Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 151
KONUR Á HÓLASTAÐ
með þeim. Um nýmeti var ekki að ræða nema yfir bjargræðis-
tímann. Allur matur var reyktur, súrsaður eða þurrkaður
(hertur), trúlega einnig saltaður. Hér þarf einnig að taka tillit til
samgangna. Milli Islands og Danmerkur voru engar siglingar
yfir veturinn, svo allan kornmat, krydd, vefnaðarvöru og annan
erlendan varning þurfti að panta með góðum fyrirvara. Sigling-
ar voru ekki alltaf reglulegar, stundum hefur verið hægt að
birgja staðinn upp vor og haust, en annars aðeins á vorin. Hér
þarf einnig að hafa í huga alla umsjón með dómkirkjunni og
búnaði hennar, ljósmeti, kertagerð og fleira.
Við upptalningu fólksins, sem var á launaskrá á Hólum 1572,
kemur í ljós skýr verkaskipting meðal þjónustufólks staðarins
og æði fjölbreytt skipting. Til gamans má geta þess, að sam-
kvæmt rannsóknum fræðimannsins Barböru Tuchman á lífi
fransks aðalsmanns á fjórtándu öld, þá er sterk líking með
verkaskiptingu á Hólum og hjá þjónustufólki aðalsmannsins á
sínum tíma. Tuchman getur þess, að þessa skiptingu sé aðeins
að finna hjá háaðli.49 Þó ýmislegt beri þar á milli, þá er grund-
vallarskiptingin sú sama.
Einhverjir kunna að álíta, að hefðarkonur á þessum tíma,
með heilan hóp af þjónustufólki, hafi lifað við þægindi og iðju-
leysi, en slíkt er fjarri lagi. Líf manna á miðöldum var svo ger-
ólíkt okkar daglega lífi, fyrst og fremst vegna þess að tæknin var
engin. Oll framleiðsla byggðist á afkastagetu mannsins og sam-
göngur á hraða hests eða manns. Maðurinn var háður náttúr-
unni og varnarlítill gagnvart henni. Þegar dimmdi, kostaði það
ærið erfiði að lýsa upp hýbýlin, sama máli gegndi um kuldann
og að verjast honum. Líf almennings var eilíft strit og barátta
fyrir því að komast af.
Húsfreyjur á stórbýlum voru mikils metnar vegna þess, að
þær voru í rauninni stjórnendur fyrirtækis, sem framleiddi fæði
og klæði fyrir fjölda fólks. Þær höfðu vissulega nóg vinnufólk,
en húsbændurnir báru einnig mikla ábyrgð á sínu fólki. Þjón-
ustufólk, sem var orðið óvinnufært vegna aldurs eða sjúkdóma,
149