Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 84
SKAGFIRÐINGABOK
greina megi þegar í fornmálinu frumþættina í norrænni mál-
þróun síðari tíma.
I meira en sjö ár (frá maímánuði 1840 til september 1847) hefi
eg verið samstarfsmaður við fornnorræna-enska orðabók og
skipulagt hana að öllu leyti. Allar vandasömustu greinarnar eru
alfarið mitt verk.9
Eg er að gefa út dansk-íslenska orðabók með allranáðugust-
um styrk frá konungi. Um það bil sjötti hlutinn er þegar prent-
aður, og eg vænti að verkinu verði lokið í árslok 1848, að því til-
skildu, að eg verði ekki áður neyddur til að hverfa frá Kaup-
mannahöfn. Þetta verk verður um það bil af sömu stærð og
danska orðabókin eftir Molbech.10
Eg vil leyfa mér að geta viðfangsefna, sem eg hefi byrjað að
vinna að:
Fornnorræn málfræði á dönsku og önnur á þýsku.
Ný íslensk-dönsk orðabók.
Saga íslensku þjóðarinnar. Eg hefi reynt að búa mig undir
verkið með sérstakri alúð, en raunar ekki sett neitt á blað. Eg
vænti þess að geta þar sýnt íslensku þjóðina og sérkenni hennar
í sannara og skýrara ljósi en gert hefir verið hingað til."
8 Um frum-parta íslenzkrar túngu í fornöld. Á kostnað hins íslenzka Bók-
mentafjelags, Kmh. 1846. (2)+cxii4-(4)+242 bls.
9 Konráð vann að orðabók Richard Cleasbys á árunum 1840-54. Guðbrand-
ur Vigfússon tók svo við handritinu og gaf það út, aukið og endurskoðað:
An Icelandic-English Dictionary, Oxford 1869-74. cviii + 779 bls.
10 Dönsk ordabók med íslenzkum þýdingum, Kmh. 1851. vi+596 bls.
11 Ekkert þessara rita kom út, nema fyrri hluti fornnorrænnar málfræði á
dönsku: Oldnordisk formlære, ved Konrad Gislason, udgivet af det nor-
diske Literatur-Samfund, I. Hefte, Kbh. 1852. (Nordiske Oldskrifter
XXIII). (4)+96 bls.
Þetta bréf Konráðs, og önnur skjöl sem birt eru hér, eru varðveitt í Ríkis-
skjalasafninu í Kaupmannahöfn: RA. Ministeriet for kirke- og undervisn-
ingsvæsenet; 3. kontor, universitetssager, brevnr. 766/1856. Tillaga D.G.
Monrads ereinnig í 3. kontor, Forestillingsprotokol 1848, nr. 3040.
82
j