Morgunblaðið - 01.07.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015
„Vegurinn er stórhættulegur,“ segir
Ólafur Gunnarsson um Hvítár-
bakkaveg, en hann rekur gistiheimili
á Hvítárbakka.
„Mölin í veginum er alls ekki rétt.
Þeir ferðamenn sem hafa komið
hingað eru skíthræddir eftir að hafa
keyrt þennan veg, því að bíllinn dans-
ar svo rosalega ofan á mölinni,“ segir
Ólafur og bætir við að slæmt ástand
vegarins hafi áhrif á viðskiptin og í
fyrra hafi ferðamenn velt bíl á veg-
inum.
Morgunblaðið flutti á laugardag-
inn frétt af Jóni Friðriki Jónssyni, á
Hvítárbakka, sem hafði sett upp
skilti við veginn þar sem hann varaði
fólk við veginum.
Magnús V. Jóhannsson, svæðis-
stjóri vestursvæðis hjá Vegagerðinni,
segir ekki standa til að gera neitt
annað en hefðbundið viðhald á Hvít-
árbakkavegi. „Vegurinn er örugglega
leiðinlegur en malarvegir eru það oft
á tíðum. Ég hef ekki keyrt veginn ný-
lega, en hann er líklega grófur og það
rýkur úr honum. En hann er ekki
verri en víða annars staðar.“
Á stuttum vegkafla sunnan við
Borgarfjarðarbrú hefur bik blætt
upp úr veginum sem getur fest við
bíla og dekk. Vegna hita hefur ekki
verið hægt að leggja yfirlagningu á
veginn. Pétur G. Matthíasson, upp-
lýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, seg-
ist ekki eiga vona á að hiti tefji fram-
kvæmdir mikið. Þá segir hann að
þegar sólarhiti sé mikill sé hætta á
blæðingum. „Það er minna um það
núna en áður, þær voru algengari
þegar við notuðum terpentínu sem
mýkingarefni í klæðninguna.“
Hvítárbakkavegur ekki verri en víða annars staðar
Varúðarskilti Fólk er varað sérstaklega við Hvítárbakkaveginum.
Vegagerðin segir viðhald vegarins vera hefðbundið
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Tveir karlmenn, fæddir 1996 og
1998, hafa verið ákærðir fyrir sér-
staklega hættulega líkamsárás á
annan mann. Annar þeirra er einn-
ig ákærður fyrir brot gegn lög-
reglumanni, árás á stúlku og aðra
sérstaklega hættulega líkamsárás.
Í ákærunni eru mennirnir báðir
ákærðir fyrir sérstaklega hættu-
lega líkamsárás, með því að hafa í
félagi aðfaranótt laugardagsins 16.
ágúst 2014 ráðist að karlmanni, sá
yngri með því að slá hann með
krepptum hnefa í andlitið þannig
að hann féll í götuna og í kjölfarið
spörkuðu ákærðu báðir ítrekað í
höfuð hans þar sem hann lá í göt-
unni. Afleiðingar líkamsárásar-
innar urðu þær að nef hans aflag-
aðist, framtönn brotnaði og hann
hlaut mar á vinstra eyra og eymsli
yfir kinnbeinum.
Ákærðir fyrir sér-
lega hættulega árás
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Útalan er
hafin
40% afsláttur af ö
llum vör
um
Flott föt fyrir öll tækifæri
Bæjarráð Sandgerðisbæjar kom
saman til fundar í gær en þar var
m.a. bókað um skýrslu Rögnu-
nefndarinnar svonefndu. Vekur
það furðu bæjarráðs að nefndin
hafi ekki haft núverandi millilanda-
flugvöll á Miðnesheiði sem einn val-
kosta við skoðun á flugvallar-
kostum á höfuðborgarsvæðinu.
„Bæjarráð telur rétt að ef flytja á
innanlandsflug úr Vatnsmýrinni
liggi beint við að næst verði gerð
nákvæm úttekt á því að flytja inn-
anlandsflugið á núverandi alþjóða-
flugvöll í stað þess að fara strax í að
fullkanna flugvallarskilyrði í
Hvassahrauni eins og stýrihóp-
urinn leggur til. Það er eðlileg
krafa að slík úttekt sé gerð áður en
hafist er handa við að leggja nýjan
flugvöll frá grunni á svæði sem er
einnig að hluta til á Suðurnesjum
og einungis í um 15 mínútna akst-
ursfjarlægð frá Flugstöð Leifs
Eiríkssonar í Sandgerði. Bæjaryfir-
völd eru tilbúin til að eiga aðkomu
að slíkri úttekt, enda stærstur hluti
alþjóðaflugvallarins í landi Sand-
gerðisbæjar,“ segir m.a. í bókun
bæjarráðs, en það telur rétt að fela
starfandi bæjarstjóra að kalla eftir
kynningu á efni skýrslu Rögn-
nefndar fyrir sveitarstjórnarfólk í
Sandgerðisbæ.
Vildu skoða
Miðnesheiði
Undrandi á Rögnu-
nefnd í Sandgerði
Morgunblaðið/ÞÖK
Leifsstöð Sandgerðingar vilja að
Keflavíkurflugvöllur sé skoðaður.