.600 fermetra í Útvarpshúsinu en þangað mun Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis flytjast. Sigtryggur Jónsson, fram- kvæmdastjóri þjónustumiðstöðv- arinnar, segir vinningstillöguna gera ekkert nema gott. „Það er mjög gott fyrir okkur að hafa þjónustumiðstöðina í miðju íbúðahverfi. Eini hugsanlegi gallinn við staðsetninguna er að þjónustu- miðstöðin er í jaðri byggðar,“ segir hann en bætir við að með tillögunni sem bar sigur út býtum sé sá vandi minni en ella. Til stóð að þjónustumiðstöðin flyttist í Útvarpshúsið í maí sl. en Sigtryggur segir að sökum skorts á iðnaðarmönnum hafi þurft að fresta flutningum fram í júní til að byrja með. Þá reyndist ekki heldur hægt að finna iðnaðarmenn svo flutn- ingum hefur verið seinkað þar til 4. september næstkomandi. Íbúðir og verslanir munu rísa Ljósmynd/Arkþing Efstaleiti Tillaga Arkþings bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni.  Niðurstöður dómnefndar í hugmyndasamkeppni um lóð RÚV kynntar  Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis flytur í Útvarpshúsið í september Reykjavík var hlýjasti staður landsins í gær og veður afar þægilegt til útivistar. Þrjár veður- stöðvar í borginni mældust með mesta hitann, allar upp undir 20 stig. Hiti fór hæst í 19,7 gráð- ur á Geldinganesi, 19,4 á Reykjavíkurflugvelli og loks mældust 18,7 gráður við Korpu. Þessar hitatölur eru nokkuð frá meti ársins til þessa. Það er rakið til Húsafells þar sem 22 stig mæld- ust síðastliðinn föstudag. Trausti Jónsson veð- urfræðingur segir í bloggi sínu að þetta þyki í lakara lagi í enda júnímánaðar en hafi þó tvisvar verið lakara á öldinni. Til að gleðja þá lands- menn sem vilja hafa það notalegt í sumarfríinu getur hann þess að oftast mælist hæsti hiti ársins síðar á árinu og þá væntanlega í júlí eða ágúst. Morgunblaðið/Eggert Notalegast á þremur stöðum í borginni Tæplega 20 stiga hiti mældist á veðurstöðvum í Reykjavík í gær Bandalag há- skólamanna (BHM) á ekki von á öðru en að Hæstiréttur muni í dag skipa gerð- ardóm til að ákveða kaup og kjör félags- manna. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, formaður BHM. „Lögin sem sett voru á verkfall BHM þann 13. júní kveða á um skip- un gerðardóms,“ segir hún og vísar til ákvæðis laganna þess efnis að hafi samningsaðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015, skuli Hæstiréttur tilefna þrjá menn í gerðardóm til að ákveða kaup og kjör. Bendir Þórunn á, að ætli menn að fara eftir lögunum, verði skipa gerðardóm. Svo sem kunnugt er, stefndi BHM íslenska ríkinu vegna sömu laga á þeim grunni að þau brytu gegn stjórnarskrá, Mannréttindasáttmála Evópu og samþykktum ILO. Á morgun verður fyrirtaka í málinu málflutningur á mánudag. brynja@mbl.is BHM væntir gerðardóms  Skipaður í dag, sé farið að lögum Þórunn Sveinbjarnardóttir Óðinn Eymundsson á Hótel Höfn segir helsta vandamálið við fjölgun ferðamanna vera starfsmannamál. Erfitt sé að manna í stöður á hótelinu og því þurfi hótelið að sækja starfsfólk frá útlöndum. „Við höfum verið að taka krakka frá Norðurlöndum sem hefur tekist mjög vel,“ segir hann en norrænu ung- mennin koma hingað til lands með tilstuðlan norræna vinnumarkaðsverkefnisins Nordjobb. Starfsmenn frá útlöndum LÚXUSVANDI Á HÖFN Vegna kulda og þurrka í vor er ólíklegt að öll lón Landsvirkj- unar fyllist í sumar. Mögu- legt er að Lands- virkjun þurfi að draga úr fram- boði á raforku á skammtíma- markaði ef stað- an í lónunum verður undir væntingum í haust. Kuldinn í vor olli því að vorleys- ing af hálendinu hófst seint og var hægt framan af. Er þetta ein versta vorkoma í rekstrarsögu vatnsmiðl- unar Landsvirkjunar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hvort og hvenær lónin fyllast ræðst meðal annars af veðurfari og jökulbráðnum næstu vikna og mán- aða. Mestar líkur eru á að Hálslón fyllist en litlar líkur á að lón á Þjórsársvæði nýtist til fulls. helgi@mbl.is Ólíklegt að lón á Þjórsársvæði fyllist Foss Hálslón ætti að fyllast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.