Morgunblaðið - 01.07.2015, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 2015
Ásgeir Þór Óskarsson rak Gúmmíbátaþjónustuna í Reykjavík ítæp 40 ár. „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík og átti fyrstheima í Þverholtinu og síðar á Lokastíg 23. Eftir gagnfræða-
skólapróf fór ég í Samvinnuskólann einn vetur.“
Ásgeir starfaði fyrst í Gleriðjunni en síðan fór hann til sjós í tvö ár
og var á varðskipum. Hann hóf síðan störf við skoðun og eftirlit á
gúmmíbjörgunarbátum og rak Gúmmíbátaþjónustuna eins og áður
sagði. „Ég var mjög heppinn með starfsfólk og líkaði vel samstarfið
við útgerðarmenn og sjómenn.“
Helstu áhugamál Ásgeirs eru ferðalög, innanlands og utan, og kór-
söngur. Ég hef sungið með Karlakór Reykjavíkur, Skagfirsku söng-
sveitinni og nú með Söngvinum í Kópavogi. Eftir starfslokin hef ég
stundað sund og pútt auk þess að vera eldheitur Valsmaður og ég
sæki flesta leiki Vals.“
Ásgeir hefur búið í Kópavogi í 40 ár og er sannur Kópavogsbúi.
Hann er giftur Svanlaugu Torfadóttur leikskólakennara og á þrjár
dætur, Ingu Ósk, Jóhönnu og Guðmundu. Barnabörnin eru sex talsins.
Ásgeir er nýkominn úr afmælisferð. „Hún heppnaðist mjög vel. Ég
var í Árósum og borgin er lífleg, þar var margt að skoða og alltaf
gaman að koma til Danmerkur.“
Í dag ætlar Ásgeir að dvelja í sumarbústað og grilla með fjöl-
skyldunni.
Hjónin Ásgeir og Svanlaug voru sl. sumar á Ítalíu, þar sem keyrt var
um og dvalist í Cremona, en Ítalía er í sérstöku uppáhaldi hjá þeim.
Eldheitur Valsari
og sækir flesta leiki
Ásgeir Þór Óskarsson er áttræður í dag
A
rnar fæddist á Akureyri
1.7. 1965 og hefur verið
búsettur þar alla tíð fyr-
ir utan tvö ár er fjöl-
skyldan bjó í Kaup-
mannahöfn er hann var 4-5 ára: „Ég
ólst upp á Eyrinni þar sem helstu
leiksvæði þess tíma voru fjaran niður
af Strandgötunni.
Ömmur og afar voru reyndar virk-
ir þátttakendur í uppeldinu fyrstu ár-
in. Fyrst var ég mikið hjá móðurfor-
eldrum og síðar bjó ég m.a. í eitt ár
hjá ömmu og afa meðan foreldrar
voru í Kaupmannahöfn við nám.“
Arnar var í Barnaskóla Akureyrar
og Lundarskóla: „Framhalds- og há-
skólaárin fóru nú frekar í það að njóta
þess sem lífið hafði upp á að bjóða
ungu fólki á þeim tíma fremur en stífa
námsástundun. Ég stundaði að vísu
nám í viðskiptafræði við HA en lenti
svo í því eins og margir að ljúka aldr-
ei lokaritgerðinni. Auk þess stundaði
ég nám í blómaskreytingum í Dan-
mörku, lauk prófum í því og starfaði
við það í nokkur ár hjá ömmubróður
mínum sem rak Blómabúðina Laufás
á Akureyri áratugum saman.“
Starfsferillinn hjá Arnari hefur
lengst af verið tengdur viðskiptum og
sölumennsku enda kominn af kaupa-
héðnum eins og hann segir sjálfur.
Hann vann í verslun hjá afa og
ömmubræðrum sínum og starfaði
einnig við sölumennsku hjá fram-
leiðslufyrirtækinu Glófa sem fram-
leiddi vettlinga, sokka og ýmsar aðr-
ar ullarvörur. Þessar vörur seldi
Arnar víða um land. Hann hefur svo
verið fasteignasali í 12 ár og starf-
rækt eigin fasteignasölu sl. tvö ár.
Arnar er virkur félagi í Oddfellow-
reglunni og leikur golf þó hann segi
Arnar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali á Akureyri – 50 ára
Stór hópur Arnar með systkinum sínum og foreldrum. Myndin er tekin við Gróðrarstöðina á Akureyri.
Góðar stundir í stangveiði
Veiðigrallarar Arnar með hópnum góða sem fer a.m.k eina ferð á sumri.
Maren Dögg
Guðbjartsdóttir
og Jóhanna
Dagrún Daða-
dóttir söfnuðu
2.461 krónu með
því að búa til háls-
festar úr krabba-
klóm sem þær
seldu á tombólu
í Neskaupstað.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is