Morgunblaðið - 01.07.2015, Page 17

Morgunblaðið - 01.07.2015, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fjármálaráðherrar ríkja Evrópu- sambandsins ræddu í gærkvöldi á símafundi nýtt tilboð frá Grikkjum en urðu ekki við beiðni þeirra um að framlengja lokafrest lánardrottna- hópsins, Þríeykisins, sem rann út á miðnætti. Fyrir þann tíma áttu Grikkir að greiða afborgun af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum upp á 1,6 milljarða evra, nær 240 milljarða króna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í gærkvöldi að honum hefði ekki borist greiðsla á réttum tíma. Þar með er Grikkland í reynd komið í greiðsluþrot. Tvennum sögum fór af því hvort framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefði á mánudagskvöld gert Grikkjum ívið betra tilboð með því að slaka á kröfum um skertar líf- eyrisbætur. Angela Merkel Þýska- landskanslari sagðist ekki hafa heyrt um neinar tilslakanir af þessu tagi. Ríkisstjórn vinstrimannsins Alex- is Tsipras í Aþenu hyggst efna til þjóðaratkvæðis á sunnudag um til- boð lánardrottnanna þriggja, þ.e. ESB, seðlabanka sambandsins og AGS, og mælir Tsipras með því að tilboðinu verði hafnað. Hann hefur sagt kjósendum að verði niðurstaðan nei muni það bæta samningsstöðu stjórnvalda gagnvart Þríeykinu. Vandi Grikkja er mikill en ESB-rík- in hafa gert mikið til að létta byrðar þeirra, m.a. lengt mikið í lánum, al- veg til ársins 2054. Að sögn Wall Street Journal eru vaxtagreiðslur Grikkja nú 4% af landsframleiðslu og því nokkru minni en Portúgala, Ítala og Íra. Kannanir benda til þess að veru- legur meirihluti muni samþykkja til- boð Þríeykisins og segja já á sunnu- dag. Tsipras hefur sagt að fari svo að mikill meirihluti samþykki tilboðið muni hann segja af sér. Meiri stuðningur við já Bent hefur verið á að samkvæmt lögum skuli hver kjósandi greiða at- kvæði í eigin kjördæmi, engin heim- ild sé fyrir utankjörstaðakosningu. Margir Grikkir vinni við ferðaþjón- ustu á eyjum langt frá heimilinu og hafi ekki ráð á að taka sér frí í nokkra daga til að kjósa. Gjaldeyrishöft eru nú í gildi í Grikklandi og má hver íbúi aðeins taka 60 evrur, tæpar 9.000 krónur, út úr hraðbanka á dag. Bankar eru lok- aðir í bili en í gær var þó lífeyrisþeg- um, sem margir nota ekki greiðslu- kort, leyft að taka út alls 120 evrur í banka. Verða því um 1.000 banka- útibú opnuð í þrjá daga. Þjarmað að ríkis- stjórn Tsipras  Kannanir í Grikklandi gefa til kynna að síðasta tilboð lánardrottnanna verði samþykkt í þjóðaratkvæði á sunnudag AFP Fáni og ást Efnt hefur verið til samstöðufunda með stjórn Tsipras við gríska þingið síðustu daga og hafa mörg þús- und manns tekið þátt í þeim. Einnig hafa þeir sem vilja taka tilboði lánardrottna Grikkja efnt til sinna funda. Fá ekki lán hjá Rússum » Tsipras mun hafa reynt að fá lán í Rússlandi en talsmaður Vladimírs Pútín Rússlands- forseta sagði í gær að fjár- hagsaðstoð við Grikki væri „mál Grikkja og lánardrottn- anna, ekki okkar“. » Gríska ríkið skuldar nú sem svarar um 175% af landsfram- leiðslu, atvinnuleysi er 25% og tvöfalt meira hjá ungu fólki. Embættismenn og björgunarfólk að störfum í borginni Medan á Súmötru, einni af eyjum Indónesíu, í gær. Indónesísk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 með 113 manns innanborðs á leið frá Soewondo-herflug- vellinum hrapaði á hótel við umferðargötu við íbúðarhverfi í borginni í gær. Síðdegis höfðu 66 lík fundist. Mikill eldur varð laus á slysstaðnum og reykjarbólstrar stigu hátt í loft upp. Soewondo er í um fimm km fjarlægð frá Medan. Ekki var ljóst hvað valdið hefði slysinu. Yfir 100 gætu hafa farist AFP Miðaldra Bandaríkja- maður, Patrick Thornton, var nýlega á sundi við strönd Norður- Karólínu þegar hann fann að kippt var í ann- an ökklann. Hann sá blóð í sjónum og um fimm feta langan hákarl á sveimi. Þegar hákarlinn gerði næstu árás barði Thornton fiskinn þrisvar í hausinn og búkinn. Þrír hákarlar að auki voru nú komnir á staðinn enda finna hákarlar lykt af blóði í sjónum langa vegu. Næst glefsaði hákarlinn í bakið á Thornton sem rak þá olnbogann í hann. Manninum tókst loks að kom- ast burt og er nú á sjúkrahúsi, að sögn Independent. Óvenju mikið hefur verið um árásir hákarla á svæðinu síðustu vikur. kjon@mbl.is BANDARÍKIN Barði hákarlinn í hausinn og slapp Kristján Jónsson kjon@mbl.is Utanríkisráðherra Írans, Mo- hammad Javad Zarif, kom til Vínarborgar í gær og hugðist eiga þar fund með fulltrúum stórveld- anna um kjarnorkuáætlun Írana. Ráðamenn í Teheran eru grunaðir um að ætla að koma sér upp kjarnorkuvopnum með leynd. Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti hefur beitt sér ákaft fyrir samkomulagi og þarf að láta þinginu í té ná- kvæma útfærslu á niðurstöðunni í síðasta lagi 9. júlí. Vonast er til þess að þátttaka Za- rifs í viðræðunum verði til að koma þeim á skrið. Íranar hafa tregðast við að fallast á skilyrðislausa heimild Alþjóða kjarnorkumála- stofnunarinnar, IAEA, til að sinna eftirliti með tilrauna- stöðvum klerka- stjórnarinnar. Slaki Íranar ekki til gæti sam- komulagið hrunið. Ef samkomulag næst myndi það m.a. þýða að viðskiptalegum refsi- aðgerðum gegn Íran yrði smám saman hætt. Írönsk olía myndi þá streyma inn á heimsmarkaði, sem gæti orðið til að lækka enn olíuverð. Vona að stjórn Írans slaki til  Kjarnorkuviðræður á lokastigi Mohammad Javad Zarif Ármú la 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn. is | www.gahusgogn. is 1975-2015 GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki 40 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.