Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 10
SKAGFIRÐINGABÓK
nóvember og hafði það eftir móður sinni. „Sr. Eggert minn
[Briem] á Hofi skírði mig, en hann var vínhneigður nokkuð, og
ef til vill má rekja skekkjuna til þess. Hitt þykir mér svo aftur
lakara, ef ég fæ ekki að halda réttu nafni, þá ég er komin í gröf-
ina, og einhver kynni að minnast mín í framtíðinni. Eg mun
nefnilega í kirkjubókum, sumum að minnsta kosti . . . vera
nefnd María.“
Faðir Stefaníu var Ferdínand Gíslason bóndi á Hróarsstöð-
um og síðar í Orlygsstaðaseli, bjargálna alla tíð. Faðir hans var
Gísli Magnússon bóndi á Kurfi á Skagaströnd o.v., Magnússon-
ar. Gísli Konráðsson segir í Sögu Skagstrendinga og Skaga-
manna, að Gísli hafi verið drykkjugjarn og ekki dælt við hann
að eiga. Einhvern tíma rak hval á Hofsfjöru á Skagaströnd, og
„var kallað, að sex kirkjur ættu.“ Fjölda manns dreif að til að
skera hvalinn, og í hópi þeirra var Gísli Magnússon. Harðar
deilur urðu meðal manna um hversu skipta bæri skurðinum, og
þeir Björn Ólsen á Þingeyrum og Jón prestur Pétursson á
Höskuldsstöðum kröfðust þess, að skurði yrði hætt, unz menn
yrðu á eitt sáttir um skiptingu. Skurðarmenn sinntu þessu nema
Gísli, sem var við öl. „Hann mælti við Ólsen og prest: „Farið
þið sjálfir til helvítis af hvalnum, öllum gefur guð hvali jafnt,
eigið þið eigi meira með hann en aðrir.““ I annan tíma rak mað-
ur klyfjahesta um tún Gísla, en hann undi því illa, hljóp að og
skar ofan af þeim öllum og kom til handalögmála. „Var hann
harðgerr og heldur illskiptinn,“ segir Gísli Konráðsson um
nafna sinn.
Móðir Gísla Magnússonar hét Elín Arnadóttir, fædd um
1765 í Hvammshlíð inn af Norðurárdal á Skagaströnd. Stefanía
lærði sögn um hana af foreldrum sínum og sagði Kristínu dótt-
ur sinni. Elín var austur í Skaftafellssýslu, þegar Síðueldar kvikn-
uðu 1783, líklega í vist og þá 19 ára gömul. Hún hrökklaðist
þaðan til að flýja hungur, og á leið sinni gisti hún í sæluhúsi. Þar
var grútarlampi, og saug hún kveikinn meðan nokkuð var að
hafa, hélt svo áfram ferð sinni, mjög máttfarin. Hún komst vest-
8