Skagfirðingabók - 01.01.1987, Síða 52
SKAGFIRÐINGABÓK
hryggstykki af hangikjöti. Um skinnfötin í eldhúsinu kveðst
hún ekkert hafa vitað, að þau væru óskrifuð, því það sem heim
hafi verið borið af skinnfötum, hafi verið hengt upp til þurrks,
annaðhvort úti eða í eldhúsinu. Þá segist hún hafa beðið
prestinn og eins Magnús bónda á Sævarlandi að gjöra ekki
þjófnað úr hinum fundnu hlutum, því það hefði vissulega ekki
verið meining Péturs að stela þeim. Um þann litla hlut, sem
Hólmfríður sagði, að Lilja hefði tekið úr öskustónni og borið
út úr eldhúsinu, sagði Lilja, að það hefði verið peningabudda,
sem hún hefði látið þarna, áður en leitað var.
Var þá lokið yfirheyrslum, en sýslumaður lét bóka að
umtal það, sem Lilja sagði að hefði átt sér stað milli
hjónanna um smjörið og selspikið á skálakistunni, um að
Pétur hafi ekki álitið nauðsynlegt að segja til þess fyrr en
hlutaðeigendur hins brotna skips kæmu að norðan, kom
einnig fram í framburði Péturs, þó það væri ekki bókað.
Ennfremur er þess að geta, að munir þeir, er annað
vitni, Hólmfríður Þorláksdóttir, hefur borið að rekið
hafi, eftir að norðanmennirnir voru farnir, eru viður-
kenndir af Pétri á Þangskála og verða teknir til umsjónar
af hreppstjóranum.
Var þeim Pétri og Lilju nú tilkynnt, að sök yrði höfðuð gegn
þeim í réttvísinnar nafni fyrir framinn ófrómleika þeirra. Þau
voru spurð um, hvort þau óskuðu talsmanns eða eigi. Létu þau í
ljósi þá ósk sína, að skrifari A. Stephensen flytti vörn fyrir þau.
Var svo Lilju gefið fararleyfi, en Pétur hafður í haldi fyrst um
sinn.
Annað réttarhald var á Reynistað mánudaginn 18. júlí 1864.
Þar voru lögð fram ýmis skjöl í málinu, og Pétur tók fram, að
það hefði ekki verið meining sín eða ásetningur að draga dul á
neitt af skipbrotsgóssinu, og þó hann við áburð dómarans við
prófið á Skefilsstöðum hafi tekið svo til orða, að hann sæi sér
ekki annað fært en játa, að hann hefði stolið hinum óuppskrif-
50