Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 153
KONUR A HÓLASTAÐ
ust, . .“5J Þessi tíðindi um skóga „yfrið mikla“ þykja okkur,
sem byggjum Skagafjörð í dag, hin fróðlegustu.
Fósturbörnin Halldóra Aradóttir og Þorlákur Skúlason
Aður hefur verið sagt frá því, að Halldóra ól upp tvö systurbörn
sín, en það voru Þorlákur Skúlason síðar biskup, sonur Stein-
unnar, og Halldóra, dóttir Ara og Kristínar í Ogri. Auk þess var
Jón sonur þeirra, síðar prófastur í Vatnsfirði, langdvölum á
Hólum, bæði við nám og eins í fóstri hjá frænku sinni. Það að
Ari og Kristín senda börn sín til Hóla til uppeldis bendir ekki til
neinna fáleika millum heimilanna, enda mun svo ekki hafa
verið. Trúlega hafa þessi börn verið farin að stálpast þegar þau
komu í Hóla, en heimildir geta þess, að þau séu alin þar upp.
En víkjum aftur að Halldóru Aradóttur. Um uppvöxt hennar
er fátt vitað eins og flestra kvenna, en um hjónaband hennar og
afkomendur eru nokkrar heimildir. Brúðkaup hennar og Guð-
mundar Hákonarsonar sýslumanns á Þingeyrum fór fram á
Hólum haustið 1622. Til er saga um samdrátt Halldóru og
Guðmundar, og sýnir hún, að ungt fólk gat orðið ástfangið á
þessum tíma eins og gengur, þó stofnað væri til flestra hjóna-
banda á öðrum forsendum. En sagan sýnir einnig forræðisvald
foreldra yfir börnum og að menn þurftu að vera búnir að koma
undir sig fótunum, áður en þeir gátu hafið kvonbænir.
Guðmundur var vel ættaður, sonur Hákonar sýslumanns að
Nesi við Seltjörn og konu hans Solveigar, sem var sonardóttir
Marteins Einarssonar biskups. Hann lærði hér heima og sigldi
síðan til frekara náms. Að því loknu kom hann heim og var þá
á Hólum. Þar kynntust þau Halldóra Aradóttir, og
er mælt, að þeim Guðmundi hafi litizt vel hverju á annað,
og verið kunnug, svo orð fór af; þá er Ari heyrði það, lézt
hann ætla að sækja dóttur sína norður um haustið, eða
151