Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 24
SKAGFIRÐINGABÓK
kollum, en þá þurfti að hafa góðar byssur og hlaða þær með
stórum höglum eða rennilóðum.. . . Þó að við værum ekki trú-
aðir á sannleiksgildi svona sagna, var frásögnin og atburðarásin
svo trúverðug og spennandi, að það fór hríslandi tilfinning nið-
ur bakið og við titruðum frá hvirfli til ilja. Frásagnir hans gátu
líka verið af atburðum þar sem hann var þátttakandi sjálfur.
Mér er minnisstætt, hvernig hann sagði frá brunanum, þegar
gamla Gránuverzlunarhúsið brann 1912. Þar var hann sjálfur
einn af björgunarmönnum. Eldhafið var óskaplegt, og stór-
kostlegar sprengingar kváðu við þegar víntunnur í kjallaranum
voru að springa. Hann gat líka sagt skrítlur og hermt eftir sér-
stæðum mönnum.
Ymsar sögur fóru af hreysti Sölva, en þær verða ekki endur-
sagðar hér. Einhverju sinni veiktist Sigurður Pálsson læknir af
illkynja hálsmeini og var sendur til Akureyrar með strandferða-
skipi eða suður til Reykjavíkur. Læknirinn var vafinn í sængur
og búið um hann í körfu. Síðan settust menn undir árar og reru
með hann fram á leguna, en mjór, gjöktandi stigi eða land-
göngubrú hékk skáhallt niður með skipssíðunni. Sölvi tók
Sigurð í fangið og fetaði sig upp stigann. „Æ, Sölvi minn, held-
urðu að þú missir migekki?" spurði læknir. „Við förum þá báð-
ir í sjóinn,“ svaraði Sölvi og glotti.
Kristján Gíslason kaupmaður átti um tíma gríðarstórt naut.
Hann hafði fjósamann til að hirða kýrnar og nautið, Benedikt
Jónsson að nafni, sem kom norður með Björgu, konu K.G.
Nautið var mannýgt og illskeytt, en var þó stundum látið út á
túnblettinn framan við fjósið, en sá hagi var norðan við Salinn,
rétt fyrir utan smiðju Sölva, þar sem nú heitir Skógargata 2-4,
Hann var einhvern tíma við aflinn og heyrði þá gríðarleg org
utan af kaupmannstúni og brá hart við. Nautið hafði Benedikt
undir og hnoðaði á honum, fjósamaður orðinn dasaður. Sölvi
snaraði sér inn á túnið, greip aftan undir nautið, þreif í punginn
og dró það ofan af Benedikt, sem var frelsinu feginn. Bola var
22