Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 98
SKAGFIRÐINGABÓK
Þannig ríkti á þessum síðsumarsdögum, í lok ágúst 1939,
mikill vorhugur og bjartsýni um skjótan framgang þessa hug-
sjónamáls, héraðsskóla í Varmahlíð. En það var fleira en hér-
aðsskóli, sem áhuginn beindist að. Hugsjónin fól í sér víðara
svið og fleiri þætti menningarlífs, svo sem skógrækt, ferða-
mannamiðstöð, aðalskemmtistað héraðsins, heilsuhótel,
kirkju, sönghöll og íþróttamiðstöð. Allt þetta rúmaðist innan
hugmyndahjúpsins og tengdist héraðsskólanum. Fyrsta mann-
virki hins nýja héraðsskóla, sundlaugin, var risið af grunni.
En allir tímar eru viðsjárverðir og ekki sízt þeir, sem í hönd
fóru. Innan fárra daga var heimsstyrjöldin skollin á með öllum
þeim straumhvörfum, sem henni fylgdu fyrir allar þjóðir. Þau
náðu auðvitað til Islands, eins og öllum varð ljóst, og þá einnig
norður í Skagafjörð.
Efnishyggjan hóf innreið sína í landið í meira mæli en áður.
Peningar og „gróði“ urðu eftirsóknarverðari með hverju ári
sem leið. Hugsjónir hröktust á undanhald, þær urðu gamaldags
og tilheyrðu nú að mati ýmissa „aldamótakynslóðinni“. Orðið
hugsjónamaður varð í margra munni hálfgert skammaryrði.
Ekki verður þó hér um það dæmt hvernig mál héraðsskóla í
Varmahlíð hefðu þróazt, ef ekki hefði komið til þessarar
röskunar, en vafalaust hefðu þau snúizt nokkuð á annan veg.
Síðan vígsluhátíð Varmahlíðarlaugar fór fram, er liðin hálf
öld. Nú er því hægt að líta til baka og leita svara við því, hvað
rætzt hefur af hugsjónum og ætlunum frumherjanna um hér-
aðsskóla í Varmahlíð og aðrar framtíðarhugmyndir, sem fyrr
eru nefndar. Söguskýringar eru þó ætíð háðar tvennu, skjalfest-
um staðreyndum og hugmyndum og þekkingu skrásetjarans á
þeim. Þess er því naumast að vænta að öllum, sem um fjalla, beri
saman. Hér verður enda ekki fengizt við söguskýringu. Stað-
reyndirnar eru þó þær, að í Varmahlíð er risinn þéttbýlisstaður,
ferðamannaþjónusta, skógrækt í miklum vexti, veglegasta fé-
lagsheimili héraðsins, öflugt tónlistar- og sönglíf og ágætur
skóli. Sem sagt: Menningarlegt og fjölbreytt mannlíf, en hvorki
96