Skagfirðingabók - 01.01.1991, Blaðsíða 13
STEFANÍA FERDÍNANDSDÓTTIR OG SÖLVI JÓNSSON
börn sín misstu þau hjón í æsku með skömmu millibili, svo að
tíu ár voru milli Stefaníu og þess sem næstur henni var.
Stefanía ólst upp í Orlygsstaðaseli „við sárustu fátækt, svo að
ekki sé meira sagt,“ segir hún. „Eg man, hve sárt ég vorkenndi
mömmu minni að hafa ekki kartöflur, því að henni þóttu þær
svo góðar, en þær var aðeins hægt að fá stöku sinnum í erlend-
um skipum. I túninu . . . er sandhóll einn. Man ég, að mamma
var eitt sinn að tala um það við granna sinn, hvort ekki mundi
hægt að rækta kartöflur þarna.“ Húsakynni voru fátækleg, og
ekki var „um gólfþvotta að tala í Örlaugsstaðaseli, því að þar er
ekkert timburgólfið, en svo er um marga kotbæina. Engin
klæðning er í baðstofunni, alls staðar berir moldarveggir, og
það grisjar alls staðar í torfið milli áreftis, sem er meira og minna
dökkt af reyk. En bitana mátti hreinsa, fjarlægja húsaskúm, sem
hvarvetna var ásækið, þvo lausholtin, rúmin, rúmfjalirnar, og
svo fjalirnar, sem hafðar eru fyrir ofan rúmin, upp við vegginn,
og auk þess koppa og kirnur.“
Ljós var aldrei borið í bæ í Örlygsstaðaseli fyrr en gangna-
sunnudagskvöld, „nema veikindi væru eða eitthvað þess
háttar“, og hætt var að kveikja á miðgóu. Ætíð var reynt að
spara, en þó ávallt kostað kapps um að bregða til hins betra á
jólum og sumardaginn fyrsta, sem var hátíð mest að undan-
skildum jólum. „Pabbi bjó sig til kaupstaðarferðar," segir
Stefanía. „Við vissum raunar krakkarnir, að hann mundi ekki fá
mikið út, en erindisleysu fór hann aldrei. Hann hafði meðferðis
haustull og prjónles, og gaf það nokkur fyrirheit um kaupstað-
arvarning. Það mátti gott heita, ef fátæklingar gátu fengið út
eina skeffu af rúgmjöli eða bankabyggi og svo sína ögnina af
hverju, kandís og kaffi, að ógleymdu jólabrennivíninu, en ævin-
lega var eitthvað tekið af því fyrir jólin, enda ódýrt. Pabbi átti
kútholu, en tók oftast á pottflösku. . . . Öllu meiri mun jóla-
varningurinn ekki hafa verið.“
Sr. Jón Ó. Magnússon var prestur á Hofi á Skagaströnd
1881-84. Kona hans var Steinunn Þorsteinsdóttir. „Þau voru
11