Morgunblaðið - 01.07.2015, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.07.2015, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Canopy, nýtt vörumerki í eigu Hilton International, mun opna sitt allra fyrsta hótel í Reykjavík í mars 2016. Hótelið verður á Hljómalindarreitnum í miðbæ Reykjavíkur og mun flokkast til lúxushótela. Upphaflega Icelandair hótel Hótelið mun heita Canopy Reykjavik | City Centre og mun Icelandair hótel sjá um rekstur- inn. Framkvæmdir eru þegar hafnar, en auk þess sem núver- andi húsum á reitnum verður breytt verður nýbygging reist á milli þeirra. „Í upphafi fram- kvæmda við Hljómalindarreitinn lögðum við upp með að þarna risi nýtt Icelandair hótel,“ er haft eftir Magneu Þóreyju Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hót- ela, í tilkynningu frá Ice- landairhotels. Njóta góðs af markaðs- setningu áfangastaðarins „Þegar okkur hinsvegar bauðst tækifæri til að opna fyrsta hótel sinnar tegundar í heiminum hér í Reykjavík, og njóta þar góðs af gríðarlegri markaðssetningu áfangastaðarins um heim allan gegnum öflugt sölukerfi Hilton International, þá þurftum við ekki að hugsa okkur tvisvar um,“ er haft eftir Magneu. Þá telur hún mikinn ávinning í að auka fjölbreytni í gistiflóru borgarinnar frá því sem nú er og fjölga erlendum vörumerkjum. „Samstarfsaðilar okkar erlendis leggja mikinn metnað og jafn- framt fjármuni í að markaðssetja þetta nýja vörumerki á komandi misserum og árum,“ segir hún. Í tilkynningu segir að Canopy sé nýtt lífsstílsvörumerki ætlað fyrir þá sem vilji aukin gæði í gistingu og veitingum, en jafn- framt að upplifa sérkenni hvers áfangastaðar á hótelinu. Því verð- ur lögð lykiláhersla á sterka skír- skotun í íslenskt mannlíf, menn- ingu og hönnun í innviðum hótelsins, en á sama tíma upp- fylltar kröfur Canopy um gæði gistingar og þjónustu. 115 herbergi Canopy Reykjavik | City Centre verður með 115 her- bergjum að meðtöldum svítum. Hótelið verður í samræmi við hug- myndafræði Canopy þar sem mikil áhersla er lögð á hönnun. Í bak- garði verður veitingarekstur. Á efstu hæð verða bar og veitinga- staður ásamt sérstakri matsölu. Haft er eftir Patrick Fitzgibbon, aðstoðarframkvæmdastjóra þróun- ar hjá Hilton International, að Ís- land sé orðið einn vinsælasti áfangastaður heims, þar sem ferðamannafjöldi hafi þrefaldast undanfarin 15 ár. Þess vegna sé viðeigandi að fyrsta hótelið undir merki Canopy verði opnað á Ís- landi. Gary Steffen, aðalframkvæmda- stjóri Canopy hjá Hilton, segir að mikil vinna hafi verið lögð í að rannsaka þarfir og væntingar við- skiptavina á öllum stigum þegar hugmyndafræði Canopy var mót- uð. Hann segir Canopy vera fullt tilhlökkunar að opna hótelið hér á landi. Hótel í eigu Hilton rís  Lúxushótel undir merkjum Canopy rís á Hljómalindarreitnum Hótelið Sjá má af þessari tölvugerðu mynd hvernig byggingin mun falla inn í götumyndina. City Center og Icelandair munu sjá um reksturinn. Morgunblaðið/Júlíus Hljómalindarreitur Nýtt hótel á vegum Hilton-hótelkeðjunnar mun heita Canopy Reykjavík. Framkvæmdir eru þegar hafnar auk þess sem núverandi húsum verður breytt. Verður nýbygging reist á milli þeirra. – fyrir dýrin þín 01.–05. júlí TAX FREE Á BÚRUM OG BÆLUM Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • Sími 511 2022 • www.dyrabaer.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.