Skagfirðingabók - 01.01.1987, Side 131
BÚSKAPARHÆTTIR Á HRAUNI
150 hestburði. Það var allt þýft nema tveir blettir, sem nefndir
voru Balar; annar þeirra Sjómannabali, en eftir honum var
gengið þegar farið var til sjávar. Tvær álfaþúfur eru hér í túni,
og þær má ekki slá, þá á einhver ógæfa að henda. Þeim er
óraskað enn. Þá voru hér í túni tveir hólar, sem hétu Sölvahóll
og Vilkatóft, trúlega sjóbúðir. Tómthúsbýli var hér fyrir ofan
bæinn, sem Högnagerði heitir. Nú er búið að gera þar tún, sem
ber sama nafn. Vestur í túninu var tjarnarpollur, sem Trumba
hét. Hún hefur verið fyllt upp, og ber vesturhluti túnsins nafn
af henni og nefnist Trumbuvöllur. Sem fyrr segir átti Reynistað-
arklaustur hluta af jörðinni, og heitir austurhluti túnsins
Klausturvöllur.
Oftast var byrjað að slá túnin, en þó stundum, ef seint spratt,
var byrjað að slá fyrir völl, sem kallað var. Þótti fyrirvallarheyið
étast vel, þó oftast væri það mikið sinuborið. Engjaheyskapur
var hér erfiður, en á næstu engjar er klukkutíma lestagangur og
allt upp í tveggja tíma ferð þangað sem lengst er á engjar. Engi
hér eru yfirleitt blautar brokmýrar og sums staðar svo rót-
lausar, að varla hélt manni. Þurfti því að bera heyið, oft langar
leiðir, til að hestar gengju að. Oftast var heyið flutt blautt heim
og þurrkað þar, en stundum á slétt holt og þurrkað. A fjarlæg-
ustu engjum var oftast legið við og heyið flutt á þurrt og
þurrkað og oft sett saman í fúlgu og ekið heim á vetrinum.
A vorin var farið til grasa og stundum líka tekin geitnaskóf af
steinum. Hún var þvegin, soðin vel, sett í pressu, en þá hljóp
hún saman líkt og sviðasulta eða sundmagi. Svo var hún sett í
súr og etin og þótti góður matur. Hyllzt var til að fara til grasa
þegar blautt var á. Voru grösin þá hreinni.
Allir þorskhausar og dálkar voru hertir. Stærstu hausarnir
voru rifnir upp og hengdir á rár, en dálkarnir og minni hausar
voru hertir á möl. Svo voru þeir barðir og gefnir hrossum að
vetrinum. Stórhausarnir voru rifnir og etnir. Sundmagi var
hirtur úr öllum stórþorski. Hann var himnudreginn, þveginn,
soðinn og súrsaður og þótti herramannsmatur; hann hljóp eins
129