Morgunblaðið - 01.07.2015, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.07.2015, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 182. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Týndur maður kominn í leitirnar 2. Gekk á Vigdísi Finnbogadóttur 3. Að veita karlmanni guðdómleg… 4. Áfall fyrir Hafnarfjörð »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarhátíðin All Tomorrow’s Parties hefst á morgun á Ásbrú í Keflavík og verður nú haldin í þriðja sinn hér á landi. Dagskrá hátíð- arinnar liggur nú fyrir og hafa tónlist- armaðurinn CeaseTone og hljóm- sveitin Caterpillarmen bæst í hóp áður tilkynntra flytjenda sem sigur- vegarar í keppni sem haldin var á vegum ATP en valið á þeim var í höndum hjómplötuútgáfunnar Bedroom og Rásar 2. Þá liggur kvik- myndadagskrá ATP fyrir og var hljómsveitin Mogwai fengin til að stýra henni, í tilefni af 20 ára afmæli hljómsveitarinnar. Meðal þeirra kvik- mynda sem sýndar verða á hátíðinni eru American Movie, Don’t Look Back, The Exorcist, Rollerball og Si- lent Running. Af helstu flytjendum hátíðarinnar má nefna Iggy Pop, Pu- blic Enemy og Belle and Sebastian. Upplýsingar um hátíðina má finna á vef hennar, atpfestival.com/ events/atpiceland2015. Mogwai stýrir kvik- myndadagskrá ATP  KEX Köntrí, árleg tónlistar- og mat- arhátíð KEX hostels, verður haldin 2.-4. júlí. Hátíðin er haldin í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí, og verður boðið upp á tónlist undir sterkum áhrifum frá banda- rískri þjóðlagatónlist. Meðal þeirra sem koma fram eru Mr. Silla, KK og Lights on the Highway og húshljóm- sveitin KEX Köntrí All Stars leikur 4. júlí. Matseðillinn á Sæmundi í spari- fötunum, veit- ingastað KEX hostels, verður tileinkaður bandarískri mat- arhefð. Matur og tónlist á hátíðinni Kex Köntrí Á fimmtudag Norðaustlæg átt, 5-10 m/s og víða rigning, einkum austanlands, og hiti 5 til 12 stig, en hægari vindur og úrkomulítið suðvestan- og vestanlands og hiti 10 til 16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 m/s og rigning, hvassast norðvestantil, en austan 5-10 sunnan- og austanlands og úrkomu- minna. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld. Hiti 8 til 16 stig. VEÐUR Stangarstökkvarinn og ÍR- ingurinn Hulda Þorsteins- dóttir er snúin aftur á keppnisvöllinn eftir gríðar- lega erfiða baráttu við meiðsli undanfarin þrjú ár. Hún náði frábærum árangri á innanfélagsmóti ÍR-inga á dögunum og á sér þann draum að komast á Ólymp- íuleikana í Rio de Janeiro á næsta ári en hana vantar ekki marga sentimetra til þess að ná lágmarkinu. »1 Ótrúleg endur- koma Huldu „Maður sér að þessi ferill verður ekki jafnlangur og hjá flest- um,“ sagði Ólafur Gúst- afsson handboltamaður við Morgunblaðið. Ólafur er nýkom- inn úr sinni ann- arri aðgerð á hægra hné og er á leið í þriðju aðgerðina á vinstra hnénu, þó að hann sé aðeins 26 ára gamall. »1 Fjórða og fimmta hné- aðgerðin hjá Ólafi „Ég hef auðvitað fylgst með frábær- um árangri íslenska landsliðsins. Árangur liðsins er ótrúlegur og kannski er íslenska landsliðið betra en það danska um þessar mundir,“ sagði Patrick Pedersen, danski framherjinn í liði Vals, léttur í bragði. Hann er leikmaður 10. umferðar Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu hjá Morgunblaðinu. »2 Árangur íslenska landsliðsins ótrúlegur ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Vinnuhópur tíunda bekkjar Breiðholtsskóla sigraði í hóp- myndakeppni, öðrum hluta ljósmyndakeppni á vegum Vinnu- skóla Reykjavíkur. Vinnuskólinn efndi til ljósmyndakeppni meðal vinnuhópa skólans. „Það eru tvær keppnir í gangi, annars vegar senda krakkarnir myndir af sér, hópmyndir eða annað skemmtilegt, hins vegar senda þeir myndir af beðum sem þeir hafa tekið sérstaklega í gegn,“ segir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri vinnuskólans. Niðurstöðurnar í síðarnefndu keppn- inni eru þó ekki ljósar. Magnús segir þátttökuna í keppnunum hafa verið góða, en vinnuhóparnir keppa saman og segir Magnús nemendur vinnuskólans vera mjög áhugasama. Marg- ar skemmtilegar myndir hafa borist enda til mikils að vinna en vinningsliðið fær köku og mjólk í kaffipásunni sinni í vinnuskólanum. Annað sætið í hópmyndakeppninni hlaut tíundi bekkur Fossvogsskóla en níundi bekkur Seljaskóla hreppti það þriðja. Sigurmyndin Það var ljósmynd frá Breiðholtsskóla sem þótti bera af en dómnefnd leit til eigin álits og þess fjölda sem hafði líkað við myndina á fés- bókarsíðu vinnuskólans. Hópurinn sem stendur á bak við myndina á von á köku og mjólk í einni kaffipásunni í vikunni. Fjölbreytni Myndir keppninnar voru margar og ólíkar en flestar mjög líflegar. Þessi mynd var frá hópi 9. og 10. bekkjar úr Steinahlíð. Liðsandi í ljós- myndakeppni  Kátir og metnaðarfullir nemendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.