Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 22
SKAGFIRÐINGABÓK
málefni“ segir í æviskrá. „Hann var í hærra meðallagi, þrekinn
og sívalur og á yngri árum talinn með hraustustu mönnum í
Skagafirði. . . . Sölvi var vel á sig kominn, skolhærður, gráeyg-
ur, andlitið frítt, en þó karlmannlegt og oftar en hitt á því hýru-
svipur, sem náði til augnanna og gerði allt svipmótið aðlað-
andi.“ „Hann var regingildur og karlmenni til burða,“ segir
Theódór Friðriksson í ævisögu sinni, í verum.
I bréfi til þess sem þetta ritar segir Helgi Hálfdanarson skáld:
„Þeir sem bezt vissu til, töldu hugvitssemi og verksnilli Sölva
með ólíkindum miðað við aðstæður hans og tækifæri til
menntunar. Má nærri geta hversu langt hann hefði náð á sviði
verkfræði og raunvísinda, hefðu hæfileikar hans fengið að njóta
sín til hlítar.
Allir Sauðárkróksbúar báru mikla virðingu fyrir Sölva sakir
mannkosta hans og gáfna. Og enginn sem honum kynntist mun
gleyrna drengilegu viðmóti hans og góðmannlegri kímni.“
Hólmar Magnússon var tíður gestur í Sölvahúsi, enda voru
þeir Ingvar bróðir hans leikbræður Kristjáns og Sölva Sölva-
sona. Hólmar segir í bréfi: „Sölvi smiður var mikill rólegheita-
maður, þéttvaxinn og sterklegur og um slétt og fremur frítt and-
litið lék góðlegt glettnisbros; skipti sjaldan skapi. Oft var þó
stutt í gamansemina. Það kom vel í ljós þegar Rósant Andrésson
kom sunnan úr Krók að hitta hann í smiðjunni. „Hvað segir
Strandamaður?“ sagði Sölvi. Svo byrjaði rimman. Þeir höfðu
svo hátt, að undrum sætti, enda notuðum við strákarnir þetta í
leikjum okkar. Allt var þetta þó saklaust grín. Sölvi hafði það
líka til að hvetja okkur til dáða í áflogum: „Ætlarðu ekki að
standa þig, strákur? Upp með þig!“ Og svo hló hann að þessu
sprikli okkar og uppátækjum í sókn og vörn.“
Sölvi var ágætur sögumaður, „og alveg gat hann dáleitt okkur
með sögum sínum,“ segir Hólmar Magnússon. „Þær voru
gjarnan af afreksmönnum á sjó eða landi, sem gátu unnið á stór-
um skepnum, snúið niður naut á hornunum, svo þau lágu bjarg-
arlaus, banað stórum selum, blöðruselum, útselum eða skerja-
20