Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 160
SKAGFIRÐINGABOK
Það gustaði af Halldóru þegar mikið lá við. Hér er á ferðinni
kona, sem telur sig jafnoka karlmanna og ber enga minnimátt-
arkennd í brjósti, enda segir á einum stað að „Halldóra dóttir
herra Guðbrands, berandi karlmannshug í konubrjósti hafði
alla forsjón á stólnum og öllum hans eignum í veikindum síns
föðurs.“64 Það er heldur ekki eignalaus einstaklingur, sem býð-
ur fram fé sitt til tryggingar dómkirkjunnar góssi, ef eitthvað
misfarist. Vitað er, að Halldóra átti nokkrar jarðir, m.a. kemur
það fram í bréfabók Guðbrands. Kristín fékk mikinn heiman-
mund, og áreiðanlega hefur biskup tryggt Halldóru arf til jafns
við hana. Trúlega hefur Halldóra verið stóreignamanneskja.
Þessi misskilningur vegna ferðar Ara olli langvarandi leiðind-
um milli ættingjanna og kom hann fram að Guðbrandi látnum,
og reyndar nokkuð löngu eftir arfaskiptin eftir hann. Það eru
synir Ara, sem taka málið upp við Þorlák, og bendir allt til, að
hann hafi verið tortryggilegur í þeirra augum. Nú er Þorláki
hvergi lýst sem ágjörnum manni, en öfundar getur hafa gætt,
því hann var óneitanlega erfðaprinsinn á Hólum.
Bréfi Halldóru var svarað af Holgeir Rosenkrantz höfuðs-
manni, sem gaf út tilskipan þess efnis, að hún megi standa fyrir
búi og fjárreiðum Hólastóls, hafa eftirlit með þjónum og ráðs-
mönnum biskups og heimta af þeim reikninga, „enda hafi hann
[biskup] áður um langan tíma falið henni að veita þar forstöðu."
Bréf þetta er dagsett 31. [svo!] júní 1626.65 I sama bréfi skipar
höfuðsmaðurinn Guðmund Hákonarson ráðsmann á stólnum
og forbýður Ara Magnússyni að skipta sér nokkuð af málefnum
hans og þurfi þau Halldóra og Guðmundur ekki að standa hon-
um nein reikningsskil. Espólín segir, að Halldóra hafi kosið sér
Guðmund sem ráðsmann.66
Halldóra var alin upp við stjórnsýslu og var mikill stjórnandi,
en hún var einnig ágætur stjórnmálamaður, það sýnir hún í
þessari taflmennsku um yfirráð á staðnum. Hún sýnir mikla
ráðkænsku með því að velja Guðmund, tengdason Ara, sér til
aðstoðar. Hún velur þann mann, sem Ari gat ekki neitað. Einn-
158