Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 90
SKAGFIRÐINGABÓK
lykta. Hinn 26. apríl 1848 undirritaði hann tillögu til konungs
sem hljóðar svo:
Með allrahæstu bréfi 20. desember á fyrra ári var stjórnarnefnd
háskólans og lærðu skólanna falið að skila áliti um meðfylgjandi
umsókn með fylgiskjölum frá Konráði Gíslasyni, adjunkt við
Lærða skólann í Reykjavík, um að verða settur lektor í fornnor-
rænum málum við háskólann. N.M. Petersen prófessor í nor-
rænum málum hafði áður lagt til, að Konráð Gíslason hlyti
umrædda setningu og yrði jafnframt skyldaður til að veita þeim
handleiðslu við að ná tilskildu valdi á íslensku máli, sem girnt-
ust að hljóta embætti á Islandi, án þess að vera þar bornir og
barnfæddir. Stjórnarnefndin leitaði álits háskólaráðs, en sá ekki
ástæðu til að svo stöddu að leggja allraauðmjúklegast fyrir til-
lögu um að Konráð Gíslason yrði settur við háskólann. Heim-
spekideild, sem sagt hafði álit sitt, viðurkenndi að vísu, að
Konráð Gíslason væri mjög hæfur vísindamaður, og að því leyti
megi mæla með honum að öllu leyti í þá veru, sem lýtur að vís-
indaiðkunum. Mikill meirihluti var samt þeirrar skoðunar, að
ekki yrði lagt til að hann yrði ráðinn að háskólanum, sumpart
vegna þess að nýstofnuð væri prófessorsstaða í norrænum mál-
um og ráðið í hana, sumpart vegna þess að menn drógu í efa að
Konráð Gíslason hefði meðfædda kennarahæfileika, og að síð-
ustu væru menn uggandi að stofna til útgjalda, sem greidd yrðu
með ráðstöfunartekjum af vöxtum varasjóðs háskólans, sem
ekki gætu talist nauðsynlegar og í samræmi við hlutverk
sjóðsins. Háskólaráð hafði á hinn bóginn talið að aðstæðurnar
mæltu eindregið með umbeðinni setningu. Pað leit svo á að
setning Konráðs væri happafengur fyrir háskólann vegna
óvenjulegra vísindahæfileika, annars vegar sem útgefenda forn-
rita, hins vegar sem höfundar hinna merkustu verka á sviði mál-
fræði og orðabókargerðar, því mætti ekki láta tækifærið úr
greipum ganga. Háskólaráð taldi rök heimspekideildar gegn
setningunni léttvæg, þar sem tilefni setningarinnar væri gildi
88